Gátt - 2013, Blaðsíða 125
125
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
þankabankans um færni til framtíðar sem og samspili
atvinnulífs og skóla. Fundir með aðilum vinnumarkaðarins
í löndunum hafa verið haldnir í tengslum við kynningarfundi
færniþróunarverkefnisins. Á Íslandi var haldinn fundur með
fulltrúum ASÍ og SA í janúar. Eins voru haldnir fundir með
fulltrúum vinnumarkaðarins í Færeyjum og í Noregi. Fundir
hafa ennfremur verið undirbúnir í Danmörku og Svíþjóð í
október og Finnlandi í nóvember.
V I Ð B U R Ð I R Á Í S L A N D I 2 0 1 3
Í ársbyrjun 2013 var efnt til fundar á Grand Hótel Reykjavík
um starfsemi NVL, áherslur og óskir á nýju starfstímabili. Til
fundarins var öllum boðið sem á einn eða annan hátt koma
að starfsemi NVL fyrir Íslands hönd. Fulltrúar virkra neta
kynntu starfsemi þeirra og miðluðu upplýsingum um rann-
sóknir, skýrslur og viðburði. Í lokin voru umræður um hvaða
verkefni fulltrúar Íslendinga teldu þörf á og spennandi að
vinna að í framtíðinni.
Ennfremur var haldin ráðstefna um náms- og starfsráð-
gjöf í samstarfi FA við sérfræðingahóp NVL um náms- og
starfsráðgjöf á Hótel Natura þann 8. júní. Fyrirlesarar voru
úr sérfræðinganetinu og samstarfsaðilar FA. Fjallað var um
verkefni og rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar fyrir
fullorðna á Norðurlöndum.
Þá var haldin ráðstefna um beitingu upplýsingatækni í
námi fullorðinna í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands og Distans fjarkennslunet NVL á hótel Natura þann
13. október. Fulltrúar Distans kynntu skýrslu um hlutverk
menntunar í byggðaþróun og haldnar voru vinnustofur með
fræðslu um ýmis verkfæri og tól upplýsingatækninnar sem
hentugt er að nota í námi og fræðslu fullorðinna.
N O R R Æ N A R B R Ý R , R Á Ð S T E F N A Á
Í S L A N D I 2 0 1 4
Árið 2014 gegna Íslendingar formennsku í norræna sam-
starfinu. Af því tilefni hefur NVL óskað eftir því að mennta-
og menningarmálaráðuneytið og FA standi í samstarfi
að norrænni formennskuráðstefnu um fullorðinsfræðslu í
Reykjavík í júní 2014. Bakgrunnurinn er sjálfbær norræn vel-
ferð og verður leitast við að svara spurningum á borð við:
Hvernig getur fullorðinsfræðsla átt þátt í að efla samkeppnis-
hæfni Norðurlandanna? Hvernig á að þróa og endurnýja vel-
ferðarkerfið á Norðurlöndunum? Yfirskrift ráðstefnunnar er
Norrænar brýr og þar verður í fyrirlestrum og vinnustofum
fjallað um tengsl ýmissa sviða: fræða og framkvæmdar,
menntunar og atvinnulífs og stefnu og framkvæmdar. Nýung
í ráðstefnuhaldinu er að aðferðafræði Biophiliu Bjarkar Guð-
mundsdóttur verður rauður þráður. Aðferðafræðin felur í sér
nálgun viðfangsefnisins á mismunandi hátt með tengingu
náttúruvísinda, menningar og sköpunar.
U M H Ö F U N D I N N
Sigrún Kristín Magnúsdóttir starfar sem sérfræðingur
hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hún er ritstjóri Gáttar og
fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti um nám fullorðinna.
Sigrún Kristín hefur B.A.-próf frá Háskóla Íslands í norsku,
tónlistarfræðum og heimspeki, M.Sc.-próf í stjórnsýslu frá
University of Massachusetts og kennsluréttindi frá Kenn-
araháskóla Íslands. Hún hefur sinnt ýmsum störfum við
menntun og fræðslu fullorðinna frá 1987, sem framkvæmda-
stjóri fræðsluráðs hótel- og veitingagreina og kennslustjóri
Hótel- og matvælaskólans í MK og síðar Listaháskóla Íslands.
Sigrún Kristín hefur einnig þýtt margar bækur, bæði kennslu-
bækur og bókmenntaverk.