Gátt - 2013, Page 95
95
A F S J Ó N A R H Ó L I
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
S V O L E N G I L Æ R I R S E M L I F I R
Á síðustu öld nægði að læra til ákveðinna starfa við upphaf
starfsferils, ákveðin kyrrstaða ríkti. Mikil tækniþróun hefur átt
sér stað undanfarin misseri og nú dugir upphafleg menntun
eða reynsla á vinnumarkaði ekki nema í takmarkaðan tíma.
Símenntun eða ævimenntun er orðin nauðsynleg, hvort sem
hún er undir merkjum formlegrar eða óformlegrar menntunar
eða sú sem lærist mann frá manni á vinnustöðum. Persónuleg
færni er orðin eftirsótt á vinnumarkaði. Í samfélagi okkar er
viðurkennt að það verður að gefa fólki tækifæri til að sækja
sér menntun og auka færni sína sjálfum sér til framdráttar og
samfélaginu í heild til aukinnar hagsældar.
A Ð I L A R V I N N U M A R K A Ð A R I N S
Fullorðinsfræðsla er tiltölulega nýtt orð í íslenskri tungu, í
raun er merking þess tvíþætt. Annars vegar kemur fullorðið
fólk í skóla og lýkur einhverju skilgreindu námi sem veitir
ákveðin réttindi. Hins vegar sækja fullorðnir sér nám hjá
vinnuveitanda eða hjá ýmsum fræðsluaðilum. Slíkt nám er
gjarnan kallað óformlegt, það veitir ekki ákveðin réttindi en
styrkir einstaklinginn bæði persónulega og sem starfsmann.
Aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér samning á árinu
2000 en þar segir meðal annars um markmið um starfs-
menntamál: „Samningsaðilar eru sammála um mikilvægi
starfsmenntunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Aukin hæfni og
starfstengd menntun starfsmanna er nauðsynlegur þáttur í
meiri framleiðni og bættri samkeppnistöðu íslenskra fyrir-
tækja. Atvinnulífið þarfnast vel menntaðra starfsmanna sem
geta mætt nýjum þörfum og breyttum kröfum vinnumark-
aðarins. Mikilvægt er að framboð á námi og námsefni svari
þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma.“ Í framhaldi af þessu
tók Landsmennt til starfa, sem er fræðslusjóður Samtaka
atvinnulífsins og verkafólks á lands-
byggðinni. Aðildarfélög sjóðsins
eru nú 16 stéttarfélög innan Starfs-
greinasambands Íslands (SGS) á
landsbyggðinni. Þrjú aðildarfélaga
innan SGS til viðbótar (Flóabanda-
lagið) standa saman að systursjóði
Landsmenntar sem er Starfsafl. Í júní
2005 varð Ríkismennt til með samn-
ingum fjármálaráðuneytisins og SGS og Sveitamennt í janúar
2007 með kjarasamningi á milli Launanefndar sveitarfélaga
og SGS. Á sama tíma urðu til fleiri sjóðir innan SGS með
sömu markmið, að efla menntun starfsfólks með litla form-
lega grunnmenntun. Hlutverk þessara sjóða er að styrkja ein-
staklinga til að sækja sér menntun og að styrkja fyrirtæki og
stofnanir til að halda námskeið eða senda fólk á námskeið.
Þá hafa sjóðirnir styrkt ýmis þróunarverkefni og tekið þátt í
erlendum samstarfsverkefnum.
F R Æ Ð S L U S T J Ó R I A Ð L Á N I – A Ð
M A R K A L E I Ð I N A …
Eitt þeirra verkefna sem sjóðirnir koma að er Fræðslustjóri að
láni en upphaf þess má rekja til verkefnisins Ráðgjafi að láni
hjá fræðslusetrinu Starfsmennt (BSRB og fjármálaráðuneyti).
Fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa nýtt sér Fræðslustjóra að
láni og hafa forsvarsmenn og starfsfólk lýst mikilli ánægju
með það.
Verkefnið Fræðslustjóri að láni felur í sér að stofnanir og
fyrirtæki geta fengið að láni ráðgjafa eða mannauðsstjóra
með sérhæfingu meðal annars í fræðslumálum almennra
starfsmanna. Ráðgjafinn skoðar stöðu fræðslu- og þjálfunar-
mála fyrirtækisins eða stofnunarinnar, tekur saman það sem
vel er gert og vinnur með stjórnendum og almennu starfsfólki
EYJÓLFUR BRAGASON
M A N N A U Ð U R – S Í M E N N T U N – L E I Ð I R T I L
Á R A N G U R S
Aðferðin felur í sér skipulagningu á menntun, þjálfun og öðru því sem tengist uppfræðslu
starfsmanna. Með Markviss-aðferðinni fá starfsmenn og stjórnendur tækifæri til að meta
sjálfir þekkingar- og færniþörf vinnustaðarins og skipuleggja þjálfun hvers starfsmanns að
teknu tilliti til matsins.
Eyjólfur Bragason