Gátt - 2013, Qupperneq 68
68
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
auka vitund um mikilvægi gæða í fullorðinsfræðslu og starfs-
menntun. Þó nokkrum sinnum er minnst á RECALL verkefnið
og afurð þess Evrópska gæðamerkið EQM sem verkefni/
verkfæri sem geta nýst við þróun gæðavottunar fræðslu-
aðila, uppbyggingu gæðamenningar þar sem sjálfsmat og
samræður eru lykilþættir í EQM, til að byggja upp gæðavið-
mið fyrir vinnustaðanám (e. work-based learning/in-service
training) og til að auka samlegðaráhrif með Evrópska við-
miðarammanum (EQF1) og Evrópsku einingarkerfi fyrir starfs-
menntun (ECVET2). Samkvæmt QALLL virðist EQM því eiga
framtíðina fyrir sér.
E V R Ó P S K T S A M S T A R F U M Þ R Ó U N
O G Ú T B R E I Ð S L U E Q M
Árið 2011 hlaut FA styrk úr Leonardo da Vinci hluta Mennta-
áætlunar ESB til að leiða samstarfsverkefnið European
Quality Mark for non-formal learning providers – further
development. Styrkurinn var til tveggja ára og samstarfs-
aðilar voru frá Noregi, Litháen, Ítalíu, Eistlandi, Tyrklandi og
Íslandi (FA og Landsmennt). Markmiðið með verkefninu var
meðal annars að kanna frekari þróun á EQM innan óform-
lega menntakerfisins í Evrópu og að leita svara við því hvers
konar miðlægt samstarf sé nauðsynlegt til að tryggja frekari
útbreiðslu kerfisins.
Samstarfsaðilar lögðu sig fram um að kynna EQM bæði
í heimalöndum og á fjölþjóðlegum ráðstefnum sem QALLL
hópurinn hélt í Berlín og Vín. Þá bauð eistneska mennta-
málaráðuneytið fulltrúum úr samstarfsnetinu að kynna
EQM á ráðstefnu í Tallinn í desember 2012 og fjallaði erindi
íslenska fulltrúans um reynsluna af innleiðingu EQM hér á
landi, enda er Ísland sem stendur eina landið sem hefur náð
að innleiða EQM gæðavottunarkerfið að fullu.
EQM samstarfsverkefninu lauk formlega um mitt ár 2013
og var lokafundurinn haldinn hér á landi um miðjan júní. Á
fundinum undirrituðu samstarfsaðilarnir yfirlýsingu þar sem
þeir lýstu yfir fullum vilja til frekara samstarfs um þróun EQM
viðmiðanna og EQM vottunarferlisins og að þeir muni vinna
áfram að útbreiðslu og kynningu á EQM kerfinu.
1 European Qualification Framework.
2 European Credit System for Vocational Education and Training.
A U K I N V I T U N D U M M I K I L V Æ G I
G Æ Ð A Í F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L U
Almenn vitund um mikilvægi þess að starfsmenn viðhaldi
kunnáttu sinni og geti tileinkað sér ný vinnubrögð hratt og
vel hafa aukið umræðu um gæði og gæðaeftirlit í fullorðins-
fræðslu. Ekki sé nóg að skilgreina gæði huglægt út frá vænt-
ingum einstaklings til tiltekinnar vöru eða þjónustu heldur
verði að skilgreina gæði náms innan fullorðinsfræðslunnar
hlutlægt með hliðsjón af fyrirfram skilgreindum viðmiðum
eða stöðlum. Þegar lög um framhaldsfræðslu voru samþykkt
árið 2010 bættist við fimmta grunnstoð íslenska menntakerf-
isins þar sem framhaldsfræðslan var hliðsett öðrum grunn-
stoðum þ.e. skólastigunum fjórum, leik-, grunn-, framhalds-
og háskóla. Eitt af meginmarkmiðum laganna og reglugerðar
um framhaldsfræðslu sem fylgdi í kjölfarið var að auka gæði
og með viðurkenningu fræðsluaðila er staðfest að starfsemi
hans uppfyllir skilyrði laga um framhaldsfræðslu. Viðurkenn-
ing og gæðavottun fræðsluaðila eykur trúverðugleika og
skapar traust sem er að mati Stofnunar Evrópusambandsins
um þróun starfsmenntunar (Cedefop) undirstaða þess að
hæfnimiðað námsmat verði að veruleika og að hæfni sem
einstaklingur tileinkar sér, hvort sem er með námi eða þátt-
töku á vinnumarkaði, verði metin að fullu.
Í endurnýjaðri áætlun Evrópuráðsins um fræðslu full-
orðinna sem kom út árið 2011 er mikil áhersla lögð á að
efla gæði fullorðinsfræðslu meðal annars með gæðavottun
fræðsluaðila, aukinni ráðgjöf og þjálfun leiðbeinenda og í
október sama ár setti framkvæmdastjórn ESB á laggirnar sér-
stakan vinnuhóp sem er ætlað að þróa viðmiðaramma um
gæði í fullorðinsfræðslu og gefa út handbók með tillögum
um stefnumótandi aðgerðir til að tryggja gæði. Niðurstöður
vinnuhópsins eru væntanlegar í árslok 2013.
H V E R T E R S V O F R A M H A L D I Ð H J Á
F A ?
Framundan hjá FA er vinna við þróun og endurbætur á EQM
kerfinu, enda er gæðakerfi gagnslaust ef ekki er stöðugt leit-
ast við að betrumbæta það. Í þróunarvinnunni verður hlið-
sjón höfð af þeim ábendingum sem komið hafa fram, bæði
frá notendum og úttektaraðilum, en einnig verður tekið mið
af tillögum QALLL samstarfsnetsins og niðurstöðum vinnu-
hóps ESB um þróun viðmiðaramma um gæði í fullorðins-
fræðslu. Þá vinnur FA í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa