Gátt - 2013, Síða 116
116
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
N Ý I R H Ó P A R Í F R A M H A L D S -
F R Æ Ð S L U
FA er ætlað að undirbúa aðkomu nýrra hópa að framhalds-
fræðslu. Einkum er horft til fatlaðs og aldraðs fólks, öryrkja,
innflytjenda utan vinnumarkaðar, notenda félagsþjónust-
unnar og annarra þeirra sem standa utan vinnumarkaðar.
Ekki er um stóra hópa að ræða, þar sem allur þorri fólks
sem ekki hefur lokið framhaldsskóla er á vinnumarkaði eða í
atvinnuleit og tilheyra því markhópi FA.
Unnið hefur verið með Fjölmennt að vottun námsleiða
fyrir skjólstæðinga þeirra og greiningu hæfniþrepa náms-
leiðanna. Frekari útfærsla bíður þess að gæðaviðmið í fram-
haldsfræðslu verði tilbúin. Endurskoðun námsskrárinnar
Grunnmenntaskólinn tekur einnig til þess hóps sem er
markhópur Fjölmenntar á grundvelli tilraunakennslu náms-
skrárinnar á Vestfjörðum.
Boðið var upp á kennslufræðinámskeið á Akureyri í sam-
starfi við Fjölmennt fyrir kennara á símenntunarmiðstöðvum
og í framhaldsskólum í kennslu fatlaðs fólks. Um er að ræða
námskeiðið Stiklur 15, um kennslu fatlaðs fólks sem var
haldið á Akureyri fyrir SÍMEY 27. nóvember. Jafnframt býðst
kennurum Fjölmenntar að sækja öll kennslufræðinámskeið
sem FA heldur í eigin húsakynnum.
Að frumkvæði Fjölmenntar var í gangi samstarf á
síðasta ári við að samþætta starfsemi Fjölmenntar, FA og
Fræðslusjóðs. Fjölmennt sendi minnisblað til stjórna FA
og Fræðslusjóðs í maí og vitnaði þar til minnisblaðs fram-
kvæmdarstjóra beggja aðila frá 16. maí 2012. Leitaði stjórn
Fjölmenntar staðfestingar á vilja FA og Fræðslusjóðs til sam-
starfs. Báðir aðilar svöruðu jákvætt og var það staðfest í bréfi
til Fjölmenntar 23. maí. Þann 18. júní barst bréf frá Fjölmennt
þar sem fram kemur að Fjölmennt óskar eftir frestun við-
ræðna um óákveðinn tíma, meðal annars vegna erfiðrar fjár-
hagsstöðu stofnunarinnar og ákveðinnar andstöðu við hug-
myndina. Málinu var vísað til nýrrar stjórnar sem yrði skipuð
í ágúst 2013.
N O R R Æ N T T E N G S L A N E T U M N Á M
F U L L O R Ð I N N A ( N V L )
NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) er verkefni
starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mennta-
og menningarmálaráðuneytið hlutaðist til um það að FA tæki
að sér að vista NVL á Íslandi. Samningur um þetta verkefni er
í gildi til loka ársins 2016 og er Sigrún Kristín Magnúsdóttir
fulltrúi í tengslanetinu fyrir Íslands hönd. Á tímabilinu sept-
ember 2012 til ágúst 2013 stóð FA, í samstarfi við NVL, fyrir
nokkrum viðburðum sem lesa má nánar um í greininni Nor-
rænt tengslanet um nám fullorðinna í Gátt.
I P A - V E R K E F N I : Þ R Ó U N R A U N -
F Æ R N I M A T S T I L A Ð E F L A S T A R F S -
H Æ F N I F U L L O R Ð I N N A M E Ð L I T L A
F O R M L E G A M E N N T U N
FA fékk verkefnastyrk frá Evrópusambandinu, Instrument for
Pre-Accession Assistance – IPA, í tengslum við aðildarum-
sókn Íslands að sambandinu. Verkefnalýsingin var unnin
í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, vel-
ferðarráðuneytið og aðila vinnumarkaðarins ásamt fjár-
málaráðuneyti og Sérfræðisetri í ævilangri náms- og starfs-
ráðgjöf. Fræðslusjóður tryggir verkefninu það mótframlag
sem Evrópusambandið fer fram á. Verkefnið hófst formlega
1. september 2012 og er til þriggja ára.
Markmið verkefnisins er að auka starfshæfni fólks á
vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskóla-
stigi. Þessu markmiði verður náð með því að auka skilvirkni
framhaldsfræðslunnar með áframhaldandi þróun raunfærni-
mats og gagnagrunns um störf og nám. Starfsemi FA hefur
beinst að þessum hópi, sem jafnframt er markhópur Fræðslu-
sjóðs. Verkefnið fellur að markmiðum þjónustusamnings FA
við mennta- og menningarmálaráðuneytið og er fjármagnað
sérstaklega með þessum styrk.
Nánari lýsing á verkefninu er í grein Fjólu Maríu Lárus-
dóttur verkefnissjtóra annars staðar í Gátt.
F J Á R M Ö G N U N F R Æ Ð S L U S J Ó Ð S Á
F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U
Vottaðar námsleiðir
Á árinu 2012 greiddi Fræðslusjóður tæplega 444 milljónir
króna til framkvæmdar á vottuðum námsleiðum hjá sam-
starfsaðilum sínum, sem á árinu 2012 voru 13 fræðslu- og
símenntunarmiðstöðvar. Vottað nám er skilgreint sem nám
samkvæmt námsskrám sem hafa verið sérhannaðar fyrir fólk
á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi við framhalds-
skóla og metnar hafa verið til eininga á framhaldsskólastigi.
Fjöldi þátttakenda á árinu 2012 í vottuðum náms-
leiðum sem Fræðslusjóður fjármagnar var 2.698 í 220 náms-