Gátt - 2013, Blaðsíða 103
103
A F S J Ó N A R H Ó L I
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
hafi fallið í stærðfræði á samræmdu prófunum, fengið tvo í
einkunn. En að loknu náminu í Keili hefur hún lokið 26 ein-
ingum í stærðfræði með ljómandi árangri. Hún hefur einnig
lokið sex einingum í efnafræði og eftir það hafi áhugi á lyfja-
fræðinni kviknað. „Ég var nú ekki viss um að ég hefði það
af að læra þetta.“ En með seiglunni hafðist það. Lena lauk
námi í Háskólabrú Keilis um áramótin 2012–2013. Komst
hún þá að því að nám í raungreinum í háskólunum hefst allt
á haustin. Hún ætlaði ekki að leggja árar í bát, hugsaði með
sér að hún gæti farið í fjölbraut og tekið þær örfáu einingar
sem hún ætti eftir til þess að ljúka stúdentsprófi. Kom enn
að lokuðum dyrum. Vegna þess að einingarnar frá Keili, þótt
þær veiti aðgang að háskólanámi, eru ekki metnar til jafns
við einingar í framhaldsskólunum. Svo enn standa 6 einingar
í vegi fyrir að hún geti sett upp hvíta kollinn.
En hún lét þetta ekki á sig fá. Fór að vinna í leikskóla á
meðan hún beið þess að tíminn liði. Haustið 2013 innritað-
ist Lena í lyfjafræði í Háskóla Íslands. Fyrstu önninni þar er
að ljúka, próf framundan. Það veldur ákveðnum titringi og
spennu að hafa lesið og lært í heila önn og eiga að fara í
próf í öllu efninu. „Kennslan og starfið í háskólanum er allt
öðru vísi en í Keili. Í háskólanum eru fyrirlestrar, dæmatímar,
verklegir tímar og skýrslugerð og verkefnaskil. Það er eins og
námið sé frekar miðað að þörfum kennara en nemenda. Ég
finn að ég bý að því að hafa tamið mér ákveðin vinnubrögð
og virðist að ég sé betur undirbúin undir háskólanámið en
unga fólkið sem er með mér í náminu. Ég hef ekki allan
heimsins tíma til að sinna náminu. Ég á fjölskyldu, mann og
börn sem ég vil vera með og sinna.“
Ég óska þess að Lenu gangi vel í prófunum og að henni
vegni vel í náminu. Ég læt orð hen nar þegar við kveðjumst
verða að niðurlagi þessarar greinar: „Eiginmaðurinn hefur
verið stærsti áhrifavaldurinn, hann veitti uppörvum og dreif
mig áfram. Í upphafi fór ég eiginlega í skólann fyrir hann.
Hann hafði verið hvattur áfram til náms heima, öll systkini
hans hafa aflað sér menntunar. Uppeldi og áherslur á eigin
heimili skipta miklu máli. Eldri börnin okkar eru ellefu og sjö
ára og þau eru dugleg í skólanum. Sonurinn Valgeir er strax
farinn að pæla í því hvað hann ætlar að verða þó hann sé
bara ellefu.“
Lena Hulda útskrifuð frá Keili.