Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 70

Gátt - 2013, Qupperneq 70
70 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 RITSTJÓRN H V A Ð Á T T U V I Ð ? Í fyrsta tölublaði Gáttar hófum við umræðu um merkingu íðorða á sviði fullorðinsfræðslu. Í öllum tölublöðum höfum við velt fyrir okkur nokkrum hugtökum sem varða viðfangs- efni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA. Sem fyrr teljum við sem störfum við FA þörf fyrir að hugtök, sem notuð eru í umræðu um fræðslumál fullorðinna, séu skýrt skilgreind. Því hefur verið fastur þáttur hér í ársritinu Gátt að fjalla um slík hugtök með það að markmiði að koma af stað umræðum og ná samkomulagi um heppilega og samræmda notkun þeirra íðorða sem notuð eru um hugtökin. Samtals eru hugtökin sem við höfum varpað fram skilgreiningum á nú að nálgast áttunda tuginn. FA gegnir því hlutverki að vera vettvangur samstarfs og umræðu um fullorðinsfræðslu og kennslufræði fullorðinna. Innan FA hefur verið starfandi hópur sérfræðinga sem veltir fyrir sér heppilegri íðorðanotkun og prófar sig áfram með mismunandi íðorð. Er umræður um hugtökin þóttu ekki hafa komist á nægilegt flug ákváðum við snemma á árinu 2009 að setja á laggirnar svokallaðan hugtakahóp og bjóða til sam- starfs sérfræðingum frá öllum helstu stofnunum sem koma að málefninu. Hópnum var ætlað að skilgreina hugtök sem varða nám og menntun fullorðinna. Eins og fram kom í Gátt 2009 ákvað hópurinn að beita sér fyrir þýðingu á orðaskrá um evrópska menntastefnu og fékk styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til verksins. Elísabet Gunnars- dóttir var ráðin sem þýðandi en hópurinn vann með henni. Verkinu var skilað til ráðuneytisins 6. október 2009. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi listann til CEDEFOP, starfsmenntastofnunar Evrópu og nú er hann aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar ásamt listum á 13 öðrum tungu- málum, þar af tveimur norrænum, norsku og sænsku. Þá hefur orðalistinn verið færður inn í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar (www.ordabanki.hi.is) og einnig verður hægt að sækja hann í heild á PDF-formi á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (www.arnastofnun.is). Hér í tíundu útgáfu Gáttar tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðasta riti. Eins og áður eru sett fram ensk íðorð og tillögur að íslenskum þýðingum og skilgrein- ingum. Enn eru flest íðorðin af CEDEFOP-listanum en hann er einkum ætlaður fræðimönnum og öðrum sem fást við menntun og mótun menntastefnu. Listinn er ekki tæmandi skrá hugtaka sem eru notuð af sérfræðingum heldur er honum ætlað að innihalda lykilhugtök sem eru nauðsynleg til þess að bera skynbragð á menntun og þjálfun í Evrópu. Skilgreiningar nokkurra hugtaka í þessu riti hafa birst áður, þar á meðal enska hugtakið learning outcome. Í þýðingu á orðalistanum frá CEDEFOP var það skilgreint sem lærdómur eða námsárangur en nú hefur það fengið nýja íslenska þýð- ingu þar sem íðorðið hæfniviðmið er nú notað, meðal annars í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Þá hefur enska orðið qua- lification einnig fengið nýja þýðingu þar sem námslok hafa komið í stað hæfis. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun orðanotkunarinnar. Ritstjórn Gáttar er sér meðvituð um að allri hugtakaum- fjöllun þarf að fylgja eftir með því að fá áhugasama einstak- linga til að tjá sig um skilgreiningarnar og gera í kjölfarið úrbætur. Því bjóðum við öllum þeim sem áhuga hafa á að senda okkur athugasemdir við skilgreiningarnar (sigrunkri (hjá) frae.is). e. learning outcomes / learning attainments hæfniviðmið Sú þekking, leikni og/eða færni sem einstaklingur hefur áunnið sér og/eða er fær um að sýna fram á eftir að námi lýkur, hvort sem um er að ræða formlegt, óformlegt eða form- laust nám. e. Assessment of learning outcomes námsmat Mat á þekkingu, kunnáttu, verksviti, leikni og/eða færni einstaklings samkvæmt fyrir- fram ákveðnum viðmiðum (námsvæntingum, mati á námsafrakstri). Mati fylgir að jafn- aði staðfesting og námsskírteini. Íðorð á ensku Íslensk þýðing: Merking / skilgreining:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.