Gátt - 2013, Side 41

Gátt - 2013, Side 41
41 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 vinna á tölvur og sífellt eykst þörfin fyrir það að yfirmenn um borð hafi tölvuþekkingu. Þekking á tölvu- og upplýsingatækni er því nauðsynleg fyrir unga starfsmenn vilji þeir vinna sig upp og sinna starfi bátsmanns. Ekki gafst tími til að fara yfir færniþætti bátsmanns og greina á hvaða þrepi færniþættirnir eru en eftir umræður í hópunum og við bátsmennina sjálfa voru allir sammála um að oftast séu bátsmenn einu þrepi ofar en hásetar í þeim færniþáttum sem þeir eiga sameiginlega. S É R S T A Ð A S T A R F S I N S Þeir hásetar og bátsmenn sem þátt tóku í verkefninu nefndu að mikilvægt væri að gera öllum þeim sem hyggja á störf í greininni ljóst um hvað starfið snýst í heild sinni og „út í hvað menn séu að fara“. Þetta sé vinnustaður sem er ólíkur öllum öðrum hvað varðar aðstæður til bæði vinnu og samfélagsins sem starfsmenn tilheyra um borð. Þetta er ekki fyrir hvern sem er og nýir starfsmenn þurfa að vera hæfilega hræddir og varkárir því þetta eru hættulegar aðstæður og sjómenn mega í rauninni aldrei gleyma því að þeir eru með dauðann á hæl- unum eins og einn hópurinn orðaði það. Taka þyrfti þessa þætti fyrir í námi fyrir háseta auk þess sem nauðsynlegt væri að fara vel í samskipti og samstarf og það að „fúnkera“ um borð og í því samfélagi sem þar er. Sjómenn þurfa að láta sér koma saman við ólíka aðila um borð og það þýðir ekkert annað en að láta sér lynda því menn vinna og búa saman. Kenna mætti nýliðum og þeim sem stefna á störf í grein- inni og í rauninni eldri og reyndari mönnum líka verkun og snyrtingu á afla. Oft væru vankantar á vinnubrögðum og nýting ekki nógu góð að mati þeirra háseta og bátsmanna sem sátu í vinnuhópunum. Í námi fyrir háseta væri mikilvægt að fjalla um hreinlæti og gerlagróður og almennt hreinlæti í og við vinnslurými, þetta er þáttur sem mætti halda meira á lofti og minna sjómenn á. Þetta er auðvitað bara hluti af þeim þáttum sem mikilvægt er að bjóða upp á í starfsnámi fyrir háseta en þetta eru þeir þættir sem voru þátttakendum í verkefninu efst í huga. F R A M H A L D I Ð Það verður vonandi hægt að nýta þessar niðurstöður þannig að þær gagnist ekki eingöngu hásetum og bátsmönnum á frystitogurum heldur einnig þeim sem sinna þessum störfum á öðrum tegundum fiskiskipa. Mörg af þeim atriðum, sem fjallað er um hér að ofan, eru almenns eðlis og eiga að miklu leyti við um alla háseta til sjós, sama á hvernig skipum þeir starfa. Það er von þeirra sem komu að þessari vinnu að niður- stöðurnar nýtist sem allra best inn í það ferli sem fram undan er og við áframhaldandi vinnu FA við þróun starfsmenntunar fyrir háseta og bátsmenn. U M H Ö F U N D I N N Birna Vilborg Jakobsdóttir starfar sem verkefnastjóri at- vinnu lífs hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og sinnir þar þjónustu og ráðgjöf við fyrirtæki og atvinnulíf á svæðinu. Hún hefur lokið BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. A B S T R A C T The analysis was carried out for the Education and Training Service Centre early in 2013 and involved an investigation into what were the most important factors in the work of deckhands and sailors and what kind of skills were needed to improve these factors and their work as a whole as well as research into what this group were looking for in terms of education and training and what had been on offer in pre- vious years. The analysis was carried out by the Centre for Lifelong Learning on Suðurnes Peninsula with valuable sup- port from SÍMEY and the Westfjords Education Centre. Also involved in the project were the Association of Icelandic Sea- men and the Federation of Icelandic Fishing Vessel Owners. Færniþáttur: Þrep Að vinna að lausnum 2 Að vinna undir álagi 2 Aðlögunarhæfni 3 Ákvarðanataka 1 Frumkvæði 2 Gagnvirk samskipti 2 Natni og nákvæmni 1 Samvinna 1 Sjálfstraust 1 Vöruþekking 1 Þekking á starfsumhverfi 1 Öryggisvitund 3 Tafla 1. Yfirlit yfir færniþætti og þrep
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.