Gátt - 2013, Page 90
90
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
í aðferðafræði hönnuða og handverksfólks auk þess sem þeir
lærðu að skilgreina ýmis hugtök og nýta sér vinnudagbók/
skissubók til að safna upplýsingum og þróa hugmyndir. Í
seinni lotunni nýttu nemendur sér það sem þeir lærðu í fyrri
lotunni til að hanna og búa til prufueintök til framleiðslu.
Farið var í skoðunarferðir og fjölmargir sérfræðingar
kallaðir til, ýmist til að halda stuttar kynningar og fyrir-
lestra eða til að kenna ákveðið handverk, aðferðafræði og/
eða meðferð efnis. Einnig var fjallað um ýmsar aðferðir við
markaðssetningu, gæðaeftirlit og vöruþróun.
Nemendurnir fóru saman í gegnum ferli þar sem þeir
skoðuðu og greindu helstu sérkenni fjórðungsins, kortlögðu
mögulega sölustaði, rannsökuðu viðfangsefnið – skötuna og
aðalbláberin – frá ýmsum hliðum, kynntu sér stöðu og þróun
ferðaþjónustunnar á svæðinu og sköpuðu eigin útfærslur af
söluvarningi sem féllu að þemanu sem unnið var með.
Í lokin var haldinn opinn kynningarfundur þar sem ferli
og aðferðafræði smiðjunnar var kynnt almenningi og hver og
einn þátttakandi sýndi prufueintök og sagði frá sínu verkefni.
Á H E R S L U R
Eins og áður sagði voru þátttakendur á ýmsum aldri og með
ólíkan bakgrunn og reynsluheim. Við framkvæmd smiðjunnar
var lögð áhersla á að leiða allan hópinn saman í gegnum
ferlið en jafnframt að leyfa hverjum og einum að njóta sín.
Tekið var mið af því hve þarfir og eðli einstaklinga er mis-
munandi, vinnan var aðlöguð hverjum og einum eins og
kostur var og fylgst með því að allir væru virkir allan tímann.
Þátttakendur unnu ýmist sjálfstætt, tveir eða fleiri saman eða
allur hópurinn sem ein heild. Við kennsluna var lögð áhersla
á samhjálp, samvinnu og jafningjafræðslu. Dregin var fram
eftir fremsta megni sérþekking hvers og eins og henni komið
á framfæri þar sem við átti.
„Áttatíu prósent velgengninnar felst í því að mæta á
staðinn,“ er haft eftir frægum manni (eða konu). Mætingar-
skylda í smiðjunni var 80% að lágmarki og án þessa ákvæðis
myndu kennsluaðferðir smiðjunnar ekki nýtast sem skyldi og
skila litlum árangri. Stundataflan var í daglegri endurskoðun
og mikilvægt reyndist að aðlaga hana aðstæðum reglulega;
framvindu verkefnisins, einstaklingunum sem að því komu
og því umhverfi sem unnið var í.
Afar brýnt er að þeir sem leiða verkefni af þessum toga
hafi góða reynslu af skapandi verkefnum sem byggjast á
jafningjafræðslu, að þeir hafi kunnáttu til að leiða breiðan
hóp einstaklinga með ólíkan bakgrunn og reynsluheim og
þekki menningarsvæðið sem unnið er með, inniviði þess,
mannauð og möguleika.
Ú T K O M A
Almenn ánægja var meðal þátttakenda með smiðjuna,
bæði skipulag hennar og allt það efni sem þeir náðu að til-
einka sér með því að vera leiddir í gegnum ferlið. Það þótti
mjög gefandi að fá að vinna með efnivið og hugmyndir úr
nærumhverfinu. Eins var mikil ánægja með alla þá hönnuði,
handverksfólk og sérfræðinga á ýmsum sviðum sem komu að
smiðjunni með ýmiss konar handleiðslu og fróðleik.
Leiðsagnarmatið, sem unnið var eftir, reyndist hins veg-
ar of margþætt og flókið. Við vinnuferli af þessu tagi þarf
skýrslugerð að vera hófleg og hnitmiðuð. Ef of mikill tími fer
Fjölmargir sérfræðingar á ýmsum sviðum koma að smiðjunni með ýmsum
hætti.