Gátt - 2013, Side 42

Gátt - 2013, Side 42
42 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 V I Ð M I Ð A R A M M I U M N Á M Með lögum um framhaldsfræðslu árið 2010 er gert ráð fyrir að námsskrár fyrir framhaldsfræðslu verði settar á hæfni- þrep sem eru skilgreind með hliðsjón af hæfni sem náms- menn eiga að hafa náð við lok hvers þreps. Með lögum um háskóla árið 2006 og framhaldsskóla árið 2008 eru námslok innan formlega menntakerfisins tengd við hæfniþrep. Lýsing á hæfniþrepum fyrir framhaldsskóla er birt í aðalnámsskrá framhaldsskóla og fyrir háskóla í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður (Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi, 2013). Hins vegar hafa lýsingar á hæfniþrepum ekki verið gerðar fyrir framhaldsfræðslu. Námslok fyrir framhaldsfræðslu hafa ekki verið skilgreind og þar með ekki hvað námsskrá eða námsleið þarf að uppfylla til að hægt sé að tala um námslok á þrepi. Hæfniþrepum er ætlað að tryggja stíganda í námi og vera leiðbeinandi við gerð námslýsinga, námsbrauta og náms- skráa. Þau eru einnig upplýsandi fyrir hagsmunaaðila, s.s. námsmenn, skóla og atvinnulíf um hæfni sem má búast við að námi loknu. Auk þess geta þau verið hvatning til frekara náms. Hæfniramminn er tengdur við evrópskan hæfniramma (European Qualifications Framework, EQF). Íslenski ramminn er á sjö þrepum en sá evrópski á átta þrepum (Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi, 2013). Hæfniramminn lýsir, á mælanlegan hátt, þekkingu, leikni og hæfni á ákveðnu námssviði í stigvaxandi þrepum sem eiga að vera sambærileg milli stofnana og landa. Til- gangurinn er að gera árangur í námi gagnsæjan og yfir- færanlegan og auðvelda allan samanburð og samvinnu milli skipulagsheilda, stofnanna og landa (Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, 2011). Þrjátíu Evrópulönd, þ.m.t. Ísland, vinna að því að tengja hæfniþrep sín við evrópska hæfnirammann. Lagt er upp með að hver hæfnirammi endurspegli menntakerfi landsins (Hæfnirammi um íslenskt menntakerfi, 2013). H Æ F N I V I Ð M I Ð Lykilhugtak nýju námsskránna er hæfniviðmið, sem er íslenskun á enska hugtakinu learning outcome. Hæfnivið- mið er skilgreint sem „sú þekking, leikni og/eða færni sem einstaklingur hefur áunnið sér og/eða er fær um að sýna fram á eftir að námi lýkur, hvort sem um er að ræða form- Halla Valgeirsdóttir HALLA VALGEIRSDÓTTIR N Á M S S K R Á R – N Ý N Á L G U N O G N Ý F R A M S E T N I N G Í þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA er eitt af verkefnum Fræðslumiðstöðvarinnar að semja námsskrár og námslýsingar og vinna með öðrum að þróun þeirra (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2010). Frá árinu 2003 hafa yfir 39 námsskrár verið gefnar út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námsskrárnar eru fjölbreyttar og ná til breiðs sviðs atvinnulífsins. Um er að ræða starfs- tengt nám til dæmis í ferðaþjónustu, skrifstofugreinum, fiskvinnslu, verslunargreinum og félags- og heilbrigðisgreinum. Einnig eru í boði námsleiðir sem byggjast á almennum greinum eins og íslensku, stærðfræði, ensku og tölvu- og upplýsingatækni. Námsskrár FA hafa verið skrifaðar í samræmi við gæðaviðmið miðstöðvarinnar frá 2006. Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins starfaði sérstök matsnefnd um vottun námsskráa Fræðslumiðstöðvarinnar. Hún var lögð niður á vormánuðum 2012 á grundvelli nýrra laga um framhaldsfræðslu (Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010). Í reglugerð með lögunum kemur fram að námsskrá skuli unnin í samræmi við gæðaviðmið sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur (Reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011). Viðmiðin komu út í september 2013 (Viðmið um gerð námskráa í framhaldsfræðslu, 2013). Þess vegna hafa allar námsskrár Fræðslumiðstöðvarinnar frá árinu 2012 fengið vottun til tilraunakennslu í eitt ár í senn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.