Gátt - 2013, Síða 17

Gátt - 2013, Síða 17
17 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 kann, veit og getur. Hæfniramminn á að endurspegla allt nám og skapa þarf grundvöll til að meta starfsnám og bók- nám sem jafngilt nám. Nú er gert ráð fyrir að hæfniramminn verði að fullu inn- leiddur árið 2015. Ljóst er að ef sú tímasetning á að halda reynir mikið á samráð og samstarf þeirra sem málið varðar til að yfirfærsla samkvæmt nýjum lögum geti gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Það kallar á að undirbúningur varðandi verklag verði vandaður um leið og byggt verði á þeirri reynslu sem fengist hefur m.a. hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvum. Mikilvægt er að breyta viðhorfi fólks á mati á námi og þarf atvinnulífið að koma meira að þeirri mótun. Ramminn gefur okkur tækifæri til samtals milli atvinnulífs og skóla með það í huga að meta störf og starfsreynslu á þrep með raunfærnimati. Samræða og gott samhengi milli óformlega og formlega menntakerfisins er forsenda þess að byggja brýr milli þessara tveggja kerfa og miðað við markmið rammans um að gera nám gegnsærra þarf að huga betur að óform- lega kerfinu. Þá þarf einnig að fara fram samræða milli hags- munaaðila sem miðar að því að útfæra með hvaða hætti meta á menntun á sviði verk- og tæknigreina á efri þrepum hæfnirammans þannig að þrepin nái ekki aðeins yfir hefð- bundið akademískt nám á háskólastigi. Innleiðing á hæfniþrepum kallar á nýja nálgun og breytta hugsun. Samtök launafólks þurfa að líta í eigin barm og skoða hvernig má virkja atvinnulífið og aðkomu sína að innleiðingu hæfnirammans. Það eru hagsmunir allra að góð samstaða náist um réttar leiðir sem á endanum munu leiða til hagsbóta fyrir menntakerfið og þjóðfélagið í heild sinni. H E I M I L D I R : CEDEFOP (2010). Skills supply and demand in Europe: Medium-term forecast up to 2020. Luxembourg: office for Official Publications of the European Communities. Sótt 16. september 2013 af http://www.cedefop.europa.eu/ EN/Files/3052_en.pdf Mennta-og menningarmálaráðuneytið 2013. Viðmið um gerð námskráa í framhaldsfræðslu. Sótt 16. september 2013 af http://www.mennta- malaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Vidmid-um-gerd-namskraa-i-fram- haldsfraedslu.pdf Samanburður hæfniramma um íslenskt menntakerfi og hæfniramma Evrópu- sambandsins. Útdráttur úr skýrslu „Referencing the Icelandic National Qualification Framework til the European Qualifications Framework for Lifelong Learning“. Sótt 16. september 2013 af. http://www.mennta- malaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Utdrattur_islensk-haefnividmid-og- haefnirammi-ESB_v2_ogk.pdf U M H Ö F U N D I N N Eyrún Valsdóttir er deildarstjóri Fræðsludeildar ASÍ og skólastjóri Félagsmálaskólans. Hún er með B.ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, M.Paed.-gráðu frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá sama skóla. Hún starfaði áður sem náms- og starfsráðgjafi í Tækniháskóla Íslands (THÍ) og eftir sameiningu THÍ og HR sem forstöðu- maður markaðs- og kynningarsviðs. Þar áður vann hún í 17 ár hjá VISA (nú Valitor) samhliða námi. A B S T R A C T The needs and demands of the market place are chang- ing, competition between countries for knowledge, skills and innovation is becoming keener, both at work and in education. At the same time wage-earners make increased demands for training and advancement. The challenges which systematically confront us are constantly growing and it is vital to work purposefully towards a prosperous and thriving society of the future - a society which guarantees a good standard of living and suitable work opportunities for all. In cooperation with strategic planners in educational matters at all stages of learning and at educational estab- lishments of all levels, education professionals in Iceland have acquired valuable knowledge and experience in the development and practice of education. The highly effective developmental work now being carried out within the Euro- pean Union, introducing competence frameworks with the objective of promoting mutual recognition of qualifications between countries and possibilities for individuals to pursue recognised educational qualifications abroad offers many opportunities for the future.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.