Gátt - 2013, Side 125

Gátt - 2013, Side 125
125 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 þankabankans um færni til framtíðar sem og samspili atvinnulífs og skóla. Fundir með aðilum vinnumarkaðarins í löndunum hafa verið haldnir í tengslum við kynningarfundi færniþróunarverkefnisins. Á Íslandi var haldinn fundur með fulltrúum ASÍ og SA í janúar. Eins voru haldnir fundir með fulltrúum vinnumarkaðarins í Færeyjum og í Noregi. Fundir hafa ennfremur verið undirbúnir í Danmörku og Svíþjóð í október og Finnlandi í nóvember. V I Ð B U R Ð I R Á Í S L A N D I 2 0 1 3 Í ársbyrjun 2013 var efnt til fundar á Grand Hótel Reykjavík um starfsemi NVL, áherslur og óskir á nýju starfstímabili. Til fundarins var öllum boðið sem á einn eða annan hátt koma að starfsemi NVL fyrir Íslands hönd. Fulltrúar virkra neta kynntu starfsemi þeirra og miðluðu upplýsingum um rann- sóknir, skýrslur og viðburði. Í lokin voru umræður um hvaða verkefni fulltrúar Íslendinga teldu þörf á og spennandi að vinna að í framtíðinni. Ennfremur var haldin ráðstefna um náms- og starfsráð- gjöf í samstarfi FA við sérfræðingahóp NVL um náms- og starfsráðgjöf á Hótel Natura þann 8. júní. Fyrirlesarar voru úr sérfræðinganetinu og samstarfsaðilar FA. Fjallað var um verkefni og rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Þá var haldin ráðstefna um beitingu upplýsingatækni í námi fullorðinna í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Distans fjarkennslunet NVL á hótel Natura þann 13. október. Fulltrúar Distans kynntu skýrslu um hlutverk menntunar í byggðaþróun og haldnar voru vinnustofur með fræðslu um ýmis verkfæri og tól upplýsingatækninnar sem hentugt er að nota í námi og fræðslu fullorðinna. N O R R Æ N A R B R Ý R , R Á Ð S T E F N A Á Í S L A N D I 2 0 1 4 Árið 2014 gegna Íslendingar formennsku í norræna sam- starfinu. Af því tilefni hefur NVL óskað eftir því að mennta- og menningarmálaráðuneytið og FA standi í samstarfi að norrænni formennskuráðstefnu um fullorðinsfræðslu í Reykjavík í júní 2014. Bakgrunnurinn er sjálfbær norræn vel- ferð og verður leitast við að svara spurningum á borð við: Hvernig getur fullorðinsfræðsla átt þátt í að efla samkeppnis- hæfni Norðurlandanna? Hvernig á að þróa og endurnýja vel- ferðarkerfið á Norðurlöndunum? Yfirskrift ráðstefnunnar er Norrænar brýr og þar verður í fyrirlestrum og vinnustofum fjallað um tengsl ýmissa sviða: fræða og framkvæmdar, menntunar og atvinnulífs og stefnu og framkvæmdar. Nýung í ráðstefnuhaldinu er að aðferðafræði Biophiliu Bjarkar Guð- mundsdóttur verður rauður þráður. Aðferðafræðin felur í sér nálgun viðfangsefnisins á mismunandi hátt með tengingu náttúruvísinda, menningar og sköpunar. U M H Ö F U N D I N N Sigrún Kristín Magnúsdóttir starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hún er ritstjóri Gáttar og fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti um nám fullorðinna. Sigrún Kristín hefur B.A.-próf frá Háskóla Íslands í norsku, tónlistarfræðum og heimspeki, M.Sc.-próf í stjórnsýslu frá University of Massachusetts og kennsluréttindi frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún hefur sinnt ýmsum störfum við menntun og fræðslu fullorðinna frá 1987, sem framkvæmda- stjóri fræðsluráðs hótel- og veitingagreina og kennslustjóri Hótel- og matvælaskólans í MK og síðar Listaháskóla Íslands. Sigrún Kristín hefur einnig þýtt margar bækur, bæði kennslu- bækur og bókmenntaverk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.