Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 4

Gátt - 2013, Qupperneq 4
4 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Nú eru 10 ár frá því að Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins hóf starfsemi sína. Markmið FA er að veita einstak- lingum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið formlegu prófi frá fram- haldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Sá markhópur er um 30% fólks á vinnumarkaði og brýnt að sú tala lækki verulega. Segja má að hlutverk fram- haldsfræðslunnar sé að bregðast við afleiðingunum af vandanum sem felst í allt of háu brottfalli nemenda í framhaldsskólum án þess að skilgreindum prófum sé lokið. Eitt af forgangs- verkefnum núverandi ríkisstjórnar í menntamálum er að sporna við þessu brotthvarfi. Hluti þess verkefnis er stytting framhaldsskólans þannig að hann verði markvissari og meira aðlaðandi fyrir nemendur. Jafnframt er mikilvægt að tengja framhaldsskólann og framhaldsfræðsluna betur saman. Þetta gerum við meðal annars með þeirri vinnu sem nú fer fram við skilgreiningar í svokallaðan hæfniramma. Í þeirri vinnu er sérstaklega mikilvægt að framhaldsfræðslan taki þátt af fullum þunga. Grundvallarspurningin er hvaða hæfni og hvaða tækifæri viljum við að nemendur sem ljúka skil- greindum prófum á Íslandi hafi? Í alþjóðlegri stefnumótun í menntamálum er gjarna gengið út frá hugtakinu lykilhæfni og þá litið til þess hvaða hæfni nemendur þurfa að ráða yfir til að taka virkan þátt í nútímaþjóðfélagi og atvinnulífi. Lykilhæfnin endurspeglar það viðhorf að einstaklingur verður að vera fær um að takast á við flókin viðfangsefni til þess að eiga í samskiptum við aðra og byggja upp eigin styrk og frumkvæði. Þar reynir á almenna hæfni sem nemendur öðlast gjarna utan kennslu- stofunnar. Í þessu sambandi er ástæða til að leggja áherslu á mikil- vægi raunfærnimats sem þróað hefur verið af FA. Raunfærni- matið opnar leið til náms og prófa fyrir fjölda einstaklinga sem öðlast hafa reynslu á vinnumarkaði án þess að hafa lokið formlegu námi í framhaldsskóla. Ég vil nota þetta tækifæri og óska FA til hamingju með afmælið og þann mikla árangur sem náðst hefur á árunum tíu sem liðin eru frá stofnun miðstöðvarinnar. Ásamt símennt- unarmiðstöðvum um allt land gegnir FA veigamiklu hlutverki í íslensku menntakerfi. Verkefni FA eru mikilvæg fyrir menntunarstig og sam- keppnishæfni þjóðarinnar og áríðandi að þeim verði haldið áfram af fullum krafti. Illugi Gunnarsson I LLUGI GUNNARSSON Á V A R P M E N N T A M Á L A R Á Ð H E R R A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.