Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 59

Gátt - 2013, Qupperneq 59
59 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 T Æ K N I F R A M F A R I R Tækniframfarir hafa orðið gífurlegar á seinni hluta síðustu aldar. Í kjölfarið hefur alheimsvæðingunni vaxið fiskur um hrygg og hefur hún verið skilgreind sem flæði tækni, efna- hags, þekkingar og fólks og gilda þvert á landamæri (Harman, 2004). Litið er svo á að efnahagslegri hagsæld megi ná með uppbyggingu þekkingarþjóðfélaga þar sem efnahagslegar hindranir milli landa séu ekki til staðar. Heimurinn er eitt alheimsmarkaðssvæði þar sem þekking, fólk og tækni flyst á milli, óháð landamærum (Fitzsimons, 2006). Þessi markaðs- væðing vestrænna þjóðfélaga er eitt af megineinkennum síðustu aldar. Markaðssvæði hafa stækkað, út yfir landa- mæri, og í dag má tala um að heimurinn sé einn alþjóðlegur markaður (Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, 2006). Háskólar hafa í auknum mæli nýtt sér þær tæknifram- farir og þá áherslu sem vestræn stjórnvöld leggja á háskóla- menntun sem grunn að efnahagslegri hagsæld. Víða hafa háskólar fært út kvíarnar og gert háskólamenntun að útflutn- ingsvöru. Má þar nefna háskóla í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu. Ástralir hafa til dæmis unnið að því að fjölga erlendum nemendum við háskóla heima fyrir og þá aðallega nemendum frá Austur-Asíu. Aðferðirnar sem háskólar í þessum löndum beita er að opna útibú í öðrum löndum eða efla fjarnám sitt (Harman, 2004). Fjarnámið er það tæki sem háskólar geta notað í þessu sambandi. Það er markaðssett sem einn valkostur í námi, sveigjanlegt og sniðið að þörfum og kröfum hvers og eins (Duke, 2002). Samkvæmt lögum um háskóla á Íslandi sem tóku gildi þann 1. júlí 2006 er hlutverk háskóla „að stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls“ (Alþingi, 2007). Því er nauðsynlegt að skoða hvort, og þá hvernig, háskólar hafa stuðlað að eflingu háskólamennt- unar á Íslandi. Eitt af því sem háskólar hafa gert er að efla fjarnám á háskólastigi og nú er svo komið að flestir háskólar í landinu bjóða allt eða hluta af námi sínu í fjarnámi (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2001, Hagstofa, 2013). Einnig stuðlar Háskóli Íslands að öflugu rannsóknarstarfi á landsbyggðinni í gegnum Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands, en setrin eru staðsett víðs vegar um landið. ANNA GUÐRÚN EDVARDSDÓTTIR U M T E N G S L M E N N T U N A R , F J A R N Á M S O G B Y G G Ð A Þ R Ó U N A R Alþjóðavæðingin hefur haft þau áhrif að heimurinn er orðinn eitt alheimsmarkaðssvæði þar sem þekking, fólk og tækni flyst á milli landa óháð landamærum. Tækniframfarir, og þá sérstaklega internetið, hafa gert alheimsvæðinguna mögulega. Núorðið er litið svo á að uppbygging þekkingarþjóðfélaga stuðli að efnahagslegri hagsæld. Því leggja vestræn þjóð- félög áherslu á að efla háskólamenntun sem lið í þessari uppbyggingu og eru háskólar nú í þeirri aðstöðu að gegna lykilhlutverki í efnahagslegri hagsæld íbúa og samfélaga. Innan veggja þeirra verða sköpuð framtíð og hagvöxtur þjóða og samfélaga. Þetta nýja hlutverk háskóla hefur í för með sér að krafa um að þjóna öllum þegnum samfélagsins hefur aukist, jafnframt kröfunni um að efla þjónustu við dreifðar byggðir. Háskólar hafa því brugðið á það ráð að opna útibú í öðrum löndum eða nýtt tæknina og boðið upp á allt eða hluta af sínu námi með fjarnámssniði. Þessi grein fjallar um þróun fjarnáms, bæði hér á landi og erlendis og leitast við að svara þeirri spurningu hvort uppbygging háskólamenntunar í formi fjarnáms hafi haft þau áhrif að háskólamenntuðu fólki eða störfum hafi fjölgað á landsbyggðinni. Í því sambandi er sérstaklega fjallað um háskólamenntaðar konur á landsbyggðinni, en þær nýta sér fjarnámsmöguleikann í meira mæli en karlar. Anna Guðrún Edvardsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.