Læknaneminn - 01.04.1969, Page 17

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 17
LÆKNANEMINN 17 milli andlega ófullnægjandi fag- náms og hins aðskilda menningar- lega eða þjóðmálalega frístunda- lífs“. Auk venjulegra fyrirlestra í ýmsum greinum raun- og félags- málavísinda á að stofnsetja upp- lýsingamiðstöðvar fyrir sérstök málefni einsog t. d. ,,um misnotk- un á vísindunum í þágu ómannúð- ar og eyðileggingar“. Ein helzta forsenda fyrir nauðsyn á frelsi há- skóla undan valdsmennsku kerfis- ins er einmitt, að sjálfstæði vís- indamanna og félagsleg ábyrgðar- tilfinning vakni gagnvart því, til hvers vísindaverk þeirra séu notuð. Stúdentar vona, að breytingar á háskólunum geti með tímanum haft jákvæð áhrif á þjóðfélags- framvinduna. Þróunin. Það er auðvitað ekki nýlunda, að stúdentar taki virkan þátt, í þjóðmálum. Þeir áttu mikinn þátt í byltingum fyrri hluta 19. aldar. Æskan, sem Sókrates átti að hafa spillt, var þeirra tíma stúdentar. Fjölnismenn voru hópur kverúler- andi stúdenta og menningarvita, heldur illa liðinna. Langt er síðan heyrðist frá stúdentum í upphafi núverandi hreyfingar. I Indónesíu gerðu þeir Súkarnó lífið leitt á sínum tíma. Stúdentaóeirðir urðu upphaf að endalokum stjórnar Syngman Rhees í S.-Kóreu; þær voru leiðandi afl í að steypa af stóli stjórnum í Bólivíu, Súdan, S.-Víetnam. Það er eftirtektarvert, að upphaf yfirstandandi stúdenta- andófs skuli hafa verið á þeim sælureit, Kaliforníu. I Berkeley- háskólanrun urðu til nýjar aðferð- ir í hugmyndabaráttum: sit-in, teach-in, love-in, valdataka fyrir- lestrasala og opinberra bygginga, fyrirlestraverkföll o. s. frv. En bandarískir stúdentar mótmæla ekki aðeins. Um 250.000 taka þátt í s.n. tútoraáætlun: að veita börn- um úr negra- og fátækrahverfum grundvallarmenntun og fræðslu til þess að gera þeim kleift að losna úr vítahringnum: fátækt — menntunarskortur — atvinnuleysi ( — glæpir) — fátækt. Þeir fara einnig til Suðurríkjanna til þess að hjálpa svertingjum við að skrá sig á kjörskrá. ,,Þá hafa þeir séð, hvernig það lítur út þetta lýð- ræðiskerfi þar syðra, hvernig vinnubrögð lögreglustjóranna eru, hvernig morð og aftökur eru fram- in vítalaust, þóttfullkunnugtséum illræðismennina. Allt þetta verkaði á þá einsog lost og brýndi stúd- enta og menntamenn Bandaríkj- anna til pólitískra dáða“ (H. Marcuse, ibid.). Síðan: Róm, Madrid, Mexico-City, Varsjá, Prag, Stokkhólmur o. s, frv. Þróunin í Þýzkalandi er mér kunnust, og verður að nægja að skýra frá henni, enda hefur hún á sér flest einkenni andófshreyfingarinnar, kannski jafnvel í sérlega dæmi- gerðu formi. Berlín hefur auk þess sérstöðu vegna „Frjálsa háskól- ans“ þar, en hann var stofnsettur eftir stríð til þess að vega upp á móti stjórnmálaþvingun (skyldu- námi í þjóðfélagsfræðum og Marxisma) Humboltsháskólans í A,-Berlín. I Frjálsa háskólanum skaut fyrst upp ýmsum hugmynd- um, sem nú eru efst í hugum stúd- enta. Þeir skyldu fá aðild að stjórnun háskólans og námstil- högun. Hugmyndasjálfstæði skyldi vera ótakmarkað. Þar var sérstök deild fyrir stjórnmálafræði. Það var jafnvel von framsýnna manna, að hér væri skapað for- dæmi öðrum þýzkum háskólum til fyrirmyndar („Das Berliner Modell“). Þetta reyndist ósk-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.