Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 56

Gátt - 2013, Blaðsíða 56
56 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 þungun eða erfið meðganga, fór í annan skóla eða sýndar- brotthvarf, andleg veikindi, líkamleg veikindi, persónulegar ástæður, náði ekki að mynda tengsl eða vanlíðan í skóla, og að lokum neysla eða meðferð. Áttu þessir þættir við hjá báðum hópum í langflestum tilfellum. Athygli vakti að þrátt fyrir að þátttakendur á vorönn hafi verið hátt í þriðjungi færri en þátttakendur á haustönn þá komu nær sömu þættir varðandi ástæður brotthvarfs fram í svörum á milli anna. Þættirnir erfiðar heimilisaðstæður og ónógur undirbúningur voru þeir einu sem komu ekki fram í svörum þátttakenda á vorönn, en þá bættist við einn nýr þáttur sem voru persónu- legar ástæður. Andleg veikindi spönnuðu þrjá undirþætti, það eru þunglyndi, þunglyndi og kvíða og þunglyndi, kvíða og félagsfælni. Hér verður gerð nánar grein fyrir þeim þáttum sem komu oftast fyrir í svörum nemenda þegar þeir nefndu ástæður brotthvarfs. Á haustönn nefndu 28% nemenda fjárhagsástæður sem ástæðu brotthvarfs en 37% á vorönn. Einnig nefndu 35% nemenda á haustönn andleg veikindi sem ástæðu brotthvarfs en 37% á vorönn. Andleg veikindi, sérstaklega þunglyndi og kvíði, og fjárhagsástæður eru þeir tveir þættir sem skáru sig úr svörum nemenda sem algengustur ástæður brotthvarfs og á það bæði við nemendur VMST og nemendur á aldrinum 18–24 ára. Þar á eftir komu ástæðurnar nám ekki við hæfi áhuga eða getu, sem 29% nemenda á haustönn svöruðu til um og 14% að vori, námsörðugleikar eða ADHD, sem 17% nemenda á haustönn svöruðu til um og 24% að vori, og atvinna sem 14% nemenda að hausti svöruðu til um og 22% að vori. Þetta eru þeir fimm þættir sem nemendur nefndu oftast og skipti ekki máli hvort um var að ræða nemendur VMST eða 18–24 ára nemendur, sem bendir til að líkindi hafi verið með hópunum þó að þátttöku þeirra í átaksverkefninu hafi borið að með mismunandi hætti. Gott er að hafa í huga að hver nemandi gat nefnt fleiri en eina ástæðu brotthvarfs, sem flestir gerðu, og því eru prósentutölurnar hlutfall af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni. Ástæðurnar sem nemendur gáfu upp til skýringar á brotthvarfi tengdust margar hverjar á einn eða annan hátt. Þannig héldust ástæðurnar atvinna og fjárhagsástæður mjög sterkt í hendur í svörum beggja hópa. Eins töluðu margir nemendur um kostnaðarsamar skuldbindingar sem þeir þyrftu að standa í skilum með, samanber íbúðarleigu, afborgun af bílaláni eða greiðslur annarra skulda. Einnig var algengt í svörum VMST nemenda að þeir hefðu fjölskyldu á framfæri sínu og því var atvinna tekin fram yfir nám. Þá kom fram að óvissa um framfærslu meðal VMST nemenda á vor- önn hafði áhrif á brotthvarf og var þá vísað í að dregist hafði að koma hugmyndum um fyrirkomulag framfærslusjóðs átaksins á framfæri til nemenda. Algengt var meðal 18–24 ára hópsins að nemendur hefðu unnið hlutavinnu með námi og talsvert margir áttu erfitt með að samhæfa atvinnu og nám. Þá gerðist það oftar en ekki að nemendur hættu námi og bættu við sig vinnu. Ástæðurnar námsörðugleikar eða ADHD og féll á mæt- ingu eða vísað úr skóla héldust einnig í hendur, og algengast var að nemendur töluðu um að lesblinda hamlaði námsgengi þeirra þegar rætt var um námsörðugleika. ADHD hefur ekki verið skilgreint sem námsörðugleiki en hafði vissulega áhrif á námsgengi nemendahópsins. Einnig kom fram í orðum nemenda að þeim hafði verið vísað úr skóla vegna lélegrar skólasóknar. Þemað nám ekki við hæfi tengdist þar að auki þessum tveimur flokkum, en þar var ýmist um að ræða að nám hæfði ekki áhuga eða getu, eða að nemendur upplifðu námsleiða eða áhugaleysi gagnvart náminu sem þeir voru skráðir í. Það hafði svo aftur bein áhrif á mætingu. Þó svo að þessi þáttur hafi bæði komið fram hjá VMST og 18–24 ára hópnum, þá er vert að geta þess að mæting meðal VMST nemendahópsins var talsvert betri en meðal 18–24 ára Atvinna Fjárhagsástæður/örðuleikar Námsörðuleikar/ADHD Nám ekki við hæfi Féll á mætingu/vísað úr skóla Veikindi barna + einstætt foreldri Þungun/erfið meðganga Fór í annan skóla/sýndarbrotthvarf Andleg veikindi Líkamleg veikindi Erfiðar heimilisaðstæður Náði ekki að mynda tengsl/vanlíðan í skóla Ekki nægilegur undirbúningur Neysla/meðferð Persónulegar ástæður 0% 5% 10% H2011 V2012 15% 20% 25% 30% 35% 40% Ástæður brotthvarfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.