Gátt - 2013, Síða 56
56
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
þungun eða erfið meðganga, fór í annan skóla eða sýndar-
brotthvarf, andleg veikindi, líkamleg veikindi, persónulegar
ástæður, náði ekki að mynda tengsl eða vanlíðan í skóla,
og að lokum neysla eða meðferð. Áttu þessir þættir við hjá
báðum hópum í langflestum tilfellum. Athygli vakti að þrátt
fyrir að þátttakendur á vorönn hafi verið hátt í þriðjungi
færri en þátttakendur á haustönn þá komu nær sömu þættir
varðandi ástæður brotthvarfs fram í svörum á milli anna.
Þættirnir erfiðar heimilisaðstæður og ónógur undirbúningur
voru þeir einu sem komu ekki fram í svörum þátttakenda á
vorönn, en þá bættist við einn nýr þáttur sem voru persónu-
legar ástæður. Andleg veikindi spönnuðu þrjá undirþætti,
það eru þunglyndi, þunglyndi og kvíða og þunglyndi, kvíða
og félagsfælni. Hér verður gerð nánar grein fyrir þeim þáttum
sem komu oftast fyrir í svörum nemenda þegar þeir nefndu
ástæður brotthvarfs.
Á haustönn nefndu 28% nemenda fjárhagsástæður sem
ástæðu brotthvarfs en 37% á vorönn. Einnig nefndu 35%
nemenda á haustönn andleg veikindi sem ástæðu brotthvarfs
en 37% á vorönn. Andleg veikindi, sérstaklega þunglyndi og
kvíði, og fjárhagsástæður eru þeir tveir þættir sem skáru sig
úr svörum nemenda sem algengustur ástæður brotthvarfs og
á það bæði við nemendur VMST og nemendur á aldrinum
18–24 ára. Þar á eftir komu ástæðurnar nám ekki við hæfi
áhuga eða getu, sem 29% nemenda á haustönn svöruðu til
um og 14% að vori, námsörðugleikar eða ADHD, sem 17%
nemenda á haustönn svöruðu til um og 24% að vori, og
atvinna sem 14% nemenda að hausti svöruðu til um og 22%
að vori. Þetta eru þeir fimm þættir sem nemendur nefndu
oftast og skipti ekki máli hvort um var að ræða nemendur
VMST eða 18–24 ára nemendur, sem bendir til að líkindi hafi
verið með hópunum þó að þátttöku þeirra í átaksverkefninu
hafi borið að með mismunandi hætti. Gott er að hafa í huga
að hver nemandi gat nefnt fleiri en eina ástæðu brotthvarfs,
sem flestir gerðu, og því eru prósentutölurnar hlutfall af
heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni.
Ástæðurnar sem nemendur gáfu upp til skýringar á
brotthvarfi tengdust margar hverjar á einn eða annan hátt.
Þannig héldust ástæðurnar atvinna og fjárhagsástæður
mjög sterkt í hendur í svörum beggja hópa. Eins töluðu
margir nemendur um kostnaðarsamar skuldbindingar sem
þeir þyrftu að standa í skilum með, samanber íbúðarleigu,
afborgun af bílaláni eða greiðslur annarra skulda. Einnig var
algengt í svörum VMST nemenda að þeir hefðu fjölskyldu á
framfæri sínu og því var atvinna tekin fram yfir nám. Þá kom
fram að óvissa um framfærslu meðal VMST nemenda á vor-
önn hafði áhrif á brotthvarf og var þá vísað í að dregist hafði
að koma hugmyndum um fyrirkomulag framfærslusjóðs
átaksins á framfæri til nemenda. Algengt var meðal 18–24
ára hópsins að nemendur hefðu unnið hlutavinnu með námi
og talsvert margir áttu erfitt með að samhæfa atvinnu og
nám. Þá gerðist það oftar en ekki að nemendur hættu námi
og bættu við sig vinnu.
Ástæðurnar námsörðugleikar eða ADHD og féll á mæt-
ingu eða vísað úr skóla héldust einnig í hendur, og algengast
var að nemendur töluðu um að lesblinda hamlaði námsgengi
þeirra þegar rætt var um námsörðugleika. ADHD hefur ekki
verið skilgreint sem námsörðugleiki en hafði vissulega áhrif
á námsgengi nemendahópsins. Einnig kom fram í orðum
nemenda að þeim hafði verið vísað úr skóla vegna lélegrar
skólasóknar. Þemað nám ekki við hæfi tengdist þar að auki
þessum tveimur flokkum, en þar var ýmist um að ræða að
nám hæfði ekki áhuga eða getu, eða að nemendur upplifðu
námsleiða eða áhugaleysi gagnvart náminu sem þeir voru
skráðir í. Það hafði svo aftur bein áhrif á mætingu. Þó svo
að þessi þáttur hafi bæði komið fram hjá VMST og 18–24
ára hópnum, þá er vert að geta þess að mæting meðal VMST
nemendahópsins var talsvert betri en meðal 18–24 ára
Atvinna
Fjárhagsástæður/örðuleikar
Námsörðuleikar/ADHD
Nám ekki við hæfi
Féll á mætingu/vísað úr skóla
Veikindi barna + einstætt foreldri
Þungun/erfið meðganga
Fór í annan skóla/sýndarbrotthvarf
Andleg veikindi
Líkamleg veikindi
Erfiðar heimilisaðstæður
Náði ekki að mynda tengsl/vanlíðan í skóla
Ekki nægilegur undirbúningur
Neysla/meðferð
Persónulegar ástæður
0% 5% 10%
H2011
V2012
15% 20% 25% 30% 35% 40%
Ástæður brotthvarfs