Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 59

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 59
LÆKNANEMINN 55 standa ljómi af vegna kennslu- hæfileika. 3. Stúdentar hljóta, ef að líkum lætur, að dæma menn fyrst og fremst eftir því, hvort þeir eru taldir góðir kennarar og al- þýðlegir í framkomu, en síður eftir vísindalegum afrekum. Ef velja þarf milli góðs kenn- ara og lélegs vísindamanns annars vegar, en góðs vísinda- manns og lélegs kennara hins vegar, er næsta líklegt, að atkvæði stúdenta kæmi hinum fyrrnefnda til góða, en ekki hinum síðarnefnda. Það skilur á milli menntaskóla og háskóla, að háskóli er ekki kennslu- stofnun eingöngu, heldur einn- ig vísindastofnun. Yrði því hart við aðbúa, ef atkvæðistúd- enta réðu því, að góðum vís- indamanni yrði bægt frá skól- anum, enda þótt hann teldist lélegur kennari. Hér skal þó sannarlega engri rýrð kastað á kennsluhæfileika manna. Því kæmi vel til álita að skylda alla nýja kennara til þess að fara á námskeið í því skyni að læra að kenna. Telur þú, að samband þitt við nemendur sé nógu gott ? Eiginlega hef ég lítið hugsað um þetta atriði. Ég man ekki til þess, að mér sé illa við nokkurn nemanda, og ég vona, að það sé gagnkvæmt. Ég legg mikið upp úr því, að nemendur spyrji í kennslu- stundum, og þeir eru einnig ætíð velkomnir í heimsókn í rannsókna- stofuna til skrafs og ráðagerða. Mér hefur reyndar einnig komið til hugar að hafa einhvers konar viðtalstíma með nemendum. Ég hef hins vegar ekki fundið, að nein knýjandi þörf sé fyrir sér- staka tíma í þessu skyni. I þessu sambandi kemur enn til, að mér finnst nóg um þá kennsluskyldu, sem á mér hvílir, og er því treg- ur til að bæta meiru við. Þér er legið á hálsi fyrir að skammta nemendum prófverkefni í stað þess að láta þá draga, eins og venja er til. Hvað vilt þú segja okkur um það? Jú, ég hef orðið var við gagn- rýni í þessa átt. Hins vegar eru engar reglur, er varna því, að skammta megi mönnum verkefni. Ég leitast ætíð við að gefa eins breið og viðamikil meginverkefni og auðið er. Fyrir mér er verkefn- ið þannig fyrst og fremst grund- völlur fyrir breiðri umræðu, svo að raunverulega megi þreifa á kunnáttu manna og skilningi á greininni. Með slíkri prófaðferð má og glöggt finna, hvern mun menn gera á meginatriðum og þeim, sem minniháttar eru, svo sem ýmsum minnisatriðum, sem jafnan má slá upp í bókum. Mín reynsla er sú, bæði af sjálfum mér og öðrum, að það að þurfa að draga einhvern snepil, geti orsakað óþarfan taugaóstyrk. Ér þó á stundum ekki á bætandi við prófborðið. Skömmtun próf- verkefna er reyndar engan veginn án fordæma. Segja má þó, að þetta fyrirkomulag gefi kennar- anum vissa möguleika til þess að mismuna nemendum. Ég hef ekki orðið var við gagnrýni í minn garð fyrir það, og mér mundi og þykja leitt, ef slík gagnrýni kæmi fram. Við viljum að lokum þakka próf. Þorkeli fyrir skemmtilega stund. Við kveðjum hann og göngum út margs fróðari og vonum, að les- endur verði það einnig. V. Þ., K. R.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.