Gátt - 2013, Page 28

Gátt - 2013, Page 28
28 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Frá árinu 2008 hefur verið boðið upp á námsleiðina Færni í ferðaþjónustu hjá Mími- símenntun og unnið hefur verið eftir námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tvær náms- skrár hafa verið gefnar út, Færni í ferðaþjónustu I sem gerir ráð fyrir 60 kennslustundum og Færni í ferðaþjónustu II sem er lýsing á 100 kennslustunda námi. Námsleiðin var gerð fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu eða þá sem stefna að starfi í greininni. Um frekari tilurð og gerð námsins má lesa í inn- gangi námsskránna.1 Hjá Mími er boðið upp á 160 stunda nám sem byggt er á þessum tveimur námsskrám. Námsleiðin heitir nú Þjónusta við ferðamenn. Um það leyti sem námsskrárnar komu út varð hrun í íslensku efnahagslífi og miklar breytingar áttu sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Áhrifin sem þetta hafði á símennt- unarstöðvar eins og Mími-símenntun voru einkum þau að nám sem upprunalega var ætlað fólki í virkri atvinnuþátt- töku þurfti nú að aðlaga fólki í atvinnuleit. Í fyrstu náms- hópunum sem fóru af stað í Færni í ferðaþjónustu hjá Mími var ungt fólk í atvinnuleit og námið þurfti almennt að miða við þarfir þess. Nú er hópurinn sem sækir í þetta nám fjöl- breyttur og samanstendur af atvinnuleitendum svo og fólki sem vill skipta um starfsvettvang og sér tækifæri á vettvangi ferðaþjónustunnar. Markmið einstaklinga innan hópsins eru 1 Sjá t.d. á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins http://frae.is/namsskrar/ faerni-i-ferdathjonustu-i/ og http://frae.is/namsskrar/faerni-i-ferda- thjonustu-ii/ mismunandi. Sumir hafa hug á að koma á fót eigin fyrirtæki, aðrir sækjast eftir vinnu í þeirri flóru starfa sem ferðaþjón- ustan býður upp á en þar má nefna störf á ferðaskrifstofum, upplýsingastofum, bílaleigum, hótelum, veitingastöðum, auk starfa á sviði afþreyingar. Reynslan hjá Mími sýnir að einstaklingar í hópunum sem sækja þetta nám hafa mismunandi bakgrunn og reynslu bæði í menntun og starfi, (þjóðerni), tungumálakunnáttu o.s.frv. og því hefur það reynst áskorun að finna sameigin- legan flöt til að byggja námið á. Námsskrárnar bjóða upp á möguleika til aðlögunar mismunandi þarfa og ólíkra hópa. Í upphafi var lögð mikil áhersla á að kenna almennar þjónustugreinar og vinnustaðamenningu en í námsskránum eru margir námsþættir tengdir þessum þáttum. Margar end- urtekningar eru í lýsingum þessara þátta. Til dæmis er talað um að kenna um helstu réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda og samskipti á vinnustað í fjórum mismun- andi námsþáttum: Vinnustaðurinn, Verkferlar á vinnustað, Vinnusiðferði og hlutverk starfsmanns, Vinnubrögð og vinnu- vernd. Lýsingar í þjónustugreinunum eru oft mjög áþekkar enda eru a.m.k. fimm námsþættir beintengdir þjónustu í námsleiðinni. Þessar endurtekningar og áþekku lýsingar geta valdið því að kennslan verður einsleit og kennarar, sem eiga að byggja kennslu sína á víðri skilgreiningu og vita ekki hvað kennarinn á undan var að kenna, eru líklegir til að endurtaka það sem hann gerði ef ekki er búið að þrengja efnið og engin samvinna hefur átt sér stað. Endurteknar ábendingar frá nemendum um sömu hlut- ina urðu til þess að ákveðið var að breyta áherslum í náms- leiðinni hjá Mími. Bent var á of mikla endurtekningu og skort á kennslu um sérhæfða þjónustu við ferðamenn. Ljóst var að of margir kenndu sömu hlutina og það skorti ákveðna yfirsýn. Auðvitað er gott að hafa kennara sem eru á sérfræð- ingar á sínu sviði en í framhaldsfræðslu er lítið ráðrúm fyrir samvinnu kennara eða þróunarvinnu þeirra. Verkefnastjórar skipuleggja námið og halda utan um það. Þeir eru ekki sér- fræðingar í ferðaþjónustu og því nauðsynlegt að fagfólkið (kennararnir) eigi gott samstarf við þá. Niðurstaðan var að þróa námsleiðina í samstarfi við Joanna DominiczakÞorbjörg Halldórsdóttir ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR OG JOANNA DOMINICZAK Þ J Ó N U S T A V I Ð F E R Ð A M E N N Þróun námsle iðar innar Færni í ferðaþjónustu hjá Mími-s ímenntun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.