Gátt - 2013, Side 113

Gátt - 2013, Side 113
113 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 gjöf; undirbúningi og framkvæmd ráðstefnu um færni ráð- gjafans í Svíþjóð; og undirbúningi og framkvæmd málþings um ráðgjöf fyrir fullorðna á Íslandi í júní. Ráðgjafarnetið hefur einnig það hlutverk að styðja við þróun gagnagrunns með upplýsingum um nám og störf í tengslum við IPA-verkefni FA. Í þeim tilgangi var rýnihópa- vinna (tveir hópar) á fundi ráðgjafarnetsins í febrúar, þar sem fram fór þarfagreining á því hvað upplýsinga- og ráð- gjafarvefur ætti að innihalda, ásamt því að fengin var sýn ráðgjafanna á útfærslu á atriðum í vefgáttinni, svo sem upp- lýsingar og notkun vefsins út frá sýn ráðgjafa annars vegar og markhópsins eða notenda hins vegar. G Æ Ð I F R Æ Ð S L U S T A R F S O G R Á Ð G J A F A R H J Á V O T T U Ð U M F R Æ Ð S L U A Ð I L U M FA hefur frá upphafi unnið að því að efla gæði hjá fræðslu- aðilum með þróun gæðaviðmiða sem unnin voru í samstarfi og samráði við samstarfsaðila. Fyrstu gæðaviðmið FA voru gefin út árið 2006 og á árinu 2011 gerði FA samning við vott- unarstofuna BSI á Íslandi um gæðavottunarúttekt og bauð fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum, sem eru í samstarfi við FA, að sækja um fyrstu úttektirnar. Viðbrögð voru jákvæð og í júní 2012 hlutu fyrstu miðstöðvarnar EQM-vottun. Í janúar 2013 var staðan þannig að þrettán fræðslu- og símenntunar- miðstöðvar höfðu staðist gæðaúttekt og hlotið vottun skv. EQM-gæðamerkinu og í maí sama ár barst umsókn frá fyrsta fræðsluaðilanum utan samstarfsnets FA. Í ágúst 2013 barst svo umsókn frá öðrum fræðsluaðila utan samstarfsnets FA. Í janúar 2013 stóð FA fyrir könnun á EQM-gæðakerfinu og framkvæmd gæðaúttektar meðal þeirra 13 fræðsluaðila sem sótt höfðu um EQM-vottun og bárust svör frá 12 aðilum. Helstu niðurstöður voru þær að fræðsluaðilar voru almennt ánægðir með þátttöku sína í gæðavottunarferlinu og töldu að þátttakan hefði skilað skýrari verkferlum og skipulagðari vinnubrögðum. Nokkrir lýstu þó óánægju sinni með að vott- unin næði einungis yfir fræðslustarfsemina en ekki náms- og starfsráðgjöf eða raunfærnimat. Þá kom einnig fram viss óánægja með úttektina, meðal annars þótti ferli úttektar ekki nægilega skýrt. Á fyrri hluta árs 2013 var gengið frá skipulagsskjölum í samvinnu við BSI og gerður var gæðavottunarferill þar sem skýrt er kveðið á um ábyrgð hvors aðila fyrir sig. Þann 24. apríl var opnuð undirsíða á vef FA www.frae.is/gaedavottun með upplýsingum um EQM-gæðavottunina, feril hennar og tenglum í umsóknareyðublöð og fleiri gögn sem tengjast EQM-vottuninni. Í byrjun júní 2013 fékk vottunarstofa sent yfirlit yfir þá aðila sem gengið höfðu frá greiðslu árgjalds 2013 og hófst þá formlega ferill framhaldsúttekta, en úttektir eru gerðar árlega fyrstu þrjú árin. Nánari umfjöllun um tilurð og þróun EQM-viðmiðanna European Quality Mark for non- formal learning providers – further development, er að finna í grein Guðfinnu Harðardóttur hér í Gátt. FA hefur einnig unnið að þróun gæðaviðmiða í náms- og starfsráðgjöf í samráði við samstarfsnet ráðgjafa hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum. Þann 27. maí var fjallað almennt um gæði og gæðavottun á samstarfsfundi náms- og starfsráðgjafa en einnig var farið yfir forsögu EQM- vottunarinnar og fjallað um aðferðafræði EQM. Markmiðið er að fljótlega verði hægt að taka út náms- og starfsráðgjöf samstarfsaðila skv. EQM-gæðakerfinu. Þá haldast í hendur þróun gæðaviðmiða í raunfærnimati og IPA-verkefni FA. N E M E N D A B Ó K H A L D Námsnetið/MySchool er í eigu Studia ehf. FA leigir afnot og greiðir fyrir aðlögun kerfisins að starfsemi sinni. Í Náms- netinu/MySchool eru aðskilin viðmót fyrir kennara, nem- endur og starfsmenn sem annast skipulag náms og umsýslu gagna vegna námsins. Þrjú umsýslusvið eru í Námsnetinu/ MySchool; Brautir, Stök námskeið og Samskipti kennara og námsmanna. Umsýslusviðið Brautir er ætlað fyrir vistun og umsýslu gagna vegna náms samkvæmt námsskrám sem FA skrifar og gefur út. Umsýslusviðið Stök námskeið er ætlað fyrir vistun og umsýslu gagna vegna annars náms sem sam- starfsaðilar FA standa að. Skinna er gagnagrunnur sem mennta- og menningar- málaráðuneytið fyrirhugar að taka í gagnið fyrir miðlæga vistun allra gagna um formlegt og óformlegt nám einstak- linga. Gögn sem eru vistuð í Námsnetinu/MySchool verður hægt að flytja yfir í Skinnu. Þrettán fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og Félags- málaskóli alþýðu sjá um nám samkvæmt námsskrám sem FA skrifar og gefur út. Vegna þessa náms færa símenntunar- miðstöðvarnar og Félagsmálaskóli alþýðu nemendabókhald í Námsnetið/MySchool. Tíu símenntunarmiðstöðvar, Starfs- mennt, IÐAN fræðslusetur og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins nota námsnetið í tengslum við skráningu og umsýslu gagna um náms- og starfsráðgjöf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.