Gátt - 2013, Side 106

Gátt - 2013, Side 106
106 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 „RÉTTINDIN STYRKJA STÖÐU MANNS Á VINNUMARKAÐI“ Námsferill minn er ekki mjög langur, ég lauk grunnskólaprófi árið 1984 án þess að ná tilskildum lágmarkseinkunnum. Eftir það fór ég einn vetur í iðnskólann á Ísafirði, ég kláraði ekki veturinn og fór út á vinnumarkaðinn. Mitt aðalstarf í gegnum tíðina hafa verið smíðar, það hefur alltaf blundað í mér að ná mér í réttindi en lét lengi ekki verða af því þar sem ég er með vott af lesblindu sem ekki hjálpar við námið. Ég er fæddur og uppalinn Vestfirðingur en flutti suður á Selfoss árið 2003 í leit að fleiri atvinnutækifærum. Það var svo vorið 2010 sem ég sá auglýsingu um raunfærnimat í húsasmíði sem átti að halda á Selfossi og ákvað að slá til. Eftir kynningarfund fór ég í raunfærnimat sem gekk bara nokkuð vel, ég fékk metnar 54 einingar og eftir fundi með námsráðgjöfum úr Fræðslunetinu hóf ég nám hjá Fræðsluneti Suðurlands. Þar fór ég í Grunnmenntaskólann og samhliða honum í grunnteikningu og iðnteikningu hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sumarið eftir tók ég íslensku og stærðfræði í sum- arskóla í Fjölbraut í Breiðholti en haustið 2011 hélt ég áfram í námsleiðinni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Fræðslunetinu og tók jafnframt lokaáfangann í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Suðurlands auk ensku og dönsku í fjarnámi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vorið 2012 útskrifaðist ég sem húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þetta voru nokkuð strembin tvö ár í námi þar sem ég tók þetta samhliða fullri vinnu en með góðu skipulagi og aga náðist þetta að lokum. Fyrst og fremst var það raun- færnimatið sem ýtti mér af stað og gerði mér kleift að klára þetta nám. Ég var mjög ánægður með námið hjá Fræðslu- neti Suðurlands þar sem að mér fannst það vera sniðið að fræðslu fyrir fullorðna. Ég á þeirri gæfu að fagna að hafa aldrei verið atvinnulaus en það styrkir mann tvímælalaust á atvinnumarkaðinum að hafa réttindi í sínu fagi auki þess sem að námið hefur haft mjög jákvæð áhrif á sjálfstraustið. Sævar Gunnarsson persónulega þar sem ég hefði ekki trúað því að ég myndi nokkurn tíma fara aftur í nám. Ég er mjög ánægður með að hafa tekið skrefið, farið í raunfærnimat og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá sem hafa reynslu og vilja til að ljúka námi, sjálfur hefði ég aldrei klárað námið ef ekki hefði verið fyrir raunfærnimatið því ég hefði ekki treyst mér í fullt nám.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.