Gátt - 2013, Síða 71

Gátt - 2013, Síða 71
71 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Íðorð á ensku Íslensk þýðing: Merking / skilgreining: e. validation of learning outcomes staðfesting hæfni- viðmiða Staðfesting viðurkennds aðila á að lærdómur (þekking, leikni og/eða færni) sem einstak- lingur hefur aflað sér í formlegu, óformlegu og formlausu námi hafi verið metinn miðað við fyrirframákveðna mælikvarða og sé í samræmi við kröfur um staðfestingarviðmið. Staðfesting leiðir yfirleitt til vottunar. e. certification of learning outcomes vottun hæfis Útgáfa skírteinis eða námstitils þar sem formlega er vottað að sá lærdómur (þekking, verksvit, leikni og/eða færni) sem einstaklingurinn hefur aflað sér hafi verið metinn og vottaður samkvæmt fyrirfram ákveðnum viðmiðum og staðfestur af þar til bærum aðila. e. qualification hæfi/hæfisvottun Með hæfi er vísað annars vegar til formlegs hæfis og hins vegar til starfskrafna. Form- legt hæfi er formleg niðurstaða (skírteini, námstitill) mats og staðfestingar sem fæst með því að viðeigandi aðili segir fyrir um að einstaklingur hafi öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem uppfyllir hæfniviðmið og/eða hafi til að bera nauðsynlega færni til að vinna verk á ákveðnu sviði. Hæfi er opinber viðurkenning á gildi hæfniviðmiða í atvinnulífinu og á menntun. Hæfið getur veitt lögbundin réttindi til að stunda ákveðna atvinnugrein (OECD). Starfskröfur eru sú þekking og leikni sem krafist er til að leysa af hendi þau verk sem felast í ákveðnu starfi (ILO). e. Accreditation of an education or training provider Vottun þjálfunar- eða fræðsluaðila Gæðatryggingarferli þar sem löggjafarvaldið eða viðkomandi fagleg yfirvöld veita þjálf- unar- eða fræðsluaðila vottaða stöðu sem sýnir að hann uppfylli fyrirfram áveðin viðmið. e. credit system námseiningakerfi Fyrirkomulag sem miðar að því að safna saman þeim lærdómi sem fólk öðlast í formlegu námi, óformlegu eða formlausu, og greiða þannig fyrir að það geti flutt sig af einum vettvangi á annan með því að fá staðfestingu og viðurkenningu á fyrra námi. Náms- einingakerfi er hægt að setja saman á ýmsa vegu, til dæmis með því að lýsa þjálfunar- eða námsleið og gefa einingar hverjum þætti hennar (námseiningum, áföngum, náms- dvalarverkefnum, vinnu við doktorsritgerð, o.s.frv.); eða með því að lýsa hæfi og nota lærdómseiningar til að gefa hverjum námsáfanga einingar. e. curriculum námsskrá Skrá yfir þá verkferla sem notaðir eru til að móta, skipuleggja og undirbúa þjálfunar- eða menntunarstarf, þar með taldar skilgreiningar námsmarkmiða, inntak, aðferðir (þ. á m. námsmat), námsefni, en jafnframt fyrirkomulag þjálfara- og kennaramenntunar. Athugasemd: Hugtakið námsskrá vísar til mótunar, skipulags og undirbúnings mennt- unarstarfs en hugtakið námsleið vísar til framkvæmdar þessarar starfsemi. e. education or training path náms- eða þjálf- unarbraut Samanlagðar þær námslotur sem einstaklingur tekur til að öðlast þekkingu, leikni eða færni. Athugasemd: Náms- eða þjálfunarbraut getur vísað bæði til þeirra formlegu og óform- legu námslota sem fá vottun að fenginni staðfestingu. e. unit (ECVET) námsáfangi Ákveðin samsetning þekkingar, leikni og/eða færni sem myndar heildstæðan hluta hæfis. Áfangi getur verið smæsti liður hæfis sem hægt er að meta, flytja, staðfesta og jafnvel votta. Áfangi getur takmarkast við ákveðið hæfi eða verið algengur í margs konar hæfi. Athugasemd: Einkenni áfanga (inntak, stærð, heildarfjöldi áfanga sem mynda hæfi, o.s.frv.) eru skilgreind af viðurkenndum aðilum sem bera ábyrgð á hæfi á viðkomandi sviði. Skilgreining og lýsing áfanga getur verið breytileg eftir því hvaða hæfiskerfi um er að ræða og starfsháttum viðkomandi aðila. Öllum áföngum í ECVET-kerfinu fylgja þó: • almennt heiti áfangans; • sú þekking, leikni og færni sem felst í áfanganum; • þeir mælikvarðar sem beitt er við mat á samsvarandi lærdómi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.