Gátt - 2013, Page 76
76
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Viðauki 1
Færniviðmið
Raunfærnimat fyrir atvinnuleitendur
Jón Jónsson
Eftirtaldir færniþættir hafa verið metnir:
• Sýnir ávallt stundvísi.
• Er snyrtilegur til fara.
Persónuhæfni
• Setur sér persónuleg markmið.
• Getur tjáð eigin skoðanir í hópi.
• Getur tjáð styrkleika sína.
• Getur tjáð veikleika sína.
• Tekur virkan þátt í hópastarfi og samvinnu.
• Getur skrifað skoðanir sínar og hugsanir í náms-
dagbók.
• Sýnir frumkvæði.
• Getur tekist á við breytingar.
Vinnustaðanám
• Ber sig eftir aðstoð.
• Tekur tilsögn og gengur í þau verkefni sem fyrir
eru lögð.
• Getur tjáð sig skýrt og á skilvirkan hátt um vinnu-
staðanámið bæði munnlega og skriflega.
• Á auðvelt með að vinna með öðru fólki.
• Sýnir aðlögunarhæfni .
Niðurstöður matsins voru byggðar á fjölbreyttum mats-
aðferðum: Mati á færnimöppu, sjálfsmati, viðtölum, og
mati á starfsþjálfa á vinnustað og verkefnastjóra nám-
skeiðsins. Matsaðilar voru Heimir Haraldsson, Hildur
Betty Kristjánsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Val-
geir Magnússon.
Akureyri, 2012
f.h. Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
Viðauki 2
Samningur við starfsþjálfa á vinnustað
Nafn: _____________________________________
Sími: _____________________
Netfang: _______________________________
Tímasetning: ____________________________
Það sem starfsþjálfa ber að hafa í huga á meðan vinnu-
staðanáminu stendur:
• Þátttakandi mæti tímanlega alla dagana á meðan
vinnustaðanáminu stendur.
• Að þátttakandi viti hvert hann eigi að tilkynna for-
föll ef um þau verður að ræða.
• Að þátttakandi sé snyrtilegur.
• Að stuðla að því að þátttakandi taki tilsögn og
gangi í þau verkefni sem fyrir hann eru lögð.
• Að þátttakandi viti hvaða hættur beri að forðast
á vinnustað.
• Að þátttakandi þekki reglur vinnustaðarins.
• Að starfsþjálfi skrái niður það helsta um þátttak-
anda, hvernig hann stendur sig í vinnustaðanám-
inu (viðhorf, samskipti, færni í starfi, umgengni
o.s.frv.).
• Að starfsþjálfi virki þátttakanda í að eiga í sam-
skiptum við aðra starfsmenn.
• Að þátttakandi geti leitað til starfsþjálfa á meðan
vinnustaðanáminu stendur.
• Ef eitthvert vandamál skapast vegna veru þátt-
takanda á vinnustað ber að láta SÍMEY vita í síma
460 5720.