Gátt - 2013, Page 10
10
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
kerfi var í mörgum greinum ófullburða eða varla til (nema í
iðngreinum) og þar sem það var við lýði var það stundum
staðnað og virkaði ekki vel. Þar við bættist að sumar starfs-
greinar endurnýjuðu starfshætti sína hægt; aðrar lokuðu sig
af þannig að lærlingar komust ekki að.
Margar starfsgreinar fela í sér sífellt meiri sérhæfingu
þannig að nám á einum vinnustað gefur ekki þá breidd sem
almennur fagundirbúningur krefst. Skólarnir hafa þar að
auki með höndum það sérhæfða verkefni, með tilheyrandi
fagfólki og aðstöðu, að undirbúa nemendur undir tilteknar
starfsgreinar og gera það iðulega mjög faglega. Ofan á þetta
bætist sú staðreynd að inn í margar starfsgreinar fléttast æ
fleiri tæknileg eða bókleg viðfangsefni sem krefjast annars
konar undirbúnings en starfsvettvangurinn býður upp á.
Þannig virðist þetta vera eðlileg og skynsamleg þróun. En
tilefni þess að nefna þetta hér er samt hin hlið málsins,
sem er ókostur þess að slíta nám til starfs úr tengslum við
vinnustaðinn og einnig sá vandi sem skapast ef gagnrýna
má skólana á svipaðan hátt og atvinnuvettvanginn. Hversu
gagnlegur sem tiltekinn tæknilegur og bóklegur grunnur
annars er, þykir starfsþróun á vettvangi bráðnauðsynleg,
ekki aðeins í upphafi starfs heldur einnig alla tíð eftir það.
Það er því næsta verkefni þeirra sem vilja lifandi samfélag
og atvinnulíf að huga að þróun (fullorðins)fræðslu í atvinnu-
lífinu sjálfu, í vinnunni, og slík þróun verði hluti af starfinu
en ekki aðeins aðdragandi að því (þ.e. nám áður en starfið
hefst). Þetta þýðir að vinnustaðurinn ásamt starfsfólkinu
verður aftur að axla verulegan hluta ábyrgðar á sífelldri
menntun eða starfsþróun.
Hinn þráður skólasögunnar sem ég tek hér upp snýst um
það sem skóli metur hjá nemanda sínum. Það er faglegt og
skynsamlegt af skóla að taka til mats einmitt þau verkefni
sem hann hefur sjálfur skipulagt og lagt fyrir; hann prófar
eða metur sitt efni. Viss vandi hefur skapast af því að hann
hefur ekki talið sig hafa umboð eða forsendur til að meta
neitt annað, þar á meðal ekki þekkingu sem kemur annars
staðar að (þ.e. utan skólanna). Fyrir margt löngu þótti algjör-
lega nauðsynlegt að nemandi í hvaða starfsnámi sem var
hefði reynslu af starfsvettvangi áður en hann hæfi námið. Nú
er krafan um þetta að mestu horfin þótt það þyki samt góður
kostur að nemandi þekki eitthvað til. En umskiptin hafa orðið
svo mikil að það kunna að vera áhöld um hvort telja eigi
nokkuð það sem nemandi kann að hafa í farteski sínu sem
einhvers virði hafi það ekki verið unnið á forsendum skólans.
Að vísu held ég að margir sem starfa í skóla myndu almennt
leggja mikið upp úr góðri starfsreynslu, þótt erfiðara sé að
meta hana formlega inn í skólastarfið.
Nú verður áhugavert að sjá hvort sú uppreisn æru sem
starfsþekking fær fyrir tilstilli raunfærnimatsins dugi til að
breyta verulega stöðu slíkrar þekkingar innan skólakerfisins.
En einnig innan atvinnulífsins, þar verður að meta hana líka.
Í dagblöðum marga undanfarna áratugi hefur oft mátt finna
auglýsingar þar sem krafan var skýr: „Eingöngu vanur maður
kemur til greina“, en síðan hefur fjölgað smám saman kröfum
um almenna menntun án þess að reynsla komi endilega við
sögu. Fyrst var nefnt að „verslunar- (eða gagnfræða-) eða
stúdentspróf [væri] æskilegt“, síðan „stúdentspróf æskilegt“
og síðar hefur „háskólamenntun æskileg“ unnið á. Fróðlegt
verður að fylgjast með því hvort raunfærnimat hefur einhver
áhrif á viðhorf til bakgrunns umsækjenda um störf með því
að gefa starfsreynslu formlegri og þar með sterkari stöðu,
ekki aðeins í skólakerfinu heldur einnig í atvinnulífinu.
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U -
L Í F S I N S O G S Í M E N N T U N A R M I Ð -
S T Ö Ð V A R
Skipulögð fræðsla utan skólakerfisins var talsverð en samt
ósamhæfð seinni hluta 20. aldar. Ríkisútvarpið stóð fyrir
tungumálakennslu næstum frá stofnun 1930; Bréfaskóli var
starfræktur og Námsflokkar frá 1940, fyrst í Reykjavík en
síðar víðar (starfræktir á yfir 20 stöðum á landinu um 1980)
og farskólar voru stofnsettir í tengslum við nokkra fram-
haldsskóla upp úr 1980, en voru samt utan skólakerfisins.
Öldungadeildir voru líka starfræktar í allmörgum framhalds-
skólum en þær voru innan skólakerfisins. Utan skólakerfisins
en tengdar því voru endurmenntunarstofnanir háskóla, ýmsir
sérstakir skólar sem ekki veittu formlegar prófgráður en samt
mikilvæga starfsmenntun og síðan vitaskuld allar fræðslu-,
starfsþróunar-, mannauðs- eða símenntunardeildir fyrir-
tækja. Farskólar voru stofnaðir í tengslum við framhaldsskóla
á árunum upp úr 1988 (fyrst á Austurlandi það ár en síðan
fylgdu margir í kjölfarið). Þeir voru á gráu svæði og eiginlega
fyrir utan skólakerfið. Símenntunarmiðstöðvar voru síðan
stofnaðar áratug síðar, þær fyrstu rétt fyrir aldamótin, sums
staðar beinlínis á grundvelli farskólanna. Þær áttu sér sjálf-
stæða tilvist utan skólakerfisins, en segja má að með lögum
um framhaldsfræðslu séu þær nú komnar inn í menntakerfið.
Símenntunarmiðstöð Suðurnesja var sú fyrsta, stofnuð 1997.
Þeim fjölgar enn og eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar