Gátt - 2013, Side 110
110
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
frá HRSG sem hefur að geyma yfir 300 þrepaskiptar lýsingar
á færni og annað eins af lýsingum starfa. Í framhaldi af því
hófst vinna við þýðingar og aðlögun. Hugmyndir FA um
verklag við greiningu færnikrafna á Íslandi voru kynntar á
nokkrum fundum. Aðferðinni var beitt í nokkrum verkefnum
og reyndist vel en áfram bíður frekari þróun, þýðingar og
aðlögun, meðal annars að íslenskum viðmiðaramma.
Mikilvægt er að fylgjast með því sem gert er í öðrum
löndum og hjá öðrum aðilum hér á landi í tengslum við hæfni-
kröfur starfa og tengingu við viðmiðaramma. Það hefur verið
gert með því að fylgjast með erlendum vefsíðum, skýrslum
og fréttabréfum. Sem dæmi hefur fjölbreytt útgáfa CEDEFOP
verið rýnd og lykilskýrslur frá OECD. Fyrirkomulag menntunar
í atvinnulífi og færnikröfur til ýmissa starfa í öðrum löndum
hafa verið skoðaðar og fjölmargir viðburðir hafa verið sóttir
innanlands á vegum stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila
sem tengjast málefninu.
Starfshópur vegna tilraunaverkefnis í ferðaþjónustu,
skipaður fulltrúum frá FA, SAF, SGS, MK og starfsgreina-
ráði matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina lagði fram
fyrstu drög að tillögu um skipan náms í ferðaþjónustu innan
framhaldsfræðslunnar í nóvember. Drögin fengu að mestu
jákvæðar undirtektir í baklandinu en á fundi í starfsgreina-
ráði matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina komu fram
neikvæð viðbrögð og niðurstöður FA úr hæfnigreiningu voru
tortryggðar. Starfshópurinn ákvað því að fara í frekari upp-
lýsingasöfnun. SAF fékk styrk frá Þróunarsjóði framhalds-
fræðslu til að gera könnun, sem starfsmenn FA tóku þátt í
að móta. Maskína ehf. vann könnunina og voru niðurstöður
kynntar þann 27. nóvember 2012 og má nálgast þær á vef
FA, www.frae.is. Niðurstöður könnunarinnar styðja fyrri
greiningu FA og veita gagnlegar viðbótarupplýsingar. Starfs-
hópurinn lauk störfum í ársbyrjun 2013 með því að leggja
fram tillögu að nýju fyrirkomulagi í skipan náms. Fulltrúar
starfsgreinaráðsins skrifuðu ekki undir tillöguna. Náms-
hönnun og námsskrárritun fyrsta hluta náms í ferðaþjónustu
lauk í maí 2013 og þar með lauk tilraunaverkefninu. Greinar-
gerð þess efnis var undirrituð af samstarfsaðilunum FA, SGS
og SAF í ágúst 2013. Eftir stendur að halda áfram þróun sam-
kvæmt tillögum starfshóps og láta reyna á nýtt fyrirkomulag.
Tillaga starfshóps felur í stórum dráttum í sér að hægt
verði að ljúka námi innan framhaldsfræðslunnar á tilteknu
þrepi (hér var miðað við 2. þrep) til að styrkja stöðu á vinnu-
markaði eða halda áfram námi í framhaldsskóla. Mikilvægur
hluti tillögunnar snýst þó um þá áherslu sem lögð er á að ein-
staklingar geti á löngum tíma safnað upp í skilgreind náms-
lok með því að taka þátt í stuttum námskeiðum.
FA fékk sumarið 2012 sjö verkefnastyrki frá mennta- og
menningarmálaráðuneytinu í tengslum við átakið Styrkir til
eflingar starfsmenntunar. Verkefnin hófust flest haustið 2012
og lauk öllum í maí 2013. Verkefnin byggðust öll á nánu sam-
starfi við aðila í atvinnulífinu og sum einnig á samstarfi við
aðra fræðsluaðila. Í nokkrum tilvikum var um aðkeypta sér-
fræðivinnu að ræða. Greinargerðir og afurðir þessara verk-
efna hafa verið send styrkveitendum og samstarfsaðilum.
Lýsing á verkefnunum, samstarfsaðilum, vinnunni og niður-
stöðum er að finna í Gátt í grein Guðmundu Kristinsdóttur,
Greining á fræðsluþörfum, verkefni síðasta árs.
Í öllum greiningarverkefnum var beitt þeirri aðferða fræði
sem er í þróun hjá FA með þrepaskiptum hæfnilýsingum
sem keyptar voru frá HRSG. Með því fékkst dýrmæt reynsla
sem vinna þarf úr og var því sótt um styrk til mennta- og
menningar málaráðuneytisins í maí síðastliðnum til að þróa
aðferða fræðina, gera handbók og þjálfa fleiri til að beita
aðferðinni. Sá styrkur var veittur og skal því verkefni lokið í
maí 2014.
Nokkur ný hæfnigreiningarverkefni eru í farvatninu
en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Mest er um vert að
fylgja nýloknum verkefnum úr hlaði og fullmóta þau gögn og
aðferðir sem byggt er á.
Þ R Ó U N A Ð F E R Ð A Í F R A M H A L D S -
F R Æ Ð S L U
Frá árinu 2003 hefur FA byggt upp kennslufræðamiðstöð
og þróað 20 námskeið og gagnasafn fyrir fræðslustarfs-
menn, kennara og leiðbeinendur á sviði fullorðinsfræðslu.
Námskeiðin nefnast Stiklur. Starfið hefur frá upphafi falist
í þróunarvinnu, námskeiðahaldi, fræðslufundum og ráðgjöf.
Námskeiðin eru á mismunandi sviðum með þarfir markhóps
FA að leiðarljósi og í samræmi við óskir og ábendingar sam-
starfsaðilanna. Nánari lýsing er í grein Sigrúnar Jóhannes-
dóttur, Starfsemi kennslufræðimiðstöðvar í Gátt.
Eftirtalin Stiklunámskeið voru haldin sl. vetur:
• Stiklur 2–3, Grunnnámskeið var haldið fyrir Austurbrú á
Reyðarfirði 15. október.
• Stiklur 12, Úrræði við læsis- og ritunarvanda var haldið í
Reykjavík fyrir Mími-símenntun 16. nóvember.
• Stiklur 11, Að takast á við einstaklinga í erfiðum