Gátt - 2013, Síða 99

Gátt - 2013, Síða 99
99 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 H Á T Æ K N I F Y R I R T Æ K I Ð M A R E L Marel er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum Íslands og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Fyrirtækið starfar í yfir 30 löndum þar sem bæði eru starfræktar skrifstofur og dótturfyrirtæki. Heildarfjöldi starfsmanna er 4500. Hjá Marel á Íslandi starfa 500 manns. Starfseminni á Íslandi er skipt í þrjú iðnaðarsetur sem hvert og eitt starfar á sérsviði fisks, kjöts eða kjúklings og fjögur vörusetur þar sem unnið er að sölu, þróun og þjónustu í tengslum við tæki og vörur. Á Íslandi er einnig stór framleiðslueining en þar starfa um 200 manns. Uppruna Marel má rekja allt til ársins 1978 þegar nokkrir vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu rafeindavog til notkunar í fiskiskipum. Fyrirtækið Marel var svo formlega stofnað 1983 um það leyti sem örtölvu- og rafeindatækni var að byrja að ryðja sér til rúms í vinnsluaðferðum í matvæla- iðnaði. Síðan hefur orðið mikil tæknivæðing í matvælaiðnaði og þar er Marel leiðandi hátæknifyrirtæki á sínu sviði. Starf- semi Marel hófst því í fiskvinnslu en í gegnum samstarf við viðskiptavini og með kaupum á fyrirtækjum hefur reynslan úr fiskvinnslunni færst yfir í kjöt- og kjúklingaiðnað. Marel framleiðir og þjónar viðskiptavinum sínum með úrvali háþró- aðra tækja og hugbúnaðar, þar á meðal eru vogir, flokkarar, skurðarvélar, sagir, eftirlitsbúnaður, beinatínsluvélar, frystar, pökkunar- og merkingarvélar, flæðilínur og heildarlausnir af ýmsu tagi. Marel er stærsta almenningshlutafélag á Íslandi. Tekjur félagsins árið 1983 voru rúmar 6 milljónir króna en 2012 ríflega 112 milljarðar króna. Þar af myndast 99% af veltu utan Íslands. F R A M L E I Ð S L U S K Ó L I M A R E L Hjá Marel er að finna fjölbreytta flóru starfa: sölu og þjónustu, vélahönnun, rafhönnun, vöruþróun og rekstrar- og viðskipta- tengd störf. Störfum tengdum framleiðslu sinna rafvirkjar, smiðir, starfsfólk í samsetningu, glerblæstri, við málmsmíði og málmsuðu, rennismiðir, rafeindavirkjar og fleiri. Stærstur hluti starfsfólks í framleiðslu Marel á Íslandi er með sveinspróf eða meist- araréttindi en um það bil 25% hafa ekki lokið formlegri skólagöngu sem er sá hópur sem skilgreina má sem ófaglærða. Hugmyndafræðin að baki Framleiðsluskóla Marel er að mæta þörfum þessa síðasttalda hóps og bjóða ófaglærðu starfsfólki í framleiðslu Marel upp á sérsniðna menntun sem byggist á þörfum fyrir- tækisins en er einnig í samræmi við menntunarkröfur í ofangreindum iðngreinum. Ófaglærðir sinna fjölbreyttum störfum, til að mynda við samsetningu á rafeindavörum, við gler- og sand- blástur tækja og tækjahluta, við málmsuðu, við laserskurð plötustáls og beygjuvélar, við rennismíði, við lager og inn- kaup. Námsskráin sem kennt verður eftir í Framleiðsluskól- anum er unnin í samstarfi Marel og Mímis-símenntunar undir heitinu Efling verkfærni í málmtæknigreinum. Þ Ö R F F Y R I R S É R T Æ K T N Á M ? Eins og fyrr segir er markhópur Framleiðsluskólans starfsfólk með stutta formlega skólagöngu sem starfar við framleiðslu hjá Marel. Verkefnið hófst þannig að Marel tók þátt í umsókn um styrk til að skrifa ofangreinda námsskrá að frumkvæði Mímis-símenntunar og í samvinnu við Samtök iðnaðarins. Styrkurinn fékkst og var að mestum hluta nýttur til að greina fræðsluþarfir hópsins. Í kjölfarið var námsskráin skrifuð og stefnt er að tilraunakennslu á fyrstu mánuðum 2014. Að til- raunakennslu lokinni verður sótt um viðurkenningu á náms- skránni til mennta- og menningarmálaráðuneytis í samvinnu við Mími-símenntun. Að því loknu eiga þátttakendur að geta fengið námið metið til eininga innan framhaldsskólakerfisins og það yrði þeim hvatning til að ljúka frekara námi í fram- haldinu. SIGRÍÐUR ÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR F R A M L E I Ð S L U S K Ó L I M A R E L Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.