Gátt - 2013, Page 51
51
Þ R Ó U N F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N A R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
vottana vaxi að umfangi. Um það bil helmingur þeirra þjóða
sem eru að innleiða viðmiðaramma gefa til kynna að við-
miðarammarnir verði opnir einkafyrirtækjum og óformlegum
stofnunum í náinni framtíð.
4. Viðmið starfa
Með notkun gæðakerfa verður ávallt að beina sjónum að
endurskoðun og endurnýjun menntunar, að uppfærslu
starfaviðmiða og að þjálfun. Það veltur á samstarfi atvinnu-
lífsins og fræðsluaðila að sjá til þess að starfaviðmiðin séu
rétt (eins og gert er í Austurríki, Þýskalandi, Finnlandi og
Svíþjóð). Þetta er mikilvægt til þess að auka gildi og traust
á hæfisvottunum. Guðmunda Kristinsdóttir skrifar um hæfni-
kröfur starfa í grein hér í Gátt.
Val á stefnu: Ólík tækifæri, sameiginlegt
markmið
Ör þróun viðmiðaramma sem byggja á hæfniviðmiðum
gefur til kynna hvar áherslur Evrópu liggja, þ.e. að gera
hæfisvottun auðskiljanlega (gagnsæja) og sambærilega
milli landa til þess að fjölga tækifærum til að flytjast á milli
landa, á milli menntunar- og þjálfunarstofnana og milli ólíkra
námsleiða. Til þess að gera þetta kleift verða viðmiðarammar
og gangverk gæðakerfa að vinna kerfisbundið saman til að
renna stoðum undir traust á hæfisvottun.
Ýmsir hagsmunaðilar í menntun og þjálfun og aðilar
sem meta hæfi (bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum)
verða að vinna saman. Ákvörðun Íra um að setja á laggirnar
sérstaka stofnun um mat á hæfi og tryggingu gæða stað-
festir að gæðaeftirlit varðar ekki aðeins öll þrep og tegundir
hæfis heldur er það einnig nauðsynlegt til þess að tryggja að
vottunarferlið sé grundvöllur trausts.
Þróun evrópsks stjórnskipulags menntunar og þjálfunar
getur styrkt tengslin á milli gæðastarfs og viðmiðaramma um
hæfni með því að samstilla viðtekin gæðaviðmið. Samræður
allra hagsmunaaðila geta bætt gæði með því að taka tillit til
þeirra fjögurra vídda sem útlistaðar hafa verið hér að framan
þ.e. gæða hæfniviðmiða, gæða mats og staðfestingar, gæða
viðurkenndra vottunaraðila – eða stofnunarinnar sem stað-
festir hæfið, og gæði starfaviðmiða.
H E I M I L D
Cedefop. (2013). Briefing Note Marsh 2013: Quality: a requirement for gene-
rating trust in qualifications. Sótt 4. nóvember af http://www.cedefop.
europa.eu/EN/publications/21183.aspx
N Á N A R I U P P L Ý S I N G A R :
Qualifications frameworks in Europe: an instrument for transparancy and
change (2012): http://www.cedefop.europa.eu/EN/publications/20509.
aspx
International qualifications (2012): http://www.cedefop.europa.eu/EN/
publications/20265.aspx
Trends in VET policy in Europe (2012): http://www.cedefop.europa.eu/EN/
publications/20814.aspx
Criteria and procedures for referencing national qualifications levels to the
EQF: http://ec.europa.eu/education/lifelong-learning-policy/doc/eqf/
criteria_en.pdf.
Recommendation on the validation of non-formal and informal
learning: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=-
OJ:C:2012:398:0001:0005:EN:PDF
Quality and Qualifications Ireland (QQI) http://www.qqi.ie/About/Pages/
default.aspx