Gátt - 2013, Side 71
71
F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Íðorð á ensku Íslensk þýðing: Merking / skilgreining:
e. validation of
learning outcomes
staðfesting hæfni-
viðmiða
Staðfesting viðurkennds aðila á að lærdómur (þekking, leikni og/eða færni) sem einstak-
lingur hefur aflað sér í formlegu, óformlegu og formlausu námi hafi verið metinn miðað
við fyrirframákveðna mælikvarða og sé í samræmi við kröfur um staðfestingarviðmið.
Staðfesting leiðir yfirleitt til vottunar.
e. certification of
learning outcomes
vottun hæfis Útgáfa skírteinis eða námstitils þar sem formlega er vottað að sá lærdómur (þekking,
verksvit, leikni og/eða færni) sem einstaklingurinn hefur aflað sér hafi verið metinn og
vottaður samkvæmt fyrirfram ákveðnum viðmiðum og staðfestur af þar til bærum aðila.
e. qualification hæfi/hæfisvottun Með hæfi er vísað annars vegar til formlegs hæfis og hins vegar til starfskrafna. Form-
legt hæfi er formleg niðurstaða (skírteini, námstitill) mats og staðfestingar sem fæst
með því að viðeigandi aðili segir fyrir um að einstaklingur hafi öðlast þekkingu, leikni og
hæfni sem uppfyllir hæfniviðmið og/eða hafi til að bera nauðsynlega færni til að vinna
verk á ákveðnu sviði. Hæfi er opinber viðurkenning á gildi hæfniviðmiða í atvinnulífinu
og á menntun. Hæfið getur veitt lögbundin réttindi til að stunda ákveðna atvinnugrein
(OECD). Starfskröfur eru sú þekking og leikni sem krafist er til að leysa af hendi þau verk
sem felast í ákveðnu starfi (ILO).
e. Accreditation
of an education or
training provider
Vottun þjálfunar-
eða fræðsluaðila
Gæðatryggingarferli þar sem löggjafarvaldið eða viðkomandi fagleg yfirvöld veita þjálf-
unar- eða fræðsluaðila vottaða stöðu sem sýnir að hann uppfylli fyrirfram áveðin viðmið.
e. credit system námseiningakerfi Fyrirkomulag sem miðar að því að safna saman þeim lærdómi sem fólk öðlast í formlegu
námi, óformlegu eða formlausu, og greiða þannig fyrir að það geti flutt sig af einum
vettvangi á annan með því að fá staðfestingu og viðurkenningu á fyrra námi. Náms-
einingakerfi er hægt að setja saman á ýmsa vegu, til dæmis með því að lýsa þjálfunar-
eða námsleið og gefa einingar hverjum þætti hennar (námseiningum, áföngum, náms-
dvalarverkefnum, vinnu við doktorsritgerð, o.s.frv.); eða með því að lýsa hæfi og nota
lærdómseiningar til að gefa hverjum námsáfanga einingar.
e. curriculum námsskrá Skrá yfir þá verkferla sem notaðir eru til að móta, skipuleggja og undirbúa þjálfunar- eða
menntunarstarf, þar með taldar skilgreiningar námsmarkmiða, inntak, aðferðir (þ. á m.
námsmat), námsefni, en jafnframt fyrirkomulag þjálfara- og kennaramenntunar.
Athugasemd: Hugtakið námsskrá vísar til mótunar, skipulags og undirbúnings mennt-
unarstarfs en hugtakið námsleið vísar til framkvæmdar þessarar starfsemi.
e. education or
training path
náms- eða þjálf-
unarbraut
Samanlagðar þær námslotur sem einstaklingur tekur til að öðlast þekkingu, leikni eða færni.
Athugasemd: Náms- eða þjálfunarbraut getur vísað bæði til þeirra formlegu og óform-
legu námslota sem fá vottun að fenginni staðfestingu.
e. unit (ECVET) námsáfangi Ákveðin samsetning þekkingar, leikni og/eða færni sem myndar heildstæðan hluta
hæfis. Áfangi getur verið smæsti liður hæfis sem hægt er að meta, flytja, staðfesta og
jafnvel votta. Áfangi getur takmarkast við ákveðið hæfi eða verið algengur í margs
konar hæfi.
Athugasemd: Einkenni áfanga (inntak, stærð, heildarfjöldi áfanga sem mynda hæfi,
o.s.frv.) eru skilgreind af viðurkenndum aðilum sem bera ábyrgð á hæfi á viðkomandi
sviði. Skilgreining og lýsing áfanga getur verið breytileg eftir því hvaða hæfiskerfi um er
að ræða og starfsháttum viðkomandi aðila. Öllum áföngum í ECVET-kerfinu fylgja þó:
• almennt heiti áfangans;
• sú þekking, leikni og færni sem felst í áfanganum;
• þeir mælikvarðar sem beitt er við mat á samsvarandi lærdómi.