Gátt


Gátt - 2013, Blaðsíða 80

Gátt - 2013, Blaðsíða 80
80 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Framkvæmd raunfærnimats og hönnun námsleiðar Næstu skref eru að vinna að framkvæmd raunfærnimats. Mímir-símenntun áætlar að meta raunfærni 16 einstaklinga og verða verkfærin sem til urðu í þessu verkefni notuð. Nú þegar stendur yfir þjálfun matsaðila og val á þátttakendum. Það verður áhugavert að fá endurgjöf frá þátttakendum á færniviðmiðin, sjálfsmatslistana, skimunartæki og stoð- gögnin. Ávinningur af þessu verkefni er margvíslegur, meðal annars fyrir þátttakendur, því þeir geta að raunfærnimati loknu sýnt fram á færni sína, bæði í starfi og við ráðningar. Í nýlegri þarfagreiningu þar sem könnuð var þörf á námi á þessu sviði kom fram það viðhorf að gott væri ef reynsla í starfi yrði metin inn í formlegt nám með einhvers konar raunfærnimati. Þá er einnig líklegt að áhugi á frekara námi í flutningagreininni kvikni þegar einstaklingarnir eru byrjaðir að vinna í slíku starfi (Attentus, 2012). Raunfærnimatið auðveldar einnig vinnu við námsuppbyggingu og auðveldar aðkomu atvinnulífsins að þeirri vinnu. Einnig geta fyrirtæki nýtt sér raunfærnimat til að sýna fram á þekkingu starfs- manna innan fyrirtækis ásamt því að efla fræðslumál í starfs- greininni. Það hefur einnig sýnt sig að nám fyrir þessa starfs- grein hefur vantað hér á landi og verkefnið hefur nú þegar orðið vísir að uppbyggingu á því sviði. Nýlega var unnin þarfagreining fyrir starfsgreinaráð sam- göngu-, farartækja- og flutningsgreina þar sem þörf fyrir nám í flutningafræðum var skoðuð sérstaklega (Attentus, 2012). Þar kom fram að með hliðsjón af störfum sem tengjast flutn- ingum á landi, flutningum á sjó, vörugeymslu og ýmissi stoð- starfssemi fyrir flutninga, væri þörf fyrir nám og að það gæti gagnast fyrirtækjum í greininni vel. Meðal annars kom fram að það þarf fjölbreytta hæfni til að sinna störfum á þessu sviði og víða mætti bæta við þá hæfni. Með frekara námi gæti virði starfanna og virðing fyrir þeim aukist ásamt því að auka atvinnuhæfni (Attentus, 2012). Mímir-símenntun fékk nýverið styrk til að hanna og kenna í tilraunaskyni námsleið í vöruhúsum. Þar mun vinna við raunfærnimatið nýtast sem stór þáttur í þróun námsleiðarinnar. Námsúrræði af þessu tagi fellur vel að markmiðum framhaldsfræðslu og mun námið veita einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu ásamt því að veita einstaklingum á vinnumarkaði námstæki- færi og auðvelda þeim að sækja sér nám að nýju. Þá hefur Evrópusambandið kallað eftir því að verknám og þjálfun eigi að vera meira aðlaðandi, viðeigandi, starfsmiðað, frumlegt, aðgengilegt og sveigjanlegt (Attentus, 2012). Með samein- uðu átaki framhaldsfræðslunnar og atvinnulífsins eru mögu- leikar á að námsleið sem þessi falli beint inn í þann ramma, auk þess sem það mun auka starfshæfni starfsmanna. Námið gæti því nýst vel og kveikt áhuga hjá þeim sem eru nú þegar á vinnumarkaði og vilja auka sérhæfingu sína á þessu sviði eða vakið áhuga þeirra á frekara námi og/eða starfsþróun. Greinin þarf að geta tekist á við flókin framtíðarverkefni og tækifæri komandi ára og nám innan hennar er því afar tímabært. H E I M I L D I R Attentus. (2012). Þarfagreining fyrir nám í flutningafræðum. Reykjavík: Starfs- greinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina. City & Guilds (e.d.). Sótt 1. september 2012 af http://www.cityandguilds.com/. Fjóla María Lárusdóttir og Haukur Harðarson. (2012). Leiðbeiningar fyrir matsaðila í raunfærnimati (3. útgáfa). Reykjavík: Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins. Gerður G. Óskarsdóttir (1990). Starfslýsingar, sérfræði, tækni og stjórnunar- störf. Reykjavík: Iðunn. Gerður G. Óskarsdóttir (1996). Sérgreinar í iðnaði og þjónustu. Reykjavík: Iðunn. Gerður G. Óskarsdóttir (2001). Starfslýsingar III. Reykjavík: Iðunn. Hagstofa Íslands. (2012). Starfandi eftir atvinnugreinum, kyni og og búsetu 2008 -2012, ÍSAT 2008. Sótt 1. september 2013 af http://www.hagstofa. is/?PageID=2594&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval. asp?ma=VIN01103%26ti=Starfandi+eftir+atvinnugreinum%2C+kyni+ og+b%FAsetu+2008%2D2012%2C+%CDSAT2008+%28NACE+REV+2 %2E%29++++%26path=../Database/vinnumarkadur/rannsoknir/%26- lang=3%26units=Fj%F6ldi. O*Net Online. (e.d). Sótt 1. september af http://www.onetonline.org/. VOX:Nasjonalt fagorgan for kompetansepoliti kk (e.d.). Sótt 1. september 2012 af http://www.vox.no/. U M H Ö F U N D I N N Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun frá apríl 2010. Hún hefur lokið M.A.-prófi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og B.A.-prófi í félags- og kynjafræði frá sama skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.