Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 16

Gátt - 2013, Blaðsíða 16
16 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 (stundum nefnt fagháskólastig). Með þessari röðun í þrep eru dregnar fram mismunandi kröfur um hæfni nemenda að loknu námi án tillits til þess hvort námið er bóknám, listnám eða starfsnám. Þrepin gefa vísbendingu um viðfangsefni og námskröfur auk þess að vera upplýsandi fyrir nemendur, atvinnulíf og næsta skólastig sem tekur við nemendum að loknu námi. Námslok á fjórða þrepi einkennast af aukinni sérhæfingu í tengslum við stjórnun, leiðsögn, þróun eða nýsköpun. Þrep fimm, sex og sjö ná yfir háskólastigið. Allt nám að loknum grunnskóla er skilgreint í náms- skrám sem hæfni er nemandinn öðlast og námsgreinar og námsbrautir raðast á mismunandi hæfniþrep. Hæfniþrepin skapa nýjar forsendur til að tryggja samfellu í námi nemenda á ólíkum skólastigum og í framhaldsfræðslu. Með hæfni- rammanum er inntakið í náminu metið að jöfnu, hvort sem það er stundað innan eða utan hins formlega skólakerfis en það gerir flutning nemenda milli skólastiga og námsleiða markvissari og greiðari. Hæfniramminn skapar skilyrði og hvetur til nýsköpunar og nýrrar hugsunar við uppbyggingu og skipulag náms og þeirrar færni sem því er ætlað að veita. Hann getur stuðlað að gagnsæi almennt, gefur einstaklingum möguleika á að sjá stöðu sína og möguleika til náms. Hann getur einnig gert vinnu starfsmanna innan menntakerfisins markvissari og auðveldað fyrirtækjum að meta og bera saman hæfni umsækjenda og starfsmanna. Í leiðbeiningum um gerð námsskráa í framhaldsfræðslu, sem gefin eru út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, er talað um að hæfniþrepin eigi að mynda ramma um stigvaxandi kröfur án tillits til innihalds. Þar er gert ráð fyrir að nám í framhaldsfræðslu tengist að jafnaði hæfniþrepum 1–4. Þá er jafnframt lýsing á viðkomandi hæfniþrepum í reglugerðarígildi Aðalnámskrár framhaldsskóla frá 2011. Hæfniþrepin tengjast ekki tilteknu skólastigi, fræðsluaðila eða fræðsluformi heldur gefa þau vísbendingu um viðfangsefni og námskröfur og er ætlað að tryggja stíganda í náminu og viðurkenningu óháð því hvar nám hefur farið fram.2 Raunfærnimatið er afar stór þáttur í heildarsamhenginu. Brýnt er að formlega skólakerfið samþykki matið til stytt- ingar á námi. Við innleiðingu hæfnirammans opnast leiðir að frekara námi fyrir fólk með litla formlega menntun. Enn á eftir að taka á ýmsum álitamálum í tengslum við menntun í 2 http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Vidmid-um-gerd- namskraa-i-framhaldsfraedslu.pdf atvinnulífinu og vilji er til að nýta hæfnirammann til að auka hlut raunfærnimats og gera tengingu framhaldsfræðslu við formlega menntakerfið skýrari.3 Nýleg lög um framhaldsfræðslu, ásamt heildarendur- skoðun á lagaumhverfi íslensks menntakerfis var ætlað að styrkja heildstæða stefnu í menntamálum þar sem horft er á menntakerfið sem eina heild frá leikskóla til háskóla, til framhaldsfræðslu og til óformlegrar menntunar sem fer fram utan skólakerfisins. Þar sem markmið laganna er að stuðla að hærra menntunarstigi þjóðarinnar má spyrja hvort það vægi sem óformlega skólakerfið fær innan hæfnirammans sé í samræmi við það. S A M V I N N A O G S V E I G J A N L E I K I Framhaldsfræðslu á vettvangi atvinnulífsins hefur vaxið fiskur um hrygg og er nú margháttuð og umfangsmikil. Mikilvægt er að huga að heildarmyndinni og að ekki verði litið á nám í framhaldsskólanum og fullorðinsfræðslunni sem tvö aðskilin og ósamræmanleg kerfi. Heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins þurfa að koma að innleiðingu rammans í ljósi þess að niðurstaðan varðandi innleiðingu hér á landi getur haft mikil áhrif á stöðu og þróun starfsmenntunar og starfsþjálfunar í landinu til framtíðar. Ef allir koma að borðinu myndast sameiginleg sátt um mat á námi og þá um leið almenn viðurkenning á notagildi hæfnirammans. Aukin samvinna allra hagsmunaaðila er mikilvæg sérstaklega með tilliti til breiðari notkunar og skil- greiningar áður en hæfniramminn verður staðfestur. Þar verði m.a. horft til mats á óformlegu námi; farið verði yfir hvort fjölga eigi þrepunum og skilgreina betur styttri náms- brautir í framhaldsfræðslu með það í huga að brúa bil milli skólastiga. Þá verði einnig skoðað hvernig grunn- og fram- haldsnám (fagháskólastig) á sviði verk- og tæknigreina að loknum framhaldsskóla eigi að raðast innan viðmiðunar- rammans. Það er mjög mikilvægt að innleiðing íslenska hæfni- rammans muni leiða til þess að verk- og tæknimenntun og starfsnám almennt öðlist þann sess sem því ber. Aukinn sveigjanleiki eflir samkeppnishæfni vinnuafls og markmið hæfnirammans er ekki að leggja áherslu á lengd náms eða tegund fræðslustofnunar heldur á það hvað einstaklingurinn 3 Sbr. útdrátt úr skýrslu „Referencing the Icelandic National Qualification Framework til the European Qualifications Framework for Lifelong Learning“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.