Gátt - 2013, Side 123

Gátt - 2013, Side 123
123 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR N O R R Æ N T T E N G S L A N E T U M N Á M F U L L O R Ð I N N A ( N V L ) Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) er verkefni starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Árið 2004 hlutaðist mennta- og menningarmálaráðuneytið til um að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) tæki að sér að vista NVL á Íslandi. Samningar um verkefnið hafa verið gerðir til fjögurra ára í senn. Þann 1. janúar 2013 hófst þriðja samn- ingstímabilið sem nær til loka ársins 2016. Greinarhöfundur er fulltrúi í tengslanetinu fyrir Íslands hönd. Í tengslanetinu eru, auk fulltrúa landanna sem eru í hálfu starfi fyrir NVL, tengiliðir á Álandi og Grænlandi og í Fær- eyjum, hver um sig í 30 prósenta starfshlutfalli, framkvæmda- stjóri og verkefnastjóri í fullu starfi og vefstjóri í hálfu starfi. Fulltrúarnir hittast fjórum til fimm sinnum á sameiginlegum fundum á ári til skiptis á Norðurlöndunum. Í mars 2013 varð það nýmæli í starfseminni að efnt var til sérstaks fundar í Ósló og var þangað einnig boðið stjórnendum stofnananna sem vista fulltrúa NVL á Norðurlöndunum og fulltrúa landanna í sérstökum verkefnum sem tengjast Menntaáætlun Evrópu- sambandsins. Þá var fundað í júní á Íslandi, í Finnlandi í ágúst og í Danmörku í október og síðasti fundurinn verður haldinn í Svíþjóð í desember. Á milli hittast fulltrúarnir reglulega á veffundum. Tengslanetið er vettvangur um nám fullorðinna á Norð- urlöndunum þar sem reynslu og nýsköpun er miðlað og hvatt er til nýrra samstarfsaðferða. Starfsemi NVL er í samræmi við stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið er að efla símenntun og beina sjónum að þverfaglegu samstarfi og þeim sviðum sem ráðherranefndin leggur sérstaka áherslu á. NVL miðlar færni og reynslu á milli Norðurlandanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna þriggja. Tengslanetinu er ætlað að dýpka norræna þekkingu og miðla áhrifum hennar til Eystra- saltsríkjanna, Norðvestur-Rússlands og annarra Evrópu- þjóða. Eitt meginhlutverk NVL felst í miðlun upplýsinga. Þeirra er aflað með mismunandi aðferðum. NVL hefur á undan- förnum átta árum komið á laggirnar á þriðja tug vinnuhópa, sérfræðineta og þemaflokka. Samstarfsaðilar, stofnanir, fyrirtæki og fræðsluaðilar eru nær tvö hundruð. Þá hefur NVL stutt við nefndir og ráð sem fyrir voru á sviði fullorð- insfræðslu, svo sem Norræna lestrarráðið (n. Alfarådet) og norrænt tengslanet um fræðslu í fangelsum. Hóparnir fást við kortlagningar, úttektir, samanburðarrannsóknir og grein- ingar og sumir hópar fást við verkefni tengd færniþróun og stefnumótun. Einstaka hópar eiga bakhópa í hverju Norður- landanna sem fást við sömu viðfangsefni, eins og dæmi er um í sérfræðingahópnum um raunfærnimat. Verkefni NVL felst einkum í því að virkja fulltrúa allra Norðurlandanna til þátttöku. Hóparnir gera grein fyrir vinnu sinni og árangri með greinum og skýrslum og þær er hægt að nálgast á vef tengslanetsins, www.nordvux.net Á vefnum er einnig hægt að gerast áskrifandi af fréttabréfi NVL og rafræna tímaritinu DialogWeb. Áskriftin er ókeypis. Í fréttabréfinu koma fram upplýsingar um stefnu í mennta- málum Norðurlandanna, breytingar á skiplagi og umbætur, auk upplýsinga um námskeið og ráðstefnur. Fréttabréfið kemur út ellefu sinnum á ári, einnig í finnskri og íslenskri þýðingu. DialogWeb er þemabundið veftímarit. Í ritstjórn sitja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum og miðla því sem efst er á baugi í löndunum á ákveðnum sviðum. Þröstur Haraldsson er ritstjórnarfulltrúi okkar á Íslandi, síðan 1. janúar 2013. Áskrifendur fréttabréfsins og DialogWeb eru rúmlega tvö þúsund og koma ekki aðeins frá Norðurlöndunum heldur hvaðanæva úr Evrópu. D I S T A N S F J A R K E N N S L U N E T I Ð Á tímabilinu frá september 2012 til loka janúar 2013 var fulltrúi Íslands ábyrgur fyrir starfsemi Distans fjarkennsl- unetsins. Netið tileinkaði árunum 2011 og 2012 vinnu um það hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni í námi og kennslu sem lið í byggðaþróun. Á tímabilinu september 2012 til ágúst 2013 skipulagði Distans sex málþing í þeim tilgangi að opna umræður um hlutverk menntunar í byggðaþróun. Síðasta málþingið var haldið 17. september 2011, í Samíska háskólanum í Kautokeino í Norður-Noregi. Í kjölfarið settu meðlimir Distans saman skýrslu með niðurstöðum verk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.