Gátt - 2013, Side 33
33
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
F A G L Æ R T S T A R F S F Ó L K
Þegar stjórnendur er spurðir um fjölda starfsmanna í eld-
húsi sem hafa lokið sveinsprófi kemur í ljós að minnihluti
starfsfólksins er með sveinspróf. Í tæplega helmingi tilfella er
minnihluti starfsfólks eða ekkert af því með sveinspróf. Fjöldi
starfsmanna á vinnustað skiptir þar máli, eftir því sem færri
starfsmenn eru á vinnustað virðist að jafnaði lægra hlutfall
starfsmanna vera faglært með sveinspróf. Ekki kemur fram
marktækur munur eftir tegund vinnustaðar eða staðsetningu
vinnustaðar. Þannig virðist menntun starfsmanna ekki háð
því á hvers konar vinnustöðum þeir starfa. Þegar litið er til
starfsmanna í veitingasal sést mun hærra hlutfall, en í tæp-
lega 72% tilfella er minnihluti starfsfólks eða ekkert af því
fagfólk með sveinspróf.
Þar sem ljóst er að hlutfall ófaglærðra starfsmanna
í eldhúsum og veitingasölum er nokkuð hátt er áhugavert
að vita hvort stjórnendur séu sáttir við það hlutfall eða vilji
hafa það öðruvísi. Tæplega 40% stjórnenda segja að hlut-
fall faglærðra og ófaglærðra í eldhúsi sé eins og þeir myndu
kjósa á sínum vinnustað. Það virðist því ekki vera áhugi hjá
þeim hópi stjórnenda að fjölga faglærðum. Hvort sem þeir
telja það óþarft eða vegna þess að þeir telja að það muni
kalla á aukinn launakostnað skal ósagt látið. Athyglisvert er
þó að næstum því jafn stór hópur segir að hlutfallið sé ekki
eins og hann vill, að það séu of margir ófaglærðir. Greinilegt
er að þessi hópur hefur áhuga á því að fjölga faglærðum
starfsmönnum á sínum vinnustað. Þetta hlutfall er hærra fyrir
veitingastaði á landsbyggðinni en í Reykjavík.
S T Y T T R A N Á M
Í framhaldi af umræðu um fjölgun faglærðra starfsmanna
er áhugavert að velta fyrir sér áhuga stjórnenda á framboði
á styttri námskeiðum fyrir starfsfólk sem myndi veita þeim
aukna færni í störfum sínum. Niðurstöður sýna greinilegan
áhuga stjórnenda á því en næstum þrír af hverjum fjórum
stjórnendum hafa mikinn áhuga á því. Stjórnendur í Reykja-
vík hafa meiri áhuga á að boðið væri upp á slík námskeið
en stjórnendur af landsbyggðinni. Þeir sem sögðust hafa
lítinn áhuga á slíkum námskeiðum voru spurðir nánar út í þá
afstöðu sína og nefndu þá nokkrir að styttri námskeið gætu
skemmt fyrir því fagnámi sem þegar er til staðar og nokkrir
að þeir héldu að tímasetningar námskeiða myndu henta illa.
Athyglisvert er að skoða þessar niðurstöður í samhengi við
það sem áður hefur komið fram að áhugi starfsfólks á að
mennta sig frekar innan síns geira er frekar lítill. Viðhorf
stjórnenda og starfsmanna til aukinnar menntunar starfs-
manna ríma því illa saman, líkt og sjá má af mynd 3.
Stjórnendur voru að lokum spurðir að hve miklu leyti
starfsmenn starfa undir beinni stjórn yfirmanns og að hve
miklu leyti þeir starfa sjálfstætt og var spurt um starfsfólk í
móttöku, eldhúsi, veitingasal og þvottum og þrifum. Greini-
legt er að fæstir starfsmenn vinna sjálfstætt í störfum sínum
en stærstur hluti starfsmanna í móttöku, eldhúsi, veitingasal
og þvottum og þrifum vinnur beint undir stjórn yfirmanns líkt
og sjá má á mynd 4. Það er í móttöku þar sem starfsmenn
starfa helst sjálfstætt en síst í veitingasal.
L O K A O R Ð
Niðurstöður rannsóknarinnar voru þáttur í stærra verkefni
sem unnið er að um færni í ferðaþjónustu. Ítarlegar niður-
stöður um eðli starfanna, sem ekki eru tíundaðar hér, munu
án efa nýtast vel í þeirri vinnu.
Af niðurstöðum má sjá að almennt er menntunarstig
starfsmanna innan ferðaþjónustunnar lágt og starfsaldurinn
er ekki hár. Þá eru álíka margir sem telja það líklegt og ólík-
Mynd 3. Viðhorf stjórnenda og starfsmanna til aukinnar
menntunar
Mynd 4. Vinna undir stjórn yfirmanns eða sjálfstætt
45,2%
41,4%
41,4%
41,4%
21,8%
20,4%
13,9%
11,7%
0% 100%
Starfsfólk í móttöku
Starfsfólk í þvottum og þrifum
Starfsfólk í eldhúsi
Starfsfólk í veitingasal
Bein stjórn yfirmanns Vinnur að hluta sjálfstætt Vinnur sjálfstætt
6,8%
20,2%
20,5%
50,6%
0% 100%
Mikill Í meðallagi Lítill
Áhugi stjórnenda á að boðið væri upp á
námskeið fyrir starfsfólk
Áhugi starfsfólks á að mennta sig frekar
innan starfsgeirans