Gátt - 2013, Síða 47

Gátt - 2013, Síða 47
47 Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 í daglegu lífi allra hvort sem er í einkalífi eða á vinnumarkaði og eru yfirfæranlegir, í þeirri merkingu að þeir nýtast á hvaða vettvangi sem er. H V E R N I G E R S T A Ð A N Í E V R Ó P U ? Ef niðurstöður eru skoðaðar einvörðungu út frá gögnum þeirra aðildarlanda Evrópusambandsins sem tóku þátt í könnuninni má sjá að 20% vinnuaflsins býr yfir lítilli kunn- áttu í læsi og talnalæsi og 25% vinnuafls skortir kunnáttu og getu til að nota upplýsingatækni við úrlausn daglegra verk- efna. Töluverður munur er á milli landa hvað þetta varðar og birtist sá munur meðal annars í því að kunnátta einstaklinga, sem eru nýútskrifaðir úr framhaldsskóla, er í sumum löndum svipuð eða betri heldur en kunnátta nýútskrifaðra háskóla- stúdenta í öðrum löndum. Þannig er læsisgeta nýútskrifaðra framhaldsskólanema í Finnlandi og Hollandi betri heldur en læsisgeta nýútskrifaðra háskólastúdenta á Spáni og Ítalíu. Þá er líka athyglisvert að læsiskunnátta drengja í Evrópu- sambandslöndunum sautján virðist aukast eftir því sem þeir eldast því niðurstöður PIAAC sýna lítinn sem engan mun á læsiskunnáttu ungra manna og kvenna þrátt fyrir að niður- stöður PISA hafi iðurlega sýnt annað, þ.e. að læsiskunnátta drengja væri slakari en stúlkna. Æ V I M E N N T U N T A K I V I Ð A Ð L O K - I N N I G R U N N M E N N T U N Almennt sýna niðurstöður PIAAC að skýr tengsl eru á milli aukinnar grunnleikni og betri afkomu einstaklings. Þannig eru einstaklingar sem búa yfir lítilli læsisgetu líklegri til að hafa lágar tekjur, vera við lélega heilsu, taka síður virkan þátt í samfélaginu og bera minna traust til annarra heldur en þeir sem eru sterkari í læsi. Þá voru um 80% einstaklinga með læsisgetu á 4. eða 5. stigi með atvinnu á meðan helmingur einstaklinga með læsisgetu á 1. stigi var í starfi. Hvort það er félagslegi bakgrunnurinn sem hefur áhrif á getu, eða hitt, að skortur á getu leiði til verri félagslegrar afkomu einstak- lings verður ekki svarað með niðurstöðum PIAAC en engu að síður er nauðsynlegt að finna leiðir til að rjúfa vítahring- inn. Þátttaka í fullorðinsfræðslu og ævimenntun er meðal annars talin vera leið að viðhaldi lykilhæfni og grunnleikni og leggur OECD þess vegna til að stjórnvöld hugi bæði að því að tryggja hágæða grunnmenntun þegnanna en byggi sam- hliða upp kerfi ævimenntunar þar sem allir hafa möguleika á að halda við og endurnýja þekkingu sína og hæfni. Þá eru atvinnurekendur einnig hvattir til að huga vel að símenntun og þjálfun starfsfólks og að tengja saman þjálfun í grunn- leikni og dagleg verkefni á vinnustað. V I R K N Á M S - O G S T A R F S R Á Ð G J Ö F O G G O T T A Ð G E N G I A Ð U P P L Ý S - I N G U M OECD hvetur til þess að byggð verði upp hágæða náms- og starfsráðgjöf þar sem einstaklingum er leiðbeint um störf og leiðir til menntunar og þjálfunar. Þá sé nauðsynlegt að gera upplýsingar um störf og nám aðgengilegar, sér í lagi fyrir þann hóp sem verst stendur með grunnleikni og lykilhæfni. Eins er lagt til að hæfni einstaklinga verði viðurkennd og vottuð formlega því það hvetji til frekara náms og þjálfunar. Gegnsæir staðlar, sem byggja á viðmiðaramma um hæfni og áreiðanlegar matsaðferðir eru nauðsynlegar til að þetta megi ganga upp. Mat á raunfærni getur einnig skv. OECD stytt þann tíma sem þarf til að byggja upp ákveðna hæfni eftir við- miðaramma og þannig minnkað þann kostnað sem annars hlytist af ónauðsynlegu námi og þjálfun. Þessar ábendingar OECD samræmast að mörgu leyti verkefnum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem eru meðal annars að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna og auka aðgengi að námi. Þá eru ábendingarnar einnig fyllilega í takt við markmið IPA-verkefnis FA um að koma á fót gagnagrunni um störf og nám og áframhaldandi þróun raunfærnimats þar sem raunfærni fólks á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi er dregin fram og metin. N O R R Æ N T S A M S T A R F U M P I A A C Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar (ráðherranefndir um vinnumarkað og menntun) hefur um árabil verið unnið að undirbúningi norræns gagnagrunns um grunnleikni full- orðinna. Grunnurinn mun byggja á upplýsingum úr PIAAC- könnuninni sem hægt er að tengja samanburðarhæfum gagnaskrám frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Upplýsingar verða uppfærðar annað hvert ár og er ætlunin að birta fyrstu skýrslu byggða á upplýsingum úr grunninum árið 2014. Þá munu fræðimenn geta sótt um sér- stakan rannsóknaraðgang að gagnasafninu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.