Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 12

Gátt - 2013, Qupperneq 12
12 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 má spyrja hverra lausna sé skynsamlegt að grípa til varðandi eldri konurnar, til dæmis þær sem eru 45–65 ára, í þeirri við- leitni að hækka hlutfall þeirra sem ljúka námi. Það er sérstakt viðfangsefni. Vandinn er síðan tvíþættur hvað varðar yngri konurnar og sá sami og nefndur var fyrir karla. Annars vegar þarf að lækka 20% gólfið almennt, en athygli vekur að það skuli vera í nánast sama hlutfalli hjá körlum og konum. Þrátt fyrir að námsvalið á framhaldsskólastigi sé mjög ólíkt þá er niðurstaðan mjög lík. En konurnar eru komnar miklu nær þessu lágmarki eða gólfi þegar við 25 ára aldurinn en karlar. En hver er undirliggjandi þróun, meðal annars fyrir til- stilli þeirra kerfa sem vinna nú samstillt að því að bæta stöðuna? Þar sem kappkostað er að láta kerfin vinna saman, meðal annars með því að byggja brýr á milli þeirra, er ekki auðvelt að svara afdráttarlaust hvaða kerfi ræður ferðinni þegar ástandið batnar. Mynd 4 er fengin með því að skoða skólasókn einstakra aldurshópa karla og kvenna yfir rúman áratug, þ.e. frá 1999–2011 og mæla meðalaukningu í stærð hans. Til að gera langa sögu stutta er aukningin mest rétt rúmlega 1% á ári hjá 18 ára piltum, sem er þá í heild ríflega 10% á þessu tímabili sem um ræðir, en á bilinu 0,7 til 1% hjá stúlkum, að undanskildum þeim yngstu – en skólasókn þeirra er þegar nálægt 100% þannig að sú tala getur ekki hækkað mikið. Þannig eru bæði kynin talsvert að sækja í sig veðrið hvað varðar almenna skólasókn. Það sama á við um hópa eldra fólks þótt vöxturinn sé minni og ekki sýndur á myndinni. Þetta eru góðar fréttir. Á hinn bóginn kemur svolítið önnur mynd úr gögnum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar en þar er ekki að sjá að fjöldi þeirra sem ljúka námi aukist sem þessu nemur. Vandinn skv. þessum gögnum virðist hjá báðum kynjum vera sá að fá fólk til að ljúka námi. Þetta kemur fram á mynd 5, sem er erfið í túlkun en þar virðist koma fram bakslag í námslokin hjá yngsta hópi kvenna á allra síðustu árum, þrátt fyrir að skólasóknin sé að aukast, eins og sjá má á mynd 4. Á hinn bóginn virðast nemendur í elsta hópnum ljúka námi á þeim tíma sem búist var við. Konurnar eru nokkurn veginn komnar að námslokum fyrir þrítugt, en karlmennirnir draga það lengur. Ef myndir 4 og 5 eru skoðaðar saman virðist almenn skólasókn vera að aukast en það er samt eins og fólk ljúki ekki endanlega námi sínu. Gögnin sýna annars vegar að sókn í nám eykst en hins vegar að fjöldi nemenda sem lýkur námi aukist ekki, jafnvel minnki. Þetta þarf að kanna nánar. H V A Ð V E R Ð U R N Æ S T A Á R A T U G - I N N E Ð A Á R A T U G I N A ? Skólakerfið hefur ekki breyst mikið á undanförnum árum, en samt meira en sýnist. Tvenn nýleg lög virðast skipta mestu máli fyrir það efni sem hér er rætt, þ.e. lögin um framhalds- skóla frá 2008 og lögin um framhaldsfræðslu frá 2010. Inn í þetta fléttast svo þróun helstu stofnana þessara tveggja kerfa sem nú spila að einhverju leyti saman og takast á við sama viðfangsefnið en á ólíkum forsendum; viðfangsefnið er að tryggja sem flestum þjóðfélagsþegnum fullgilt próf úr framhaldsskóla sem veitir rétt til starfa eða áframhald- andi náms; tryggir jafnframt ákveðið jafnræði í menntun í samfélaginu og hefur ekki aðeins það markmið að tryggja lágmarksmenntun allra heldur að skapa grundvöll símennt- unar og starfsþróunar. Það er því að áhugavert að reyna að bera saman þessi tvö kerfi. Í framhaldsskólakerfinu eru tvö stofnanaleg stjórnunar- lög, þ.e. ráðuneytið og framhaldsskólarnir sjálfir og nokkuð ljóst hvað heyrir til friðar hvors, þótt lögin frá 2008 hafi aukið sjálfstæði skólanna; hve mikið sjálfstæðið verður kemur smám saman í ljós. Að vísu má segja að sumar starfsein- ingar framhaldsskóla með mjög fjölbreyttar námsbrautir séu nokkuð sjálfstæðar en það er látið liggja á milli hluta hér. Í framhaldsfræðslukerfinu eru lögin þrjú, þ.e. símennt- unarmiðstöðvarnar, Fræðslusjóður með tilstyrk Fræðslumið- stöðvarinnar og loks ráðuneytið sem fer með yfirstjórn mála. Jafnframt má hafa hugfast að símenntunarmiðstöðvarnar sinna margar verkefnum sem eru utan vébanda Fræðslusjóðs Mynd 3. Hlutfall fólks sem hefur ekki lokið framhaldsskólanámi, stúdents- prófi, sveinsprófi eða hliðstæðri menntun eftir aldri og kyni. 0 10 20 30 40 50 60 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára H lu fa ll % a f al d u rs h ó p i Konur Karlar Byggt á gögnum Hagstofu; Vinnumarkaðskönnun, okt. 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.