Gátt - 2013, Síða 72

Gátt - 2013, Síða 72
72 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Árið 2008 urðu á Íslandi viðamiklar sviptingar og breytingar á atvinnumarkaði og segja má að raunveru- legt atvinnuleysi hafi þá komið til sögunnar, í fyrsta sinn frá upphafi 10. áratugarins. Stór hópur einstak- linga með stutta formlega skólagöngu missti vinnuna. SÍMEY og Vinnumálastofnun hófu samstarf með það að leiðarljósi að bjóða atvinnuleitendum úrræði sem hentaði hverjum og einum. Samstarfið gekk vel og atvinnuleitendum fjölgaði í námsleiðum Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins, námskeiðum á vegum SÍMEY og stór hluti þeirra leitaði sér ráðgjafar hjá náms- og starfsráðgjafa. Það var ekki alltaf einfalt mál að finna nám við hæfi en þá kviknaði hugmyndin að þróa raun- færnimat fyrir atvinnuleitendur til að styrkja persónu- hæfni þeirra og stöðu á vinnumarkaði. Raunfærnimat er líklega ein besta leiðin til að örva fólk til að sækja sí- og endurmenntun sem og að byggja upp sjálfstraust einstaklinga. HILDUR BETTÝ KRISTJÁNSDÓTTIR OG VALGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON R A U N F Æ R N I M A T F Y R I R A T V I N N U L E I T E N D U R Valgeir Blöndal MagnússonHildur Bettý Kristjánsdóttir A Ð D R A G A N D I O G U N D I R B Ú N I N G U R Ástæðan fyrir vali okkar á viðfangsefninu, Raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur, er að áhugasvið okkar hefur lengi tengst vinnu með fólki. Í starfi okkar sem náms- og starfsráðgjafar höfum við komið að mörgum sviðum ráðgjafar og höfum átt þess kost að aðstoða fólk við að finna námstækifæri við hæfi. Í ráðgjöfinni hafði viðtölum við atvinnuleitendur fjölgað og var eitt af hlutverkum okkar að meta hvers konar nám hentaði hverjum og einum. Það var ekki alltaf einfalt mál að finna nám við hæfi þar sem námsáhugi atvinnuleit- enda er misjafn og flestir vilja komast út á vinnumarkaðinn sem fyrst. Á þeim tímapunkti gerðum við okkur grein fyrir því að mikilvægt væri að geta boðið upp á raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur óháð fyrri starfsreynslu og um leið að þeir gætu tengt það við stöðu sína á vinnumarkaði. Haustið 2010 hófst vinnan við að þróa Raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur með heimsókn til Finnlands. Þar tók Anni Karttunen, sérfræðingur í fullorðinsfræðslu hjá Savo, á móti okkur og kynnti fyrir okkur hvernig raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur fer fram þar í landi. Megináherslan í Finn- landi var sú að yfirvöld greiddu kostnað við raunfærnimats- ferlið og veittu jafnframt stuðning við að öðlast þá menntun sem þörf var á í framhaldinu. Heimsóknin og samstarfið leiddu til umsóknar um styrk í þróunarverkefni til Starfs- menntaráðs og fékkst sá styrkur. Eftir að hafa kynnt okkur hugmyndafræði annarra þjóða á Norðurlöndum töldum við okkur vera í stakk búin að hefjast handa við að þróa raunfærnimatsferli fyrir atvinnuleitendur hér á landi. Eitt af meginhlutverkum SÍMEY er að veita einstaklingum með stutta formlega skólagöngu tækifæri til að afla sér mennt- unar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Daglega lærum við eitthvað nýtt, hvort sem er í starfi, við lestur bókar, í sam- skiptum, heima eða á námskeiðum sem við sækjum. Þetta er kallað óformlegt nám en formlegt nám er allt það nám sem er skipulagt af fræðslu- og menntastofnunum. Hefð hefur verið fyrir því að meta frekar formlegt nám en óformlegt. Breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum sem hafa leitt til þess að ekki er lengur einblínt á hið formlega nám heldur er mun meiri áhersla lögð á að meta heildarhæfni einstaklinga (Green, 2007; Åsa Hult og Per Andersson, 2008, bls. 20). Náms- og starfsráðgjöf er hluti af íslenska raunfærnimats- ferlinu og þykir órjúfanlegur þáttur þess. Raunfærnimat á Íslandi hefur verið í örri þróun á síðustu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.