Gátt - 2013, Side 37
37
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
að safna námseiningum á lengri til tíma til formlegra
námsloka hafi hann hug á því. Einnig er gert ráð fyrir
meiri sveigjanleika í útfærslu og innihaldi námsins allt
eftir áherslum fræðsluaðila.
Niðurstöðum úr tilraunaverkefni í ferðaþjónustu er ætlað að
vera yfirfæranlegar yfir á aðrar starfsgreinar og verða fyrir-
mynd um skipulag náms í framhaldsfræðslu ef vel tekst til.
M I S M U N A N D I T E G U N D I R V E R K -
E F N A
Verkefnin, sem lýst er hér á undan, eru þrenns konar:
• Kannanir, á aðstæðum tiltekins hóps og á þörf fyrir
fræðslu.
• Greiningar, á störfum og hæfnikröfum starfa.
• Námsskrárritun, sem byggist á undanfarandi greiningu.
Mynd 1 endurspeglar þessa skiptingu en hún sýnir bæði
hvernig verkefni vetrarins skiptast milli starfsgreina, hvert
eðli þeirra er og hvaðan fjármögnun kemur.
Kannanir
Maskína ehf. gerði kannanir þær sem hér er lýst og fólust
þær að mestu í spurningakönnunum en einnig í svokölluðu
fjarumræðuborði á netinu og djúpviðtölum. Niðurstöður má
finna á www.frae.is og einnig í umfjöllun annars staðar í
þessu riti.
Í könnun, sem gerð var meðal almenns starfsfólks í mat-
vælaiðnaði, kemur fram mikill áhugi á frekari menntun en
tæp 60% svara því til að þau hafi mjög mikinn eða frekar
mikinn áhuga á að mennta sig frekar. Svipaðar niðurstöður
komu fram þegar spurt var um áhuga á styttri námskeiðum
til að efla færni í starfi en þar svara 54,4% því að þau hafi
mikinn eða frekar mikinn áhuga á því. Meðalstarfsaldur
reyndist vera 8,67 ár og næstum helmingi svarenda finnst
líklegt að þeir verði enn starfandi innan greinarinnar eftir 5
ár. Könnunin fór fram á sjö stöðum á landinu og voru 356
einstaklingar spurðir. Svarhlutfall var 59,5%. Í svörum stjórn-
enda í matvælaiðnaði á fjarumræðuborði komu þó einnig
fram vísbendingar um að einhver hluti þess hóps, sem starfar
í greininni, sé illa staddur félagslega en þar voru svörin fá og
ekki rétt að draga of miklar ályktanir af þeim. Segja má að
þar sé viðfangsefni sem vert er að skoða.
Í könnun, sem gerð var meðal stjórnenda og starfs-
manna á gisti- og veitingastöðum, var megináherslan lögð
á að draga fram mynd af því hvaða störfum og verkefnum
almennir starfsmenn sinna. Fram kom að tæpur helmingur
stjórnenda segir að mjög fáir eða enginn starfsmaður í eld-
húsi sé með sveinspróf og þrír af hverjum fjórum stjórnenda
segir að það sama eigi við í veitingasal. Um 40% stjórnenda
segjast sáttir við skiptingu milli faglærðra og ófaglærða
á sínum vinnustað. Samkvæmt könnuninni eru verkefni
almennra starfsmanna oftast þess eðlis að nám á fyrsta
eða öðru þrepi væri góður undirbúningur fyrir starf þeirra.
Stjórnendur á þessum vinnustöðum sýndu mikinn áhuga á
námskeiðum fyrir starfsfólk sitt en svör starfsmanna endur-
spegluðu mun minni áhuga. Spurðir voru 503 starfsmenn
Fe
rð
aþ
jó
nu
st
a
Könnun Greining
A
A
B
Sk
óg
ræ
kt
Greining
Ma
tv
æ
la
ið
na
ðu
r
Könnun Greining
D
C
E
Há
se
ta
r
Greining
Greining
Ve
rs
lu
n
F
Námsskrá H G
Fjármögnun:
Þróunarsj.
framhaldsfr.
Starfsmenntasj.
Félagsmálarn.
MRN. Nám er
vinnandi vegur
Tilraunaverkefni í
ferðaþjónustu
Námsskrá
framhaldsfræðsla
Námsskrá
framhaldsskóli
Mynd 1. Yfirlit verkefna.