Gátt - 2013, Side 99
99
A F S J Ó N A R H Ó L I
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
H Á T Æ K N I F Y R I R T Æ K I Ð M A R E L
Marel er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum Íslands og í
fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði og
kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfar
í yfir 30 löndum þar sem bæði eru starfræktar skrifstofur og
dótturfyrirtæki. Heildarfjöldi starfsmanna er 4500. Hjá Marel
á Íslandi starfa 500 manns. Starfseminni á Íslandi er skipt í
þrjú iðnaðarsetur sem hvert og eitt starfar á sérsviði fisks,
kjöts eða kjúklings og fjögur vörusetur þar sem unnið er
að sölu, þróun og þjónustu í tengslum við tæki og vörur. Á
Íslandi er einnig stór framleiðslueining en þar starfa um 200
manns.
Uppruna Marel má rekja allt til ársins 1978 þegar
nokkrir vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu rafeindavog til
notkunar í fiskiskipum. Fyrirtækið Marel var svo formlega
stofnað 1983 um það leyti sem örtölvu- og rafeindatækni var
að byrja að ryðja sér til rúms í vinnsluaðferðum í matvæla-
iðnaði. Síðan hefur orðið mikil tæknivæðing í matvælaiðnaði
og þar er Marel leiðandi hátæknifyrirtæki á sínu sviði. Starf-
semi Marel hófst því í fiskvinnslu en í gegnum samstarf við
viðskiptavini og með kaupum á fyrirtækjum hefur reynslan
úr fiskvinnslunni færst yfir í kjöt- og kjúklingaiðnað. Marel
framleiðir og þjónar viðskiptavinum sínum með úrvali háþró-
aðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal eru vogir, flokkarar,
skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnaður, beinatínsluvélar, frystar,
pökkunar- og merkingarvélar, flæðilínur og heildarlausnir af
ýmsu tagi. Marel er stærsta almenningshlutafélag á Íslandi.
Tekjur félagsins árið 1983 voru rúmar 6 milljónir króna en
2012 ríflega 112 milljarðar króna. Þar af myndast 99% af
veltu utan Íslands.
F R A M L E I Ð S L U S K Ó L I M A R E L
Hjá Marel er að finna fjölbreytta flóru starfa: sölu og þjónustu,
vélahönnun, rafhönnun, vöruþróun og rekstrar- og viðskipta-
tengd störf. Störfum tengdum framleiðslu sinna rafvirkjar,
smiðir, starfsfólk í samsetningu, glerblæstri, við málmsmíði
og málmsuðu, rennismiðir, rafeindavirkjar og fleiri. Stærstur
hluti starfsfólks í framleiðslu Marel á
Íslandi er með sveinspróf eða meist-
araréttindi en um það bil 25% hafa
ekki lokið formlegri skólagöngu sem
er sá hópur sem skilgreina má sem
ófaglærða.
Hugmyndafræðin að baki
Framleiðsluskóla Marel er að
mæta þörfum þessa síðasttalda
hóps og bjóða ófaglærðu starfsfólki
í framleiðslu Marel upp á sérsniðna
menntun sem byggist á þörfum fyrir-
tækisins en er einnig í samræmi við
menntunarkröfur í ofangreindum
iðngreinum. Ófaglærðir sinna fjölbreyttum störfum, til að
mynda við samsetningu á rafeindavörum, við gler- og sand-
blástur tækja og tækjahluta, við málmsuðu, við laserskurð
plötustáls og beygjuvélar, við rennismíði, við lager og inn-
kaup.
Námsskráin sem kennt verður eftir í Framleiðsluskól-
anum er unnin í samstarfi Marel og Mímis-símenntunar undir
heitinu Efling verkfærni í málmtæknigreinum.
Þ Ö R F F Y R I R S É R T Æ K T N Á M ?
Eins og fyrr segir er markhópur Framleiðsluskólans starfsfólk
með stutta formlega skólagöngu sem starfar við framleiðslu
hjá Marel. Verkefnið hófst þannig að Marel tók þátt í umsókn
um styrk til að skrifa ofangreinda námsskrá að frumkvæði
Mímis-símenntunar og í samvinnu við Samtök iðnaðarins.
Styrkurinn fékkst og var að mestum hluta nýttur til að greina
fræðsluþarfir hópsins. Í kjölfarið var námsskráin skrifuð og
stefnt er að tilraunakennslu á fyrstu mánuðum 2014. Að til-
raunakennslu lokinni verður sótt um viðurkenningu á náms-
skránni til mennta- og menningarmálaráðuneytis í samvinnu
við Mími-símenntun. Að því loknu eiga þátttakendur að geta
fengið námið metið til eininga innan framhaldsskólakerfisins
og það yrði þeim hvatning til að ljúka frekara námi í fram-
haldinu.
SIGRÍÐUR ÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR
F R A M L E I Ð S L U S K Ó L I M A R E L
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir