Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 63
1898 kemur út greinargóð, stuttorð lýsing á næmum sjúkdómum hér á landi eftir Guðmund Hannesson (Næmir sjúkdómar. Leiðbeiningar fyrir alþýðu. í Skýrslum um heilbrigðismálefni er Páll Briem amt- maður gaf út), þar sem glögglega koma fram aðal- greiningarmerkin á skarlatssótt og rauðum hund- um. Þegar haft er í huga að á tímabilinu 1881-1900 er skarlatssótt margoft á ferðinni undir heitinu rauð- ir hundar og að sjaldnast var unnt að benda á upp- tök hennar, í mótsetningu við mislingafaraldrana sem upptökin voru oftast ljós, þá verður manni á að hugsa hvort hún hafi ekki orðið landlæg þegar á þeim árum. Og því skyldi ekki svo vera, þar sem barnaveikin hafði verið landlæg hér að minnsta kosti frá miðri 19. öld og verður þó ekki séð að skil- yrði hennar til að ná fótfestu í landinu, sé nokkru betri en skarlatssóttarinnar. Síðasti „rubeola“-far- aldurinn á 19. öld (var vafalaust skarlatssótt) hófst á Eskifirði 1897 og er talinn kominn þangað úr norsku skipi. Látum svo vera, en rubeola-sjúklingar voru í héraðinu bæði 1895 og 1896, svo sannfærandi geta þessi upptök veikinnar 1897 ekki talist. 1 Reykjavíkurhéraði eru skráðir rubeola-sjúklingar öll árin 1893-1896 og árið 1896 í Keflavíkurhéraði. Nú er Guðmundur Björnsson orðinn héraðslæknir í Reykjavík 1895 svo það má telja líklegt að um rube- ola hafi verið að ræða þar, en öðru máli gegnir um Keflavíkurhérað. Þar er Þórður Thoroddsen héraðs- læknir og var það einnig 1889 og telur í bæði skipt- in að um rubeola hafi verið að ræða þrátt fyrir það að tveir létust úr veikinni 1889. Það má þess vegna vel hafa verið skarlatssótt í Keflavíkurhéraði einnig 1896. Næstu þrjú ár er enginn rubeola- eða scarlat- ina-sjúklingur á farsóttaskrá úr þessum tveim héruð- um. En þegar í janúar 1900 segist Jónassen í hinni íslenzku útgáfu af heilbrigðisskýrslum sínum hafa séð einn skarlatssóttarsjúkling, sem hann skírði „rauða hunda“. Einhverra hluta vegna þá hefur þessi sjúklingur aldrei komist á farsóttarskrá, þar er enginn talinn með skarlatssótt eða rauða hunda í janúarmánuði (sbr. 3, Viðauki við skýrslur 1896- 1900, 114) og í skýrslunni í „Medicinalberetning for Aaret 1900“ er sóttin sögð byrja í aprílmánuði, svo sýnilega er landlæknir í einhverjum vafa með þenn- an rubeola-sjúkling sinn. Það fyrsta sem með vissu er vitað til skarlatssótt- ar á árinu 1900 er þá, að hún er í Höfnum í marz- mánuði, þó þeir sjúklingar komist ekki á farsótta- skrá, og raunar enginn úr Keflavíkurhéraði fyrr en í júlímánuði. í aprílmánuði eru 4 skarlatssóttar- sjúklingar á farsóttaskrá (þ. e. Lónkotsbörnin), í maímánuði 1, í júní 15, en þeim fer ekki að fjölga að marki fyrr en síðustu tvo mánuði ársins. I júní- mánuði telur héraðslæknis Siglufjarðarhéraðs fram 3 rubeola-sjúklinga, en í töflu landlæknis í „Medi- cinalberetningen" eru þeir taldir samkvæmt „nýja stíl“ scarlatina-sjúklingar. Árið 1901 telur svo sami héraðslæknir fram 2 scarlatina-sjúklinga en engan með rauða hunda. Að Siglufjarðarhéraði slepptu hefur skarlatssóltar verið getið í alls 10 læknishéruð- um á árinu 1900, þar af einn sjúklingur í Berufjarð- arhéraði, og verðru ekki séð neitt samband milli þess héraðs og hinna skarlatssóttarhéraðanna. Það er því engan veginn sannfærandi að rekja megi alla skarlatssóttarsjúklingana til smitunar út frá Höfn- um. Ákjósanlegt dæmi um erfiðleikana á að rekja feril skarlatssóttar er ferill hennar í Akureyrarhéraði á þessum árum. Guðmundur Hannesson var þá hér- aðslæknir þar og hafði sérstakan áhuga á sóttvörn- um og fylgdist því vel með næmum sjúkdómum í héraði sínu. Eftir aldamótin er veikinnar fyrst getið 1902. Þá eru 6 skarlatssóttarsjúklingar skráðir í Akureyrar- héraði. Hún gaus upp í bænum í febrúarlok án þess að nokkuð vitnaðisl um hvaðan hún væri komin. Næst eru skráðir 23 sjúklingar 1904. Um þann far- aldur segir héraðslæknirinn: „Skarlatssótt fluttist hingað til héraðsins í lok ágústmánaðar, en um veikina vissi ég ekki fyrr en í september, og var hún þá komin á marga bæi á Sval- barðsströnd án þess að nokkur segði lækni frá. Ég fór síðan ótilkvaddur og rannsakaði þetta, því að grunað hafði mig, hvað um væri að vera, og fengið hafði ég óljósa frétt um það ... I nóvembermánuði fluttist veikin hingað til bæjarins, og má ganga að því sem vísu, að hún hafi flutzt með óleyfilegum samgöngum við Svalbarðsströndina. Síðan hefur hún haldizt hér við, þótt öríáir hafi sýkzt, enda hef- ur sóttvörnum verið beitt hvarvetna. Sterkan grun hef ég á því, að meðfram sé þetta því að kenna, að LÆKNANEMINN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.