Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 10
Pablo Picosso: Fjöldamorð í Kóreu (1951). Gestir komu víðs vegar að til að hlusta á samtöl- in. Það er löngu hætt að vera nokkuð vandamál að fá sjúklinga til samstarfs. Oft kemur fyrir, að starfs- fólkið biður um hjálp vegna deyjandi fólks, sem líð- ur öðrum fremur illa andlega. Líka er algengt að sjúklingar, sem tekið hafa þátt í þessu starfi, segi sjúklingum sínum frá samtölunum og mæli með þeim. Það hlýtur alltaf að verða erfitt að standa frammi fyrir sjúklingi, þegar nýbúið er að greina hjá hon- um illkynja sjúkdóm. Vandinn er ekki hvort eigi að segja honum frá sjúkdómnum, heldur hvernig eigi að gera það. Læknarnir þurfa að kynnast sínum eig- in viðhorfum gagnvart illkynja sjúkdómum og dauða áður en þeir eru færir um að ræða við sjúkl- ingana um þessi efni. Læknarnir verða að skynja hvað sjúklingurinn sem í hlut á, er reiðubúinn að taka við miklu af sannleikanum. Það skiptir gífurlega miklu máli að svipta fólkið ekki allri von. Um leið og því er sagt frá sjúkdómn- um verður á sömu stundu að ræða um hvernig eigi að ráðast gegn honum. Það þarf að gera sjúklingun- um ljóst, að staðið verði með þeim gegnum þykkt og þunnt, bæði meðan von er um bata og eins þó að aðeins sé hægt að lina þjáningarnar. Það ætti aldrei að nota orð eins og cancer eða krabbamein, heldur æxli, hnúður, þrengsli eða því um líkt. Umfram allt ber að forðast að segja sjúklingi, að hann sé með ólæknandi sjúkdóm, og ræða það ekki frekar. Hann telur þá oft, að úr því að ekki sé hægt að lækna hann, hafi enginn lengur áhuga á honum. Hann fyllist djúpu vonleysi, þar sem hann berst einn við sjúkdóm sinn. Sú leið er oft farin að segja ættingjum frá sjúk- dómsgreiningunni, en ekki sjúklingnum sjálfum. Þetta er alveg út í hött. Ættingjarnir eru sjaldnast góðir leikarar og sjúklingarnir draga undir eins rétt- ar ályktanir af framkomu þeirra og geðblæ og segja sér þá sjálfir hvernig komið er. Það er líka til alltof mikils mælst að hjón, sem hafa lifað í nánu trúnaðarsambandi í áratugi, eigi að fara að leika hvort fyrir öðru, einmitt þegar þörf- in fyrir trúnað og einlægni er sem mest. Samtölin leiddu í Ijós, að fólkið vissi undantekningarlaust hvað að því var, hvort sem því hafði verið sagt það eða ekki, einnig þeir sem starfsfólkið áleit, að ekkert vissu. Ef kona kemur til læknis með hnút í brjóstinu er t. d. sjálfsagt að segja henni, að æxlið kunni að vera illkynjað, en úr því fáist skorið með sýni. Þá er við- komandi búin að fá aðlögunartíma og er betur und- irbúin, ef þarf að taka af henni brjóstið. Ef í ljós kemur, að sjúklingurinn er ekki reiðubúinn að skynja sannleikann, ber að virða það. Slíkur sjúk- 8 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.