Gátt - 2013, Page 102

Gátt - 2013, Page 102
102 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 tíma og þau hjálpuðust að. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun og útskrifaðist sama dag sem sveinn og stúdent. Svo fór hann tveimur árum seinna í meistaraskólann. „Ég var alltaf í skólanum. Alltaf að læra á kvöldin og um helgar, hafði tak- markaðan tíma til að sinna börnunum. Svo sá ég fram á að þetta yrði óhóflega dýrt, til dæmis kostaði ein önn í sumar- skóla með fjórum einingum í dönsku 28 þúsund krónur fyrir utan skólabækurnar og maður má bara taka níu einingar á önn. Þetta gildir fyrir alla skólana sem ég hef verið í og þeir eru ansi margir. Maður þarf undanþágu ef maður vill taka fleiri einingar. Svo ég sá fyrir mér að ég yrði heila eilífð að þessu, myndi ekki ljúka stúdentsprófinu fyrr en ég væri átt- ræð.“ Eftir efnahagshrunið fékk Vignir vinnu erlendis og þau tóku þá ákvörðun að hann myndi fara þangað áður en hann missti vinnuna hér heima. Hann fékk vinnu í Noregi 2009 og fór þangað en Lena varð eftir á Íslandi með tvö börn. Samstarfsfólk Lenu hvatti hana á þessum tíma til að fara í Menntastoðir, námsleið sem ætluð er einstaklingum, 23 ára og eldri og veitir þeim sem ljúka náminu aðgang að undirbúningsdeildum háskólanna. En á þeim tíma var aðeins boðið upp á nám í Menntastoðum í dagskóla. „Ég gat ekki tekið það því ég varð að vinna og hugsa um börnin, mað- urinn erlendis í vinnu. Ég reiknaði dæmið til enda og komst að því að eina leiðin sem mér væri fær til þess að klára stúd- entinn væri að gera hlé á vinnu, sækja um námslán og um að komast í háskólabrúna í Keili,“ segir Lena. A Ð S T Ö K K V A Ú T Í D J Ú P U L A U G - I N A Í júlí 2011 eignaðist Lena yngsta barnið. Enn vantaði hana einingar til þess að komast inn í háskólabrúna. Um haustið hóf hún nám með mánaðargamlan son til þess að klára þær einingar. Hún sækir um hjá Keili og kemst inn í fjarnám á Háskólabrú, hefur nám í janúar 2012 á verk- og raunvísinda- braut í fjarnámi. Lena valdi þá braut til þess að vera viss um að geta valið hvaða námsleið sem væri í háskólanum. „Námið er afar vel skipulagt og byggir á því sem maður kann. Við byrjuðum í tölvum, word og excel og íslensku í fimm vikur og tókum próf að þeim tíma loknum. Ég fékk tíu í tölvum. Svo kom Hjálmar Árnason og hélt fyrir okkur tölu á fyrstu vinnuhelginni. Það var ótrúlegt að hlusta á hann. Manni fannst að maður gæti sigrað heiminn! Eftir þá ræðu þá voru þau viss um að þeim myndi takast þetta. Að koma í Keili var upplifun. Kennararnir þar eru eðalkennarar , kennsluaðferðirnar eru aðlagaðar að þörfum og aðstæðum fullorðins fólks. Kennararnir gáfust aldrei upp fyrr en allir voru búnir að ná þessu.“ Lena var heilt ár í fjarnáminu, þrjár annir, 365 daga og fékk aðeins fimm daga frí. Eiginmaðurinn í útlöndum, hún með nýfætt barn og tvö eldri. Til allrar hamingju átti hún einnig stóra fjölskyldu sem studdi hana með pössun. „Ég var enn alltaf að læra, en ekki að vinna með eins og áður. Þetta ár var ég með námslán og gat einbeitt mér í fullu starfi við námið til klukkan þrjú á daginn. Um eftirmiðdaginn og á kvöldin gat ég verið með börnunum, það munaði miklu fyrir okkur öll.“ Vignir flutti aftur til Íslands í maí 2012. Námið í Háskólabrúnni er krefjandi, námsmenn þurfa að ljúka 80 einingum á einu ári. Þar eru fimm vikna lotur, með verkefnaskilum, prófum á netinu og skriflegum prófum. Til samanburðar við kvöld- og fjarnám í framhaldsskólum nefnir Lena að systir hennar og mágur hafið tekið íslenskuáfanga 400 og 500 á sama tíma og Lena var að taka sambærilegan áfanga eða Íslensku tvö í Keili. Þar fór námið fram á 5 vikum, námsefnið var nákvæmlega það sama og sömu verkefni unnin en þau í framhaldsskólanum voru 15 vikur að taka sína áfanga. Í Keili eru skipulagðar vinnuhelgar með reglulegu millibili, þá mættu stundum bara 5 af 24 nemendum en Lenu fannst þetta vera fjárfesting sem hún vildi nýta vel. Þótt þetta hafi verið strembið þá var árangurinn góður. Lena nefnir að hún Lena Hulda Nílsen og eiginmaður hennar Vignir Daði Valgeirsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.