Gátt - 2013, Page 80
80
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Framkvæmd raunfærnimats og hönnun
námsleiðar
Næstu skref eru að vinna að framkvæmd raunfærnimats.
Mímir-símenntun áætlar að meta raunfærni 16 einstaklinga
og verða verkfærin sem til urðu í þessu verkefni notuð. Nú
þegar stendur yfir þjálfun matsaðila og val á þátttakendum.
Það verður áhugavert að fá endurgjöf frá þátttakendum á
færniviðmiðin, sjálfsmatslistana, skimunartæki og stoð-
gögnin.
Ávinningur af þessu verkefni er margvíslegur, meðal
annars fyrir þátttakendur, því þeir geta að raunfærnimati
loknu sýnt fram á færni sína, bæði í starfi og við ráðningar.
Í nýlegri þarfagreiningu þar sem könnuð var þörf á námi á
þessu sviði kom fram það viðhorf að gott væri ef reynsla
í starfi yrði metin inn í formlegt nám með einhvers konar
raunfærnimati. Þá er einnig líklegt að áhugi á frekara námi
í flutningagreininni kvikni þegar einstaklingarnir eru byrjaðir
að vinna í slíku starfi (Attentus, 2012). Raunfærnimatið
auðveldar einnig vinnu við námsuppbyggingu og auðveldar
aðkomu atvinnulífsins að þeirri vinnu. Einnig geta fyrirtæki
nýtt sér raunfærnimat til að sýna fram á þekkingu starfs-
manna innan fyrirtækis ásamt því að efla fræðslumál í starfs-
greininni. Það hefur einnig sýnt sig að nám fyrir þessa starfs-
grein hefur vantað hér á landi og verkefnið hefur nú þegar
orðið vísir að uppbyggingu á því sviði.
Nýlega var unnin þarfagreining fyrir starfsgreinaráð sam-
göngu-, farartækja- og flutningsgreina þar sem þörf fyrir nám
í flutningafræðum var skoðuð sérstaklega (Attentus, 2012).
Þar kom fram að með hliðsjón af störfum sem tengjast flutn-
ingum á landi, flutningum á sjó, vörugeymslu og ýmissi stoð-
starfssemi fyrir flutninga, væri þörf fyrir nám og að það gæti
gagnast fyrirtækjum í greininni vel. Meðal annars kom fram
að það þarf fjölbreytta hæfni til að sinna störfum á þessu
sviði og víða mætti bæta við þá hæfni. Með frekara námi
gæti virði starfanna og virðing fyrir þeim aukist ásamt því að
auka atvinnuhæfni (Attentus, 2012). Mímir-símenntun fékk
nýverið styrk til að hanna og kenna í tilraunaskyni námsleið
í vöruhúsum. Þar mun vinna við raunfærnimatið nýtast sem
stór þáttur í þróun námsleiðarinnar. Námsúrræði af þessu
tagi fellur vel að markmiðum framhaldsfræðslu og mun
námið veita einstaklingum með stutta formlega skólagöngu
að baki aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu
ásamt því að veita einstaklingum á vinnumarkaði námstæki-
færi og auðvelda þeim að sækja sér nám að nýju. Þá hefur
Evrópusambandið kallað eftir því að verknám og þjálfun eigi
að vera meira aðlaðandi, viðeigandi, starfsmiðað, frumlegt,
aðgengilegt og sveigjanlegt (Attentus, 2012). Með samein-
uðu átaki framhaldsfræðslunnar og atvinnulífsins eru mögu-
leikar á að námsleið sem þessi falli beint inn í þann ramma,
auk þess sem það mun auka starfshæfni starfsmanna. Námið
gæti því nýst vel og kveikt áhuga hjá þeim sem eru nú þegar
á vinnumarkaði og vilja auka sérhæfingu sína á þessu sviði
eða vakið áhuga þeirra á frekara námi og/eða starfsþróun.
Greinin þarf að geta tekist á við flókin framtíðarverkefni
og tækifæri komandi ára og nám innan hennar er því afar
tímabært.
H E I M I L D I R
Attentus. (2012). Þarfagreining fyrir nám í flutningafræðum. Reykjavík: Starfs-
greinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina.
City & Guilds (e.d.). Sótt 1. september 2012 af http://www.cityandguilds.com/.
Fjóla María Lárusdóttir og Haukur Harðarson. (2012). Leiðbeiningar fyrir
matsaðila í raunfærnimati (3. útgáfa). Reykjavík: Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins.
Gerður G. Óskarsdóttir (1990). Starfslýsingar, sérfræði, tækni og stjórnunar-
störf. Reykjavík: Iðunn.
Gerður G. Óskarsdóttir (1996). Sérgreinar í iðnaði og þjónustu. Reykjavík:
Iðunn.
Gerður G. Óskarsdóttir (2001). Starfslýsingar III. Reykjavík: Iðunn.
Hagstofa Íslands. (2012). Starfandi eftir atvinnugreinum, kyni og og búsetu
2008 -2012, ÍSAT 2008. Sótt 1. september 2013 af http://www.hagstofa.
is/?PageID=2594&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.
asp?ma=VIN01103%26ti=Starfandi+eftir+atvinnugreinum%2C+kyni+
og+b%FAsetu+2008%2D2012%2C+%CDSAT2008+%28NACE+REV+2
%2E%29++++%26path=../Database/vinnumarkadur/rannsoknir/%26-
lang=3%26units=Fj%F6ldi.
O*Net Online. (e.d). Sótt 1. september af http://www.onetonline.org/.
VOX:Nasjonalt fagorgan for kompetansepoliti kk (e.d.). Sótt 1. september 2012
af http://www.vox.no/.
U M H Ö F U N D I N N
Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir hefur starfað sem náms- og
starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun frá apríl 2010. Hún hefur
lokið M.A.-prófi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands
og B.A.-prófi í félags- og kynjafræði frá sama skóla.