Gátt - 2013, Page 82
82
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
hagsmunaaðila starfgreina. FA sér um þjálfun matsaðila,
fylgir eftir gæðamálum og heldur utan um niðurstöður og
tölfræðilegar upplýsingar úr verkefnum.
R A U N F Æ R N I M A T Á M Ó T I V I Ð -
M I Ð U M N Á M S S K R Á A
Í verkefninu verður raunfærnimat tilraunakeyrt í 40 nýjum
námsskrám á framhaldsskólastigi sem bætast við þær 30
námsskrár sem FA og samstarfsaðilar hafa framkvæmt
raunfærnimat í síðustu sjö árin. Í lok verkefnisins verður því
hægt að bjóða upp á raunfærnimat í 70 fjölbreyttum náms-
skrám fyrir markhópinn. Þá má segja að raunfærnimatskerfi
sé komið á laggirnar að því gefnu að stjórnvöld styðji við að
þessar leiðir standi markhópnum til boða til framtíðar og að
framhaldsskólarnir séu í stakk búnir til að taka á móti þeim
hópum fullorðinna sem í kjölfar raunfærnimats vilja ljúka
námi í ákveðinni námsskrá, margir samhliða fullu starfi.
Vinnan við raunfærnimat á móti viðmiðum námsskrár
er tvískipt. Fyrst þarf stýrihópur hagsmunaaðila að vinna
með viðmið námsskrár þannig að þau séu nothæf í raun-
færnimatsferlinu, útbúa gátlista, dæmi um verkfæri í mati
og ákveða grunnforsendur fyrir framkvæmd mats (inntöku-
skilyrði, hvaða áfangar eru til mats, kröfur til matsaðila og
fleiri). Þegar þau gögn eru tilbúin er komið að því að undir-
búa framkvæmd. Við val á framkvæmdaraðila þarf sam-
Tafla 1: Helstu verkþættir, markmið og framkvæmdaaðilar
Verkþáttur Markmið Framkvæmd
Greina þörf fyrir framtíðarfærni á íslenskum
vinnumarkaði (skýrsla unnin á tímabilinu)
Nýta við val á greinum í raunfærnimat og
störfum til að lýsa í vefgátt/upplýsa hags-
munaaðila
Vinnumálastofnun
Útbúa og prófa gæðaviðmið fyrir framkvæmd
raunfærnimats
Stuðla að gæðum raunfærnimatskerfisins FA í samstarfi við fræðsluaðila og sér-
fræðinga
Raunfærnimat á móti 40 námsskrám
(15 manna hópar)
Draga fram færni og fjölga möguleikum
markhópsins í námi
Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í sam-
starfi við framhaldsskóla
Raunfærnimat á móti færnikröfum 6 starfa (20
manna hópar)
Draga fram færni og styrkja stöðu fólks á
vinnumarkaði
Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í sam-
starfi við framhaldsskóla
Raunfærnimat í almennri starfshæfni (6 verkefni
fyrir atvinnuleitendur – 20 manna hópar)
Draga fram færni og stuðla að færni þróun Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í sam-
starfi við framhaldsskóla
Þjálfun matsaðila (16 námskeið) Byggja upp þekkingu fagaðila á raunfærni-
matsferlinu og efla gæði þess
FA
Lýsa hugmyndafræðilegum grunni upplýsinga-
og ráðgjafakerfis um nám og störf, byggt á
rýnihópum
Byggja stoð fyrir nánari útfærslu á virkni
vefgáttar
SÆNS
Velja og lýsa 500 störfum í samráði við hags-
munaaðila
Birta á vefgátt til upplýsingar fyrir markhóp-
inn
FA
Lýsa námi og þjálfun á framhaldskólastigi sem er
tengt þeim störfum sem lýst verður
Birta á vefgátt til upplýsingar fyrir markhóp-
inn
SÆNS
Þróa gagnvirk tæki til sjálfsmats fyrir áhugasvið
og færni
Stuðla að aukinni sjálfsþekkingu og þekkingu
á tækifærum
SÆNS
Hanna rafræna ráðgjöf og byggja upp net ráð-
gjafa sem sinna henni
Auka aðgengi markhópsins að náms- og
starfsráðgjöf
SÆNS/FA
Greina tæknilegar lausnir og byggja upp kerfið Útbúa virka vefgátt Tækniaðilar
Prófun kerfisins (notendur og ráðgjafar) Stuðla að gæðum vefgáttar SÆNS/FA
Þjálfun ráðgjafanetsins í notkun vefgáttar Kynna virkni vefgáttar og hvetja til notkunar
með markhópi
SÆNS/FA
Kynningarherferð á afurðum verkefnisins Auglýsa afurðir verkefnisins fyrir mark-
hópnum
FA í samstarfi við auglýsingastofu