Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 121

Gátt - 2013, Qupperneq 121
121 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR K E N N S L U F R Æ Ð I M I Ð S T Ö Ð F A Stöðug v ið le i tn i t i l að ef la gæði og auka árangur í fu l lorðinsfræðslu Sigrún Jóhannesdóttir Í þjónustusamningi FA við menntamálaráðuneytið er kveðið á um að FA skuli þróa aðferðir í framhaldsfræðslu í sam- vinnu við fræðsluaðila og miðla innlendum sem erlendum nýjungum til fagfólks. Kennslufræðimiðstöð FA sinnir ofan- greindum hluta þjónustusamningsins með námskeiðahaldi, fræðslufundum, ráðgjöf og ýmsum öðrum leiðum. Sá hópur, sem starfsemi kennslufræðimiðstöðvar FA snýr aðallega að, er fræðslustarfsmenn sem sinna framhaldsfræðslu í símennt- unarmiðstöðvum og kenna eftir þeim námsskrám sem þró- aðar eru hjá FA en einnig þeir sem kenna og leiðbeina í fyrir- tækjum og framhaldsskólum. Frá árinu 2003 hefur FA byggt upp og þróað 20 mismun- andi kennslufræðinámskeið fyrir fræðslustarfsmenn, kennara og leiðbeinendur sem nefnast Stiklur. Námskeiðin eru á mis- munandi sviðum með þarfir markhóps FA að leiðarljósi og í samræmi við óskir og ábendingar samstarfsaðilanna. Einnig hefur verið byggt upp gagnasafn um fullorðins- og fram- haldsfræðslu, u.þ.b. 630 bækur og önnur gögn, og mótaðar ýmsar aðferðir og mælistikur fyrir kennsluskipulag og náms- efnisgerð. Þar að auki hafa verið hönnuð ýmis námsgögn með Stiklunum svo sem glærusöfn, ýmiss konar myndefni og tónlist. Frá árinu 2004 hafa alls verið haldin um 70 mislöng kennslufræðinámskeið og fræðslufundir fyrir fræðslustarfs- menn og leiðbeinendur, samtals 13.066 nemendastundir og 1.233 nemendur. (Staðan 1. september 2013). Starfsmenn fræðslumiðstöðvarinnar hafa einnig tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum í samstarfi við aðrar þjóðir. Sem dæmi um þróunarverkefni, sem tengist kennslufræði- miðstöð og unnið er að á þessu ári, má nefna verkefnið „RETRAIN“. Það er verkefni sem er styrkt af Leonardó, menntaáætlun Evrópusambandsins og unnið í samvinnu við Íra og Austurríkismenn. Markmið þess er að hanna sérstakt kennslufræðinám fyrir starfsþjálfa í verslunum. Verkefninu er stýrt af Rannsóknasetri verslunarinnar og Háskólanum á Bifröst. Stefnt er að því að aðlaga hluta Stiklunámskeiða að kennslufræðum starfsfræðslu og verkþjálfunar í verslunum. Annað kennslufræðilegt verkefni, sem FA tekur þátt í núna, nefnist „Coach coach go“. Það verkefni er styrkt af Grundtvig, menntaáætlun Evrópusambandsins, stýrt af Belgum og er unnið í samvinnu við Svía, Þjóðverja, og Ítali. Markmið þess er að finna leiðir til að nýta aðferðir markþjálfunar inn í full- orðinsfræðslu og starfsþjálfun. Markhópur FA er margþættur og hluti markhópsins er fólk sem ekki hefur náð nægilegri grunnleikni til að eiga auðvelt með nám og störf. Til að þróa aðferðir sem styðja við þann hóp hefur FA í nokkur ár tekið þátt í evrópsku tengslaneti um grunnleikni, European Basic Skills Network. Sú vinna hefur skilað sér inn í Stiklunámskeið um læsis- og ritunarvanda og stærð- fræðikennslu (Stiklur 12 og 13). Verkefni um þróun kennslufræði í FA á næstu árum munu mótast af töluverðum breytingum á vinnumarkaði, á mark- hópnum og á áherslum í kennslufræðum. Vinnumarkaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um menntun og þjálfun í störfum, yngra fólk í markhópi vill annars konar nálgun í námi en þeir sem eldri eru og kennslufræðin breytist í samræmi við það. Stiklunemendur úr Brunamálaskólanum, námskeið haldið á Akureyri haustið 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.