Gátt - 2013, Page 6

Gátt - 2013, Page 6
6 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Þankar um framtíðina, þann óaf- markaða tíma sem tekur við af núinu, sækja á þegar framhalds- fræðsla hefur verið starfrækt í tíu ár. Framhaldsfræðslan þarf í fram- tíðinni að eiga sér skýra heimilisfesti í íslenska hæfnirammanum. Ramm- inn er mikilvægt tæki til að auka á gagnsæi á milli og innan skólastiga, skólastofnana og menntakerfa landa. Hann getur stuðlað að sveigjanleika sem atvinnulífið hefur lengi kallað eftir og ýtt undir samkeppnishæfni þess. Hæfnirammann þarf að vinna út frá menntakerfinu í heild sinni, bæði hinu formlega skóla- kerfi og framhaldsfræðslukerfi sem reynir að ná utan um óformlegt og formlaust nám. Enn sem komið er er hann of skólamiðaður. Fyrsta þrep rammans verður að óbreyttu of breitt, svo að það getur reynst erfitt að byggja upp stíganda eða hvatningu til aukinnar þekkingar- og hæfnileitar hjá þeim sem minnsta menntun hafa. Sú fjölbreytni, sem vinnu- markaðurinn býr yfir og getur búið yfir, verður í framtíðinni að rúmast innan rammans. Fyrirtæki eru námsstaðir og við ætlum að finna enn fleiri leiðir til að það nám, sem þar fer fram, verði metið ef fólk hefur hug á afla sér frekari menntunar. Þekkinguna, hæfn- ina og færnina, sem menn tileinka sér í vinnu, á að meta til námseininga. Það má ekki vera ókleifur múr að ljúka skilgreindu starfsnámi og halda svo áfram eftir það standi hugurinn til þess. Í framtíðinni mætum við þeim sem minnstu menntunina hafa með þeim hætti að þeir njóti sín og fái nám og störf við hæfi. Við ætlum líka að halda áfram því sem við höfum verið að gera og hefur reynst vel. Það á við um raunfærnimatið, vottuðu námsleiðirnar og ráðgjöfina. Við munum þurfa að spýta í lófana, raunfærnimatsleiðum fjölgar hratt og þar með þeim sem vilja ljúka námi eftir raunfærnimat. Það þarf enn fleiri vottaðar starfsnámsleiðir og ráðgjöfin er óaðskiljan- legur hluti raunfærnimats og kennslu fullorðinna. Þeirra sem eru á vinnumarkaði en stefna að því að ljúka viðurkenndu námi. Hæfniramminn er yfir og allt um kring og verkefnin tengjast öll áherslunni á fyrirtæki sem námsstað. Það er nauðsynlegt að virkja þekkingar- færni- og hæfniuppbygg- inguna sem þar fer fram til að búa til fleiri gerðir starfsnáms í takt við nútímann hverju sinni. Ofangreint lítur að inntaki þess starfs sem unnið er að hjá Fræðslumiðstöðinni og samstarfsaðilum hennar. Í fram- tíðinni þurfum við að vera tilbúin til endurskoðunar á kerfi framhaldsfræðslunnar en gæta þess að missa ekki sjónir á þeim tilgangi starfsins að stuðla að því að sem flestir sem ekki hafi lokið viðurkenndu nám á framhaldsskólastigi eigi raunhæfan kost á að gera það. Starf stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins hefur frá upphafi einkennst af eindrægni, skýrri sýn til framtíðar og trausti milli þeirra sem að henni standa. Hæft starfsfólk FA fullt eldmóðs tengist öðrum eins hópi hjá samstarfsaðilunum í símenntunarmiðstöðvum og fræðslustofnunum atvinnu- lífsins og hleypir stefnunni í framkvæmd. Kraftmikil blanda verður samt ekki til án nemenda. Í þeim efnum er að takast vel til. Rúmlega 18 þúsund nemendur í vottuðum námsleiðum frá árinu 2003, tæplega 29 þúsund einstaklingar í náms- og starfsráðgjöf á átta árum og 2.000 manns í gegnum raun- færnimat frá 2007, þar af rúmlega 400 manns á ári sl. tvö ár. Framtíðin ber í skauti sér brýn og stór viðfangsefni í fræðslumálum. Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar hyggst takast áfram á við þau sem að henni snúa af ekki minni metnaði en hingað til. Guðrún Eyjólfsdóttir GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR Á V A R P F O R M A N N S
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.