Gátt - 2013, Síða 73

Gátt - 2013, Síða 73
73 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 árum og hefur verið hannað viðurkennt ferli fyrir það undir faglegri stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Raun- færnimatsferli hefur þegar verið skilgreint í mörgum starfs- greinum, ekki síst innan iðngreina og sífellt bætast fleiri við. SÍMEY hefur verið leiðandi aðili í raunfærnimati og þróun þess á starfssvæði sínu. L Ý S I N G Á Þ R Ó U N A R V E R K E F N I N U R A U N F Æ R N I M A T F Y R I R A T V I N N U - L E I T E N D U R Liður í þróunarverkefninu Raunfærnimat fyrir atvinnuleit- endur er að skapa viðvarandi árangur, það er að atvinnu- leitendur myndi raunveruleg tengsl við ákveðin starfssvið og hugleiði í framhaldi af því mögulega menntun. Einnig að atvinnuleitendur fái persónuleg og starfstengd atriði metin með raunfærnimatinu sem virkar eins og vegabréf þeirra inn á vinnumarkaðinn. Markhópurinn er atvinnuleitendur á aldr- inum 20–25 ára sem hafa stutta formlega menntun og hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur. Hlutverk náms- og starfsráðgjafar er að halda utan um hópinn og tryggja að ferlið fái eðlilega framgöngu og að öllum verkþáttum verði sinnt með eðlilegum hætti. Segja má að rauði þráðurinn í ferlinu sé að atvinnuleitendur fái aukinn styrk, sjálfstraust og drifkraft til að takast á við þær áskoranir í lífinu sem þá hefur alltaf langað til að takast á við. Raunfærnimatið gengur út á að finna út: Hver er ég og hvert liggur mín leið? Þróunarverkefnið Raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur skipt- ist í þrjú stig. 1. Sjálfskoðun og greining á eigin stöðu (2 vikur). Hópefli, námstækni, sjálfsmat á eigin færni, áhugasvið, Ávísun á ástríðu og hópráðgjöf. 2. Vinnustaðanám (6 vikur). Þjálfun og kynning á tilteknu starfssviði, netdagbók og sameiginlegt mat á frammi- stöðu þátttakanda í verkefnum. 3. Næstu skref og samantekt raunfærnimats (2 vikur). Atvinnuleitin, (færnimöppugerð, ferilskrá, rafræn feril- skrá) staðfesting raunfærnimats, náms- og starfsráð- gjöf, markmiðasetning og útskrift. Markmiðið með Raunfærnimati fyrir atvinnuleitendur er að hægt sé, að loknu 10 vikna ferli, að meta færniviðmið hjá atvinnuleitendum út frá öllum stigum raunfærnimatsferlis- ins. 15 færniviðmið (viðauki 1) eru til mats og getur verið misjafnt hve mörg færniviðmið þeir fá metin. F Y R S T A S T I G – S J Á L F S K O Ð U N O G G R E I N I N G Á E I G I N S T Ö Ð U Á fyrsta stiginu mæta atvinnuleitendur í kennsluhúsnæði í tvær vikur og eru daglega frá kl. 09:00–15:00. Mikilvægt er að atvinnuleitendur mæti og sjá náms- og starfsráðgjafar um að fylgja því eftir. Áhersla er lögð á virkni atvinnuleitenda í vinnu með persónulega uppbyggingu þeirra frá ýmsum hliðum. Á þessu stigi er markmiðið að atvinnuleitendur kynn- ist hver öðrum, skapa jákvæðni og leggja grunn að því að atvinnuleitandi sé tilbúinn að fara að vinna með sjálfan sig. Eftirfarandi þættir eru hluti af fyrsta stiginu: • Hópefli er fyrsta skrefið í ferlinu. Atvinnuleitendur fara í hópefli og er megináherslan lögð á að þeir kynnist hver öðrum, það myndist samkennd innan hópsins, hópurinn vinnur sem heild og mikil áhersla er lögð á virkni ein- staklinganna, leiki og sköpun. Einnig er lögð áhersla á að atvinnuleitendur fari út fyrir þægindahringinn. • Í námstækninni er farið yfir þá þætti sem skipta máli þegar nám er hafið að nýju og hvaða áhrif sjálftraust og viðhorf hafa þegar kemur að námi. Kennd eru vinnu- brögð og tækni sem einstaklingarnir geta tekið upp til að ná betri árangri. Handbók í námstækni er höfð til hliðsjónar og eru unnin ýmis verkefni með það að leiðarljósi að bæta vinnubrögð þátttakanda í námi. • Sjálfsmat á eigin færni. Atvinnuleitendur skoða og meta eftir gátlistum persónulega eiginleika sína. Það er gert til að skapa hugsun og vangaveltur um styrkleika þeirra og veikleika í samskiptum. • Sem hluta af persónulegri sjálfskoðun hvers og eins er mikilvægt að skoða hvar áhugasviðin liggja. Einstak- lingar eru ólíkir og mikilvægt er að þeir sjálfir skilji og þekki mismunandi áhugasvið, einnig til þess að veita þeim tækifæri til þess að tengja saman persónuleg markmið og eiginleika. • Ávísun á ástríðu gengur út á að margir fullorðnir hafa gleymt löngunum sínum og draumum. Í þessum hluta er farið í innri sjálfskoðun sem er til þess fallin að endur- vekja innri markmið og finna leiðir til að ná þeim. • Hópráðgjöf gengur út á að hópurinn ræðir saman dag- lega og fer yfir helstu markmið, vangaveltur og fleira.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.