Gátt - 2013, Page 84

Gátt - 2013, Page 84
84 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 hefur SÆNS útbúið skýrslu sem lýsir hugmyndafræðilegum grunni fyrir upplýsinga- og ráðgjafarkerfi sem er í framtíðinni ætlað að þjóna almenningi (ýmsum markhópum). Í verk- efninu er lagður grunnur að þeirri framtíðarsýn með áherslu á þarfir markhóps FA. Þetta er því eins konar grunnútgáfa sem nær til afmarkaðra þátta sem lýst er hér á eftir. SÆNS hefur einnig starfrækt rýnihópa með helstu hagsmunaaðilum og skráð niðurstöður þeirra í skýrslu sem nú nýtist sem grunnur að lýsingu á virkni vefgáttar sem þarf síðan að útfæra með tækniaðila. SÆNS hefur virkjað tengsl sín við erlenda sér- fræðinga í málaflokknum sem hafa veitt ráðgjöf við mótun vefsins. Samstarf er einnig við mennta- og menningarmála- ráðuneytið um þróun mála. L Ý S I N G Á 5 0 0 S T Ö R F U M O G N Á M S L E I Ð U M A Ð Þ E I M FA hefur hafið söfnun á lýsingum á 500 störfum í samstarfi við hagsmunaaðila. Grunnurinn að vali á störfum var lagður með starfsgreinaráðunum og tekur mið af þeim vísbendingum sem fram koma um framtíðarfærniþarfir vinnumarkaðsins. Lýsingar á störfum munu byggjast á ýmsum heimildum, s.s. á hæfnikröfum starfa (unnin af starfsgreinaráðum), upplýs- ingum frá fagfélögum, lögum og reglugerðum og bókunum Starfslýsingar I–III (270 störfum lýst) sem Gerður G. Óskars- dóttir ritstýrði. Í sumum tilfellum er að finna ítarlegt efni sem hægt er að byggja á, t.d. hæfnikröfur starfa sem starfsgreina- ráðin hafa unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, í öðrum tilfellum er lítið sem ekkert til og þá þarf að draga fram lýsingarnar eftir öðrum leiðum eins og í gegnum við- töl og rýni í erlend gögn. Hannað hefur verið sniðmát fyrir lýsingarnar til samræmingar og verður texti hverrar lýsingar borinn undir helstu hagsmunaaðila viðkomandi starfs svo að sátt ríki um það sem birt verður. Stefnt er að því að textinn sé einfaldur, hnitmiðaður og aðlaðandi til notkunar fyrir mark- hópinn. Þá er einnig verið að huga að skýrri starfaflokkun sem getur gagnast einstaklingum við að fá heildaryfirsýn yfir störf á vinnumarkaði og mögulegar tengingar þeirra á milli. SÆNS vinnur lýsingar á námsleiðum í þar til gert sniðmát sem tengjast þeim 500 störfum sem lýst er. Þær geta verið í gegnum formlega skólakerfið og/eða vettvang framhalds- fræðslunnar. Þessar lýsingar verða einnig einfaldar og hnit- miðaðar með tenglum á tengda fræðsluaðila. Unnið er í sam- starfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. K A N N A N I R Á Á H U G A O G F Æ R N I A U K A Ð G E N G I S A Ð N Á M S - O G S T A R F S R Á Ð G J Ö F Á vefnum er ætlunin að bjóða upp á áhugasviðskönnun fyrir markhópinn. Í gegnum áhugasviðskönnun getur ein- staklingurinn fengið aukna sjálfsþekkingu sem styður hann jafnframt í ákvarðanatöku um færniþróun. Sif Einarsdóttir, dósent við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf í HÍ, hefur unnið að þróun áhugasviðskönnunarinnar Bendils (sjá www. bendill.is) fyrir ungt fólk og er ætlunin í þessu verkefni að þróa áfram sérstaka könnun fyrir fullorðna. Bendill byggist á kenningu John Holland og miðar að því að draga fram upp- lýsingar um starfsáhuga. Niðurstöður könnunarinnar munu síðan tengjast lýsingum á störfum og námsleiðum og hvatt verður til þess á vefnum að einstaklingar leiti til náms- og starfsráðgjafa til að ræða þær nánar og skipuleggja næstu skref. Einstaklingar munu geta mátað sig við þær raunfærni- matsleiðir sem opnar eru með því að svara spurningum í sérstökum skimunarlistum á vefnum sem náms- og starfs- ráðgjafar nýta þegar kannað er hvort fólk eigi erindi í raun- færnimat í ákveðinni grein. Einnig verður hægt að nálgast gátlista (hæfniviðmið) greinanna í sjálfsmatsformi á vefnum. Með sjálfsmatinu gefst einstaklingum tækifæri til að máta færni sína við viðmið greinanna og geta í kjölfarið haft beint samband við nám- og starfsráðgjafa á fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvum um land allt til að ræða möguleika sína á þátttöku í raunfærnimati. Mynd 1: Samráðshópur verkefnisins í námsheimsókn á Írlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.