Gátt - 2013, Side 9

Gátt - 2013, Side 9
9 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 leiðum inn í kerfið aftur hafa verið af ýmsu tagi. Helst eru þau að sumir hafi horfið úr skóla strax eða stuttu eftir að grunnskólanámi lauk, hugnist ekki að koma inn í kerfið aftur eða telji sig vanbúna til þess, en vanti samt mikilvægan þátt í undirbúning sinn undir lífið, þ.e. þann þátt sem framhalds- skólinn veitir með almennu námi eða, ekki síður, starfsnámi. Þess vegna verði að tryggja að þeir sem ekki hafa lokið fram- haldskólanámi með þriggja eða fjögurra ára námi fái það bætt upp síðar jafnvel utan við framhaldsskólakerfið. Undir þessi rök er rennt styrkum stoðum. Einkum þeim að samfélagið þurfi á staðgóðri menntun allra að halda og að það sé efnahagslega og félagslega mjög mikilvægt að jafn- ræði ríki í samfélaginu. Um þetta er ekki deilt. Einnig þeim að vegna þess að allt sé breytingum undirorpið þurfi að tryggja góðan grunn sem auki líkur á því að fólk sinni endurmenntun í lífi sínu og starfi; þeir sem minnsta grunninn hafi fyrir séu síst líklegir til að sækja sér nýja þekkingu. En öll þessi rök einblína samt á grunninn, þ.e. að undirstaðan sé rétt lögð. Þótt þetta séu mikilvæg og haldbær rök eru auk þeirra önnur, og nú orðið jafnvel sterkari, rök fyrir kerfisbundinni fræðslu á fullorðinsárum, næstum óháð því hvort námið var mikið eða lítið áður en horfið var frá því. Þau eru að menn- ing okkar, þar með talin vinnumenning, nánast öll störf, samfélag og tækni breytist svo ört að sífelld endurnýjun sé nauðsynleg. Það sé meira að segja óhjákvæmilegt að móta nýtt og heilsteypt kerfi fullorðinsfræðslu – heilt kerfi endurmenntunar, símenntunar og starfsþróunar. Kerfi sem er hugsanlega þeirrar ættar sem nú er vísir að og í mótun á grundvelli laga um framhaldsfræðslu og þeirrar starfsemi sem þau renna stoðum undir. Hér er hvorki horft fram hjá né gert lítið úr viðamiklu, oft kraftmiklu en ekki mjög sýnilegu, starfsþróunarkerfi innan fyrirtækja og atvinnugreina. Hér er rætt um umgjörð sem nær utan um enn viðameira starf og jafnframt um breytt viðhorf til þessara mála. Hugum að rökum fyrir því að byggja upp kröftugt starfsþróunarkerfi. Almennt má segja að rökin séu þau að heimurinn sem við búum í hafi breyst. Gera má ráð fyrir að ungt fólk sem nú heldur út á vinnumarkað skipti um störf og starfsvettvang 5–10 sinnum að lágmarki og sennilega mun oftar á starfsævinni. Þess vegna er hugmyndin um að búa sig undir starf einu sinni, og það á táningsaldri, einfaldlega úrelt, þótt ekkert hafi dregið úr mikilvægi þess að búa sig undir starf; það er vitanlega ekki úrelt. Þar að auki breytast störfin sífellt hraðar og þær breytingar krefjast stöðugrar endur- nýjunar, sérstaklega ef við föllumst á að vinnuaflið eigi að vera hreyfiafl breytinga en ekki þræll þeirra eða leiksoppur sem bíður þess að einhver nýbreytni flæði yfir – fyrr þurfi ekki að hreyfa sig. Ótal framtíðarspár og sviðsmyndir hafa verið gerðar sem gera ráð fyrir þessu mikla umróti og hvað sem í raun verður úr bendir flest til byltingarkenndrar tæknivæð- ingar og breyttrar vinnumenningar í fjölmörgum störfum á næstu tveimur til þremur áratugum. Þar við bætast mörg ný störf og önnur úreldast. Enn fremur bætist við krafa um mikla þekkingu allra samfélagsþegna til þess að þeir geti tekið virkan þátt í sífellt breytilegum mannlegum samskiptum og upplýsingamiðlun svo lýðræðiskerfið haldi velli. Með mynd 1 hefur verið hafnað skýrri hugmynd sem enn virðist vera ljóslifandi í hugum margra um menntun og störf sem átti vel við um 1930 – eða segjum um miðja 20. öld. Þá var þekkingargrunnurinn alfarið lagður á fyrsta hluta ævinnar og síðan hvarf fólk til starfs sem breyttist til- tölulega lítið, starfs sem fólk sinnti síðan alla starfsævina. Á myndinni er jafnframt gefið til kynna að allt önnur mynd eigi við öld síðar, nú þegar eða alla vega um 2030 (og tengt er 21. öld á myndinni). Við þá mynd, sem sýnir í raun ævi- menntun, ættum við að miða umræðu okkar um menntun og menntakerfi, þar með talið símenntunarkerfi. S A G A M E N N T U N A R – O G N Æ S T U S K R E F Tveir þræðir í sögu menntunar og starfa skipta máli hér. Í fyrsta lagi má rifja það upp hvernig allt nám til starfa hefur færst inn í skóla og smám saman bæði flust ofar í skólakerfið (ekki þó alveg allar greinar) og orðið sífellt meira á bókina. Þetta var mjög áberandi á seinni hluta 19. aldar og í auknum mæli alla 20. öldina. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri heldur hefur alls staðar orðið raunin þegar á heildina er litið og er í raun alls ekki óskynsamlegt. Meistara- eða lærlinga- Mynd 1. Efri hluti myndarinnar sýnir táknrænt að á 20. öld fékk fólk einhverja grunnmenntun sem þó var misjöfn eftir kyni og búsetu og hvarf síðan til starfs. Neðri hluti myndarinnar á að undirstrika að rétt sé að gera ráð fyrir að menntun sé endurnýjuð reglulega þótt það megi vera misjafnt hver reglan sé. 20. öldin Nám Nám Starf Starf / nám / tómstundir / eftirlaunaaldur Aldur Aldur 21. öldin 20 40 60 80 20 40 60 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.