Gátt - 2013, Page 68

Gátt - 2013, Page 68
68 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 auka vitund um mikilvægi gæða í fullorðinsfræðslu og starfs- menntun. Þó nokkrum sinnum er minnst á RECALL verkefnið og afurð þess Evrópska gæðamerkið EQM sem verkefni/ verkfæri sem geta nýst við þróun gæðavottunar fræðslu- aðila, uppbyggingu gæðamenningar þar sem sjálfsmat og samræður eru lykilþættir í EQM, til að byggja upp gæðavið- mið fyrir vinnustaðanám (e. work-based learning/in-service training) og til að auka samlegðaráhrif með Evrópska við- miðarammanum (EQF1) og Evrópsku einingarkerfi fyrir starfs- menntun (ECVET2). Samkvæmt QALLL virðist EQM því eiga framtíðina fyrir sér. E V R Ó P S K T S A M S T A R F U M Þ R Ó U N O G Ú T B R E I Ð S L U E Q M Árið 2011 hlaut FA styrk úr Leonardo da Vinci hluta Mennta- áætlunar ESB til að leiða samstarfsverkefnið European Quality Mark for non-formal learning providers – further development. Styrkurinn var til tveggja ára og samstarfs- aðilar voru frá Noregi, Litháen, Ítalíu, Eistlandi, Tyrklandi og Íslandi (FA og Landsmennt). Markmiðið með verkefninu var meðal annars að kanna frekari þróun á EQM innan óform- lega menntakerfisins í Evrópu og að leita svara við því hvers konar miðlægt samstarf sé nauðsynlegt til að tryggja frekari útbreiðslu kerfisins. Samstarfsaðilar lögðu sig fram um að kynna EQM bæði í heimalöndum og á fjölþjóðlegum ráðstefnum sem QALLL hópurinn hélt í Berlín og Vín. Þá bauð eistneska mennta- málaráðuneytið fulltrúum úr samstarfsnetinu að kynna EQM á ráðstefnu í Tallinn í desember 2012 og fjallaði erindi íslenska fulltrúans um reynsluna af innleiðingu EQM hér á landi, enda er Ísland sem stendur eina landið sem hefur náð að innleiða EQM gæðavottunarkerfið að fullu. EQM samstarfsverkefninu lauk formlega um mitt ár 2013 og var lokafundurinn haldinn hér á landi um miðjan júní. Á fundinum undirrituðu samstarfsaðilarnir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir fullum vilja til frekara samstarfs um þróun EQM viðmiðanna og EQM vottunarferlisins og að þeir muni vinna áfram að útbreiðslu og kynningu á EQM kerfinu. 1 European Qualification Framework. 2 European Credit System for Vocational Education and Training. A U K I N V I T U N D U M M I K I L V Æ G I G Æ Ð A Í F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L U Almenn vitund um mikilvægi þess að starfsmenn viðhaldi kunnáttu sinni og geti tileinkað sér ný vinnubrögð hratt og vel hafa aukið umræðu um gæði og gæðaeftirlit í fullorðins- fræðslu. Ekki sé nóg að skilgreina gæði huglægt út frá vænt- ingum einstaklings til tiltekinnar vöru eða þjónustu heldur verði að skilgreina gæði náms innan fullorðinsfræðslunnar hlutlægt með hliðsjón af fyrirfram skilgreindum viðmiðum eða stöðlum. Þegar lög um framhaldsfræðslu voru samþykkt árið 2010 bættist við fimmta grunnstoð íslenska menntakerf- isins þar sem framhaldsfræðslan var hliðsett öðrum grunn- stoðum þ.e. skólastigunum fjórum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla. Eitt af meginmarkmiðum laganna og reglugerðar um framhaldsfræðslu sem fylgdi í kjölfarið var að auka gæði og með viðurkenningu fræðsluaðila er staðfest að starfsemi hans uppfyllir skilyrði laga um framhaldsfræðslu. Viðurkenn- ing og gæðavottun fræðsluaðila eykur trúverðugleika og skapar traust sem er að mati Stofnunar Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar (Cedefop) undirstaða þess að hæfnimiðað námsmat verði að veruleika og að hæfni sem einstaklingur tileinkar sér, hvort sem er með námi eða þátt- töku á vinnumarkaði, verði metin að fullu. Í endurnýjaðri áætlun Evrópuráðsins um fræðslu full- orðinna sem kom út árið 2011 er mikil áhersla lögð á að efla gæði fullorðinsfræðslu meðal annars með gæðavottun fræðsluaðila, aukinni ráðgjöf og þjálfun leiðbeinenda og í október sama ár setti framkvæmdastjórn ESB á laggirnar sér- stakan vinnuhóp sem er ætlað að þróa viðmiðaramma um gæði í fullorðinsfræðslu og gefa út handbók með tillögum um stefnumótandi aðgerðir til að tryggja gæði. Niðurstöður vinnuhópsins eru væntanlegar í árslok 2013. H V E R T E R S V O F R A M H A L D I Ð H J Á F A ? Framundan hjá FA er vinna við þróun og endurbætur á EQM kerfinu, enda er gæðakerfi gagnslaust ef ekki er stöðugt leit- ast við að betrumbæta það. Í þróunarvinnunni verður hlið- sjón höfð af þeim ábendingum sem komið hafa fram, bæði frá notendum og úttektaraðilum, en einnig verður tekið mið af tillögum QALLL samstarfsnetsins og niðurstöðum vinnu- hóps ESB um þróun viðmiðaramma um gæði í fullorðins- fræðslu. Þá vinnur FA í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.