Gátt - 2013, Síða 19

Gátt - 2013, Síða 19
19 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Þarna erum við einmitt að nálgast punkt sem vert er að velta aðeins fyrir sér: Hvernig getum við náð að formfesta svona námsleið? Hvernig getum við vottað þá þekkingar- og færniöflun sem þegar hefur átt sér stað utan menntakerfisins og hvernig náum við utan um þessa sérhæfingu? Þörfin fyrir sérhæfingu eykst en umfang vinnumarkaðarins kallar aðeins á að örfáir einstaklingar bætist við á ári hverju. Varla eru forsendur fyrir því að þróuð sé heildstæð námsleið fyrir svo fáa einstaklinga? V I Ð M I Ð A R A M M I / G E R Ð F Æ R N I - V I Ð M I Ð A Með reynslu FTR af þeim menntaverkefnum sem félagið hefur tekið þátt í hefur alltaf orðið skýrara og skýrara í okkar huga að í raun séu öll verkfærin til nú þegar til að smíða lausn sem gagnast gæti þessum stóra hópi sem leitast var við að teikna upp hér að framan. Með því að raða saman þeim verkfærum og ferlum sem þróuð hafa verið á undanförnum árum þá er hægt að staðfesta þekkingu margra sem nú þegar sinna þessum sérhæfðu störfum og þannig saxa aðeins á „ómenntaða“ hópinn. Þannig hækkum við menntunarstigið án þess að slá af kröfum. Í framhaldi er síðan hægt að teikna upp oft óhefð- bundnar og samsettar náms- eða matsleiðir fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi hæfniuppbyggingu. Samnefnarinn felst í fyrsta skrefinu: Hvaða þekking og hæfni þarf að vera til staðar til að sinna viðkomandi starfi? Hvaða þættir eru sameiginlegir skyldum störfum og hvað felst í sérhæfingu? Með gerð færniviðmiða, eða viðmiða- ramma sem afmarkar þann hóp sem fjallað er um hverju sinni, er hægt að draga þetta fram. Í þeim verkefnum sem við höfum komið að hefur þessi vinna alltaf verið unnin í samstarfi við atvinnulífið. Með öðrum orðum hafa vinnuveitendur stutt verkefnið og sterkir fagaðilar tekið fullan þátt í að skilgreina starfið og starfa- viðmið. Með þessu hefur tenging við atvinnulífið verið styrkt og innsýn í verkefnið aukist til muna. Meðfram gerð starfa- viðmiða fæst einnig mynd af stærð viðkomandi hóps og umfangi þarfarinnar fyrir endurnýjun í hópnum. Gögnin sem þessi vinna skilar eru svo aftur ómetanleg fyrir þróun náms- eða matsleiða fyrir hópinn. O G S V O T I L F R A M T Í Ð A R … Okkur hjá FTR hefur fundist að þegar þessum áfanga er lokið þá ætti að bjóðast val um hvert haldið verður. Þarna er búið að afmarka hóp, ljóst er hve fjölmennur hann er, hve marga þurfi til viðbótar á ári og hvaða kröfur eru gerðar fyrir fagið. Ekki er víst að aðeins ein leið verði fyrir valinu, framhaldið gæti falist í því að velja saman fleiri en eina. Hér á eftir eru nokkur dæmi um leiðir sem koma til greina: • Þróa raunfærnimat fyrir hópinn, hvort sem það raun- færnimat er byggt á viðmiðum fyrirliggjandi námskrár eða á starfaviðmiðum atvinnulífsins. • Þróa námskrá fyrir viðkomandi fag og í framhaldi af því að semja við fræðslustofnanir um að bjóða upp á námið. • Ef um lítinn en mjög sérhæfðan hóp er að ræða væri unnt að þróa starfsnámsleið og/eða einhvers konar mentor yrði skipaður til að fylgja eftir framvindu í sjálfs- námi og þjálfun á vinnustað. Sjá má fyrir sér eina leið enn en hún yrði væntanlega umfangs- mesta leiðin. Hún gæti verið vel til þess fallin að hægt sé að bjóða upp á óhefðbundna menntunarleið með mikilli sérhæf- ingu án þess að sérstök námsbraut sé í raun þróuð. Með því að fylgja síðastnefndu leiðinni væru færni- viðmiðin nýtt til að búa til námskrá. Þar yrði skeytt saman hlutum úr öðru námi auk sérhæfingar sem þörf er fyrir. Loka- mat fer svo fram á svipaðan hátt og lokaverkefni í námi á háskólastigi, þ.e. einstaklingurinn vinnur að rannsókn og fær þjálfun eða sérhæft nám utan skólakerfisins. Slík verkefni eru oft unnin í samstarfi við atvinnulífið en umsjónaraðili innan skólakerfisins hefur yfirumsjón með framþróun þess. Ef við hugsum okkur tæknifólkið þá er mjög mikið af þekkingu til innan menntakerfisins sem gæti nýst þeim hópi. Oftar en ekki hefur komið í ljós að orðfærið er að einhverju leyti ekki það sama hjá þeim sem ekki hafa farið hefðbundnu menntaleiðina og hinum sem gætu haft margt fram að færa fyrir viðkomandi fag. Lausnin gæti falist í að leiða rétt fólk saman. Kerfishönnuður fyrir sjónvarpsstöðvar hefur margt að sækja í eðlisfræði, tölvunarfræði, rafmagnsfræði, verkfræði, mikil eftirspurn er eftir jafnt í íslenska kvikmyndageir- anum, tölvuleikjagerð og í Hollywood en er engu að síður skráður með grunnskólapróf og einn af þessum brottföllnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.