Gátt - 2013, Blaðsíða 81
81
R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
G R E I N I N G Á Þ Ö R F F Y R I R F R A M -
T Í Ð A R F Æ R N I
Samningur var gerður við Vinnumálastofnun (VMST) um
greiningu á þörf fyrir framtíðarfærni á íslenskum vinnumark-
aði. Fyrstu vísbendingar sýna fram á að þörf verður á fólki
í störf sem tengjast tækni og rannsóknum, ferðaþjónustu,
matreiðslu, umönnun, málm- og vélsmíði og ýmsum sér-
fræðisviðum (tölvum, náttúru- og heilbrigðisvísindum,
félags- og hugvísindum og stjórnsýslu). Skýrsla verður unnin
á tímabilinu. Í kjölfar samningsins hefur komist á samstarf
á milli VMST og mennta- og menningarmálaráðuneytisins
vegna verkefnisins þar sem ráðuneytið heldur utan um
gagnaöflun vegna færnispár á vegum CEDEFOP (Evrópska
starfsmenntastofnunin) sem Ísland á aðild að. Upplýsingar
sem þessar eru afar brýnar fyrir stefnumótun í atvinnu- og
menntamálum.
R A U N F Æ R N I M A T S L E I Ð I R Í Þ R Ó U N
– K E R F I Í U P P B Y G G I N G U
Á því rúma ári sem liðið er af verkefninu hefur grunnurinn
að samstarfi við hagsmunaaðila verið lagður. Samráð
hefur verið haft við mennta- og menningarmálaráðuneytið,
starfsgreinaráðin, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar,
stéttarfélög, ýmsa framhaldsskóla, fagfélög og fyrirtæki.
Mikill tími hefur farið í að rýna í námsskrár og greina með
hagsmunaaðilum hverjar þeirra eru vænlegar til raunfærni-
mats. Hagsmunaaðilar greinanna hafa langflestir verið afar
jákvæðir í garð raunfærnimats og lagt sitt af mörkum til að
fjölga leiðum. Það er ljóst að í gegnum árin hefur þekking og
skilningur á gildi raunfærnimats jafnt og þétt aukist enda um
að ræða einn öflugasta hvata til náms fyrir markhóp fram-
haldsfræðslunnar. Framkvæmdaraðilar raunfærnimatsverk-
efna eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í samstarfsneti
FA. Þær stýra verkefnum í samstarfi við framhaldsskóla og
FJÓLA MARÍA LÁRUSDÓTTIR
R A U N F Æ R N I M A T S K E R F I Í H R A Ð R I
U P P B Y G G I N G U Á S A M T U P P L Ý S I N G A
O G R Á Ð G J A F A R K E R F I
Fjóla María Lárusdóttir
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrir verkefninu Þróun raunfærnimats til að efla starfs-
hæfni fullorðinna með litla formlega menntun (2012–2015). Verkefnið hlaut styrk frá Evr-
ópusambandinu í tengslum við aðildarviðræður en vegna frestunar viðræðnanna er ekki
ljóst á þessum tímapunkti hvort styrkveiting heldur til þriggja ára eins og fyrirhugað var.
Í verkefninu felst umfangsmikil fjölgun tækifæra markhópsins til að fá færni sína metna í
gegnum raunfærnimatsferlið sem skilgreint er í lögum um framhaldsfræðslu. Að auki er í
þróun upplýsinga- og ráðgjafakerfi um nám og störf (vefgátt) sem er ætlað að styðja við
færniþróun markhópsins. Raunfærnimat er einn öflugasti hvati til náms á vettvangi fram-
haldsfræðslunnar og því er um að ræða mikilvægan þátt í því að hækka menntunarstig
þjóðarinnar. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands fyrir árið 2012 er tæplega
30% þjóðarinnar á aldrinum 25–64 ára aðeins með grunnmenntun. Ef verkefnið nær fram
að ganga getur það stutt við markmið yfirvalda sem tengjast Ísland 2020, þ.e. að hlutfall
Íslendinga á aldrinum 25–64 ára sem ekki hafa formlega framhaldsmenntun lækki úr 30%
niður í 10% árið 2020.
Verkefnalýsingin er unnin af FA í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og
aðila vinnumarkaðarins ásamt fjármálaráðuneyti og Sérfræðisetri í ævilangri náms- og starfsráðgjöf. Sérfræði-
setur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) er jafnframt samstarfsaðili FA við þróun vefgáttar í verkefninu.
Fulltrúar þessara aðila auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitafélaga, BSRB, Hagstofunni, Kvasi og Félagi fram-
haldsskóla sitja í samráðshópi verkefnisins sem hittist reglulega til að fylgja verkefninu eftir, finna lausnir á
áskorunum og stuðla að gæðum þess. Helstu viðfangsefnum verkefnisins er lýst í töflu 1.
Þetta verkefni er styrkt
af Evrópusambandinu.