Gátt - 2013, Page 123
123
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
SIGRÚN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
N O R R Æ N T T E N G S L A N E T U M N Á M
F U L L O R Ð I N N A ( N V L )
Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) er verkefni
starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Árið
2004 hlutaðist mennta- og menningarmálaráðuneytið til um
að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) tæki að sér að vista
NVL á Íslandi. Samningar um verkefnið hafa verið gerðir til
fjögurra ára í senn. Þann 1. janúar 2013 hófst þriðja samn-
ingstímabilið sem nær til loka ársins 2016. Greinarhöfundur
er fulltrúi í tengslanetinu fyrir Íslands hönd.
Í tengslanetinu eru, auk fulltrúa landanna sem eru í hálfu
starfi fyrir NVL, tengiliðir á Álandi og Grænlandi og í Fær-
eyjum, hver um sig í 30 prósenta starfshlutfalli, framkvæmda-
stjóri og verkefnastjóri í fullu starfi og vefstjóri í hálfu starfi.
Fulltrúarnir hittast fjórum til fimm sinnum á sameiginlegum
fundum á ári til skiptis á Norðurlöndunum. Í mars 2013 varð
það nýmæli í starfseminni að efnt var til sérstaks fundar í Ósló
og var þangað einnig boðið stjórnendum stofnananna sem
vista fulltrúa NVL á Norðurlöndunum og fulltrúa landanna í
sérstökum verkefnum sem tengjast Menntaáætlun Evrópu-
sambandsins. Þá var fundað í júní á Íslandi, í Finnlandi í ágúst
og í Danmörku í október og síðasti fundurinn verður haldinn
í Svíþjóð í desember. Á milli hittast fulltrúarnir reglulega á
veffundum.
Tengslanetið er vettvangur um nám fullorðinna á Norð-
urlöndunum þar sem reynslu og nýsköpun er miðlað og hvatt
er til nýrra samstarfsaðferða. Starfsemi NVL er í samræmi við
stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið er
að efla símenntun og beina sjónum að þverfaglegu samstarfi
og þeim sviðum sem ráðherranefndin leggur sérstaka áherslu
á. NVL miðlar færni og reynslu á milli Norðurlandanna fimm
og sjálfstjórnarsvæðanna þriggja. Tengslanetinu er ætlað að
dýpka norræna þekkingu og miðla áhrifum hennar til Eystra-
saltsríkjanna, Norðvestur-Rússlands og annarra Evrópu-
þjóða.
Eitt meginhlutverk NVL felst í miðlun upplýsinga. Þeirra
er aflað með mismunandi aðferðum. NVL hefur á undan-
förnum átta árum komið á laggirnar á þriðja tug vinnuhópa,
sérfræðineta og þemaflokka. Samstarfsaðilar, stofnanir,
fyrirtæki og fræðsluaðilar eru nær tvö hundruð. Þá hefur
NVL stutt við nefndir og ráð sem fyrir voru á sviði fullorð-
insfræðslu, svo sem Norræna lestrarráðið (n. Alfarådet) og
norrænt tengslanet um fræðslu í fangelsum. Hóparnir fást
við kortlagningar, úttektir, samanburðarrannsóknir og grein-
ingar og sumir hópar fást við verkefni tengd færniþróun og
stefnumótun. Einstaka hópar eiga bakhópa í hverju Norður-
landanna sem fást við sömu viðfangsefni, eins og dæmi er
um í sérfræðingahópnum um raunfærnimat. Verkefni NVL
felst einkum í því að virkja fulltrúa allra Norðurlandanna
til þátttöku. Hóparnir gera grein fyrir vinnu sinni og árangri
með greinum og skýrslum og þær er hægt að nálgast á vef
tengslanetsins, www.nordvux.net
Á vefnum er einnig hægt að gerast áskrifandi af fréttabréfi
NVL og rafræna tímaritinu DialogWeb. Áskriftin er ókeypis.
Í fréttabréfinu koma fram upplýsingar um stefnu í mennta-
málum Norðurlandanna, breytingar á skiplagi og umbætur,
auk upplýsinga um námskeið og ráðstefnur. Fréttabréfið
kemur út ellefu sinnum á ári, einnig í finnskri og íslenskri
þýðingu.
DialogWeb er þemabundið veftímarit. Í ritstjórn sitja
fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum
og miðla því sem efst er á baugi í löndunum á ákveðnum
sviðum. Þröstur Haraldsson er ritstjórnarfulltrúi okkar á
Íslandi, síðan 1. janúar 2013. Áskrifendur fréttabréfsins og
DialogWeb eru rúmlega tvö þúsund og koma ekki aðeins frá
Norðurlöndunum heldur hvaðanæva úr Evrópu.
D I S T A N S F J A R K E N N S L U N E T I Ð
Á tímabilinu frá september 2012 til loka janúar 2013 var
fulltrúi Íslands ábyrgur fyrir starfsemi Distans fjarkennsl-
unetsins. Netið tileinkaði árunum 2011 og 2012 vinnu um
það hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni í námi og
kennslu sem lið í byggðaþróun. Á tímabilinu september 2012
til ágúst 2013 skipulagði Distans sex málþing í þeim tilgangi
að opna umræður um hlutverk menntunar í byggðaþróun.
Síðasta málþingið var haldið 17. september 2011, í Samíska
háskólanum í Kautokeino í Norður-Noregi. Í kjölfarið settu
meðlimir Distans saman skýrslu með niðurstöðum verk-